Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 10
1982. Einbýli. Húsið lyftir íbúðinni á þrjú gólf. Jarðhæð hulin „mineral" og gróðri. Fyrsta hæð, stofa, sem opnar útsýni út yfir landið.
Þriðja gólfhæð, þak eða regnhlíf hússins, garðstofa.
1985. Ytra borð hinnar innri borgar. Húsin rísa eins og klettabelti og umlykja innri svæði, sem eru sem vin í borginni. Ytra borð er hlað-
ið úr grófum tígul- og hraunsteini. Hér eru syllur og skútar og vex þar gróður. Þegar rignir falla fossar fram af byggingunni.
„En borgin er þaö ker sem mannlífið dafnar í, er
farvegur og mót mannlegs lífs. Sem steinrunnin
mynd viöhorfa okkar er hún mót mannlegra at-
ferla og á því þátt í inntaki skuggans. Maöur get-
ur sagt aö borgin eigi sér sinn eigin skugga,
sem hún varpar á lífsgrundvöllinn, skugga sem
hún ein ber ábyrgö á, en áhrif hans eru engan
veginn bundin mörkum borgarinnar. Inntak
skuggans birtist okkur í mynd borgarinnar, því
viö horfum með öllum þremur víddum okkar á
mynd