Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 24. mars 2023 Mugison stígur á stokk í hádeginu í dag í hátíðarsalnum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Mynd/aðsend jme@frettabladid.is Hvað er betra en að skella sér á ljúfa tónleika í hádegispásunni á fallegum vordegi? Líklega ekkert. Hinni metnaðarfullu Háskóla- tónleikaröð vindur áfram þetta vorið og mun Mugison, öðru nafni Örn Elías Guðmundsson, heiðra eyru og sálartetur hlustenda í dag, föstudaginn 24. mars, klukkan 12.15 í hátíðarsal Aðalbygg- ingar Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin. Fyrir þau sem hafa ekki tök á að fara á staðinn og berja goðið augum eru tónleikarnir einnig sendir út í streymi á livestream.com/hi. Tónlist fyrir öll Mugison þarf vart að kynna en allt frá því hann steig fram full- skapaður með plötunni Lonely Mountain árið 2002 hefur hann átt hug og hjörtu þjóðarinnar. Háskólatónleikaröðin hóf göngu sína með nýjum áherslum haustið 2020 og hafa listamenn af ýmsum toga troðið upp. Umsjónarmaður tónleikaraðarinnar og listrænn stjórnandi er doktor Arnar Eggert Thoroddsen. Að sögn styðst hann við slagorðið „Háskóli fyrir alla – tónlist fyrir alla“ og er myndast við að endurspegla það í dagskránni. Tónleikarnir í dag verða aðgengi- legir á upptökuformi á vefnum hi.is/haskolinn/haskolatonleikar en þar má einnig nálgast upptökur af fyrri Háskólatónleikum. n Hádegistónleikar Háskóla Íslands Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Ingrid Kuhlman og Helga Marín Bergsteinsdóttir hafa lengi starfað saman og kennt fólki að skapa sér sína eigin hamingju. FRÉTTaBLaðIð/eRnIR Hefur skapað sér sitt draumalíf Helga Marín Bergsteinsdóttir bjó í Dúbaí í 15 ár, rak þar fyrirtæki og kenndi námskeið um bætta heilsu og betri líðan. Ísland togaði í hana og þá kynntist hún jákvæðustu manneskju sem hún þekkir, Ingrid Kuhlman. Saman hafa þær deilt boðskapnum um jákvæða sálfræði. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.