Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 9
Til þess að geta farið út að hjóla með fjölskyld- unni þarf fötluð mann- eskja að borga minnst 640.000 kr. meira en þau sem geta nýtt sér venjuleg hjól. Steingrímur var mikill aðdáandi markaðs- hyggju og stóð fyrir ýmsum mikilvægum málum eins og aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. Sem einskærum áhugamanni um gervigreind rak mig í rogastans á dögunum þegar tilkynnt var að gervigreindarstjarnan ChatGPT, sem þróuð hefur verið af Kísil­ dalsfyrirtækinu OpenAI, talaði íslensku. Hólí mólí! hugsaði ég með sjálfum mér og rauk til í morgun­ sárið, beint í tölvuna og inn á síðu spjallmennisins. Ég spurði, fullur eftirvæntingar: „Talarðu íslensku?“ „Já, ég tala íslensku,“ svaraði GPT. Um mig fór viss gleðistraumur við þetta svar, næstum eins og þegar ég var 12 ára og tölvan Edgar í kvikmyndinni Electric Dreams frá 1984 brosti til bíógesta í frægu atriði. Hér var ég nærri fjörutíu árum síðar að ræða við tölvu á íslensku um daginn og veginn. Gott ef hún brosti ekki til mín. Ég tek undir þær áherslur heils­ hugar, sem stjórnvöld hafa markað, að vinna verður að því öllum árum – ef íslenskan á að eiga von – að ný tækni tali íslensku. Á ensku hefur ChatGPT farið sigurför um heiminn, enda ótrúleg tækni að verða til beint fyrir framan nefið á okkur. Samfélagsbylting. Í vikunni elduðum við á heimilinu mat sem snjallmennið hafði stungið upp á. Spjallsnjallmennið (hvað á að kalla þetta?) getur gert matseðil fyrir alla vikuna eins og hendi sé veifað, með innkaupalista. Liðin er sú tíð að hið daglega andlausa samtal þurfi að fara fram, þar sem spurt er í þreytulegu símtali síð­ degis: „Hvað eigum við að hafa í matinn?“ Þróunin verður sú að hver og einn sem býr yfir lágmarkstækni­ búnaði mun eignast aðstoðar­ manneskju í daglegu lífi. Þetta hefur í raun þegar gerst. Hægt er að leita ráða hvenær sem er, fá hugmyndir að lausnum flókinna vandamála og láta skrifa fyrir sig alls konar texta. Á ensku, alla vega. Ég var því mjög áhugasamur vægast sagt að prófa snjallspjallar­ ann á íslensku. Nú veit ég vel, að tæknin er ekki gallalaus og komið hefur fram að svona forrit eiga það til að bulla. Staðreyndirnar eru ekki endilega á hreinu. En innan vissra marka er kannski hægt að búa við slíkt. Það hefur jú verið viðvarandi ástand mannskepn­ unnar í samskiptum við hverja aðra um árþúsund að staðreyndir liggja iðulega á milli hluta. Fólk ætti að kunna það almennt, að taka fullyrðingum með fyrirvara. Af samskiptum mínum við spjall­ mennið á ensku hefur mér þó virst að lykilstaðreyndir séu nokkurn veginn á tæru. Annað kom hins vegar á daginn þegar svissað var yfir á íslensku. Í okkar fyrstu samskiptum, klökkur, gaf ég egóismanum — sem okkur er jú öllum eðlislægur — varfærnislega lausan tauminn og spurði: „Veistu hver Guðmundur Stein­ grímsson er?“ Ekki stóð á svörum. „Hann var alþingismaður á Íslandi fyrir Pírataflokkinn í Norðvesturkjör­ dæmi frá 2016 til 2021. Áður en hann var alþingismaður var hann starfandi bóndi.“ Uuu, nei. Alls ekki rétt. Alveg til í að vera bóndi, þannig séð. En það má heita afrek að hafa sett mig í Pírataflokkinn. Ég var í næstum því öllum öðrum flokkum. En gott og vel. Hvernig átti mennið svo sem að vita þetta? Hver er ég? Hið fyndna var, að á mig sóttu örlitlar efasemdir um eigin tilvist. Var ég bóndi? Var ég Pírati? Ég spurði hvort mennið hefði heyrt um stjórnmálaflokk­ inn Björt framtíð. Jú, aldeilis. „Hann var stofnaður 2012 og stjórnað af Þórólfi Árna­ syni.“ Ha? Nú átti ég ekki aukatekið orð. Þórólfi Árnasyni? Var forritið algjörlega úti á túni? Ég ákvað að spyrja hvort það hefði heyrt um Steingrím Hermannsson. Hann var öllu frægari. Jú, heldur betur. „Steingrímur Hermannsson var íslenskur stjórn­ málamaður sem var formaður Sjálfstæðisflokksins.