Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 28
Ég held það megi
greina einhvern
íslenskan kraft í verk-
unum mínum.
arnartomas@frettabladid.is
Stockfish kvikmyndahátíðin fer
nú fram í níunda sinn og stendur
yfir í Bíó Paradís í ellefu daga. Að
hátíðinni koma öll helstu fagfélög
í kvikmyndageiranum á Íslandi og
er ætlað að vera íslenskum kvik-
my ndaiðnaði ly ftistöng bæði
erlendis og innanlands. Fleiri en 25
nýjar kvikmyndir verða sýndar þar
auk fjölda stuttmynda sem taka þátt
í stuttmyndakeppni hátíðarinnar.
En hvað ætlar fólk að sjá?
Hugleikur
Dagsson
grínisti og hand-
ritshöfundur
„A24 hefur ekki
framleitt mynd
hingað til sem
mig hefur ekki
langað til að
sjá. Og Funny
Pages eftir Owen Kline bókstaf-
lega kallar á mig. Hún fjallar um
andfélagslegan strák sem hatar
skólann og langar bara að teikna
myndasögur. Tengi vandræðalega
mikið.
Mig hefur alltaf langað til að
sjá The Shout (1978). Ég er voða
glaður með að Stockfish sé að
fókusa á feril Jerzy Skolimowski
þetta árið því að þá get ég loksins
séð þessa annars frekar óaðgengi-
legu mynd. Þetta er ein af þessum
seventís krípí kukl-hryllings-
myndum þar sem allir klæðast
jarðlitum og djöfullinn felur sig í
skuggunum.“
Rósa Birgitta
Ísfeld
dagskrárgerðar-
kona á Rás 2 og
plötusnúður
„Það eru tvær
myndir sem
heilla mig
kannski alveg
sérstaklega en
þær eru örlítið tengdar því þær
gerast bak við luktar dyr í kvenna-
heimi. Það er myndin 107 mothers
sem gerist í úkraínsku kvenna-
fangelsi og svo myndin Smoke
Sauna Sisterhood frá Eistlandi. Ég
sá einmitt trailerinn fyrir 107 mot-
hers og í einni senu eru konurnar
að naglalakka rautt undir svarta
hæla til að láta skóna vera eins og
Louboutin.
Ég er einnig mikið fyrir drama og
þessar myndir hafa nú þegar farið
sigurför um heiminn en það eru
myndirnar Close og myndin um
asnann EO sem ég hlakka mikið til
að sjá.“
Vivian
Ólafsdóttir
leikkona
„Ég myndi vilja
sjá Medusa
Deluxe, þar sem
ég elska myndir
sem eru mjög
visjúal, litríkar,
helst ýktar og ef
inn í það kemur gott morð og grín,
finnst mér við vera komin með
eitthvað sem gæti aldrei verið
leiðinlegt. Ég er rosalega forvitin
um þessa. Hún notar konsept sem
við höfum séð áður, hinn flókna
hárgreiðsluheim, og ég er spennt
að sjá hvernig morðið fléttist þar
inn í með öllu dramanu og visjúal
skemmtuninni.
Næsta mynd sem ég myndi vilja
sjá er Funny Pages. Ég vil alltaf
hafa húmor og því svartari sem
hann er, því betra. Þessi mynd
lítur út fyrir að vera skemmtileg
þroskasaga drengs, sögð í gegnum
ýkta karaktera og skringilegar að-
stæður með beittum húmor … og
því segi ég: Já, takk!“ n
Hvað ætlar þú að
sjá á Stockfish?
Öll sín fullorðinsár hefur
Arnór Bieltvedt búið á erlendri
grundu, en í huganum er
hann heima á Íslandi þegar
hann stendur með pensilinn
frammi fyrir trönunum.
ser@frettabladid.is
Arnór Bieltvedt opnar sýninguna Á
milli heima á litríkum málverkum
sínum, pensluðum kröftugum
strokum, í listasal Grafíksafns
Íslands í norðanverðu Hafnarhús-
inu í Reykjavík, síðdegis í dag, og
minnir einmitt blaðamann á að það
eru akkúrat tuttugu ár frá því hann
sýndi síðast í sama sýningarsal.
Hann stendur á sextugu – og ævi
kappans hefur verið leit hans að
listinni, alinn upp á Akureyri og í
Reykjavík og hélt strax utan eftir
lokapróf í Verzló 1983.
Hann hefur varla vitað það þá að
að hann myndi ílengjast svo lengi
utan átthaganna á Íslandi. Og sér
fráleitt fyrir endann á því.
Var helst til friðlaus
Þýskaland var fyrsti áfangastað-
urinn þar sem hann lærði tungu
heimamanna og síðar hagfræði í
München og Augsburg, en þaðan
lá leiðin til Providence, skammt frá
Boston á austurströnd Bandaríkj-
anna þar sem hann lærði markaðs-
fræði og nældi sér að lokum í mast-
ersgráðu í stjórnun vorið 1989.
„En ég var helst til friðlaus. Ég
vissi alltaf að ég hafði listina í mér,
hafði verið síteiknandi frá því ég var
gutti heima á Íslandi,“ segir Arnór
og hugsar til baka.
„Faðir minn og bræður tveir hafa
helgað sig viðskiptum og eiga það
allir sameiginlegt að vera athafna-
menn af guðs náð, en hvernig sem
öllu fyrri tíma námi mínu víkur við
hefur bissnessinn aldrei kveikt í
mér,“ segir Arnór og bætir við með
glotti á vör: „Það hefur aldrei verið
nokkur viðskiptavon í mér.“
Fann loksins hilluna
Svo hann lét til leiðast og byrjaði
í kúrsum í listmálun við Rhode
Island School of Design, einn þann
virtasta í Vesturheimi, „og fyrir eitt-
hvert kraftaverk komst ég svo inn í
skólann að lokum,“ rifjar Arnór upp.
„Þessi tímamót voru mikið til-
finningamál fyrir mig,“ viðurkennir
hann hugsi. „Allt í einu var ég kom-
inn á áfangastað. Loksins vissi ég
hvar mín hilla var,“ bætir hann við.
Og tímarnir í listaskólanum voru
á við endurfæðingu. „Hver dagur var
eins og ný byrjun,“ segir Arnór. „Og
ég naut hverrar mínútu í botn.“
Og það er til marks um gæði þessa
skóla að samtíða Arnóri í náminu
voru Laura Owens og Shepard Fai-
rey sem bæði eru orðin heimsfrægir
listamenn.
„Þetta listnám skipti sköpum
fyrir mína framtíð,“ segir Arnór,
sáttur í tali.
Lífið er á milli
Frá austurströndinni lá leiðin til
miðríkjanna, en í borginni St. Lewis
stundaði hann bæði kennslu í list-
málun og frekara nám í faginu í hátt
í áratug, en eftir það flutti hann um
set og hélt enn vestar.
„Ég hef búið í Pasadena í Kali-
forníu síðustu fimmtán ár ásamt
Sefar heimþrána með listsköpun
Arnór í Listasal Grafíksafnsins í Hafnarhúsinu. Verkin segir hann sum hver byrja afstrakt og enda sem fígúratíf, og öfugt. FRÉTTABLAÐIÐ/AnTon BRInk
Arnór nam
myndlist í
Rhode Island
School of De-
sign. „Og ég naut
hverrar mínútu í
botn.“
amerískri konu minni, sem raunar
er af sænskum og þýskum ættum, og
þremur börnum okkar.“
Svo hann er kominn heim, í ein-
hverjum skilningi.
„En hugsa mikið heim til Íslands,
svo til alla daga. En ég sefa heim-
þrána framan við trönurnar – og
ég held það megi greina einhvern
íslenskan kraft í verkunum mínum,
sem eru, eins og nafn sýningarinnar
ber með sér, á milli heima. Þau eru
jafn hlutlæg og þau eru óhlutlæg.
Þau byrja sum hver afstrakt og enda
sem fígúratíf, en svo getur þetta
alveg snúist við, rétt eins og í lífinu
sem er aldrei á einum stað heldur
oftast einhvers staðar á milli.“ n
Sýningin heitir Á milli heima, sem minnir á lífið „sem er aldrei á einum stað
heldur oftast einhvers staðar á milli.“
16 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 24. mARS 2023
fÖSTUDAGUR