“ Hér heyrði ég beinlínis karl föður minn snúa sér við í gröfinni. Og aftur við þetta: „Hann var fæddur árið 1928 í Þverárdal í Austur­Húnavatnssýslu.“ Hann fæddist í miðborg Reykja­ víkur, en GPT hélt áfram: „Stein­ grímur var mikill aðdáandi mark­ aðshyggju og stóð fyrir ýmsum mikilvægum málum eins og aðild Íslands að Evrópusambandinu.“ Nú var pabbi kominn á yfir­ snúning. Fáir voru jafnmiklir andstæðingar aðildar og hann. Og markaðshyggju. Um þetta varð ég hins vegar að heyra meira. Er Ísland aðili að Evrópusamband­ inu? „Ísland varð aðili að Evrópu­ sambandinu 1. maí 1995,“ svaraði ChatGPT án þess að blikna. I wish. Ég beindi talinu að öðru, svolítið örmagna eftir þessa hol­ skeflu staðreyndavillna. Mig lang­ aði að vita hvort GPT vissi hvernig orkumálum Íslendinga væri hátt­ að. Hvaðan kemur aflið? Jú, mest frá vatnsorku, sagði spjallarinn, en því næst vindorku. „Vindorka er næst stærsta tegundin og var 15% af uppsetta aflinu árið 2021,“ sagði GPT án nokkurra efasemda. Ég horfði hins vegar í gaupnir mér. Hvað gera bændur nú? Einhver þarf að setjast niður með þessu fyrirbrigði og segja því hvað er að frétta. n Íslenska gervigreindin „Sjúkratryggingar Íslands greiða styrki vegna hjálpartækja sem eru til lengri notkunar en þriggja mán­ aða til að auðvelda einstaklingum að takast á við athafnir daglegs lífs. Einkum er um að ræða hjálpar­ tæki til sjálfsbjargar og öryggis og í ákveðnum tilvikum til þjálfunar og meðferðar. Styrkur er ekki greiddur ef hjálpartæki er eingöngu til nota í frístundum eða til af þreyingar (þ. á. m. útivist og íþróttir). Tæki til líkamsæfinga f lokkast ekki undir hjálpartæki skv. þessari reglugerð.“ Svona hefst annar kaf li í reglu­ gerð um styrki vegna hjálpartækja. Samkvæmt reglugerðinni þá inni­ halda athafnir daglegs lífs fatlaðs fólks ekki frístundir eða af þrey­ ingu. Fatlað fólk fær að vera heima hjá sér, stunda nám og vinnu – en guð forði þeim frá því að fara út að hjóla með fjölskyldunni. Íslenska ríkið vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi lög­ festingar samnings Sameinuðu þjóðanna um Réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Í 26. grein samningsins kemur fram að „Aðildarríkin skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir … til þess að gera fötl­ uðu fólki kleift að öðlast og við­ halda sem mestu sjálfstæði, fullri líkamlegri, andlegri og félagslegri getu, ásamt starfsgetu, og að taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins án aðgreiningar.“ Það er greinilegt að gildandi reglugerð um hjálpartæki þver­ brýtur 26. ákvæði SRFF. Fatlað fólk er ekkert frábrugðið fólki almennt. Við erum hluti af fjölbreytileika samfélagsins eins og allir aðrir. Við eigum okkur áhuga­ mál og frístundir. Við þurfum kannski öðruvísi búnað til að geta fengið að taka þátt en sá búnaður kostar margfalt meira en gengur og gerist almennt. Götuhjól í Húsasmiðjunni kostar 59.890 kr. Handknúið hjól til frí­ stunda (ekki keppnishjól) kostar almennt í kringum 700.000 – 1.000.000 kr. Og þá eru ekki teknir inn í myndina þeir hlutar hjólsins sem þarf að sérsmíða vegna mis­ munandi þarfa hjólarans. Til þess að geta farið út að hjóla með f jölsk yldunni þar f fötluð manneskja að borga minnst 640.000 kr. meira en þau sem geta nýtt sér venjuleg hjól. Það er engan veginn réttlátt. Það er enginn að tala um að ríkið eigi að borga allan kostnað við búnað til frístunda. Hins vegar á ríkið að jafna út þennan mismun á einhvern hátt og gera fötluðu fólki kleift að taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins án aðgreiningar. n Réttindi fatlaðra brotin Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir formaður Sjálfsbjargar Guðmundur Steingrímsson n Í dag FRéttablaðið skoðun 924. maRs 2023 FÖsTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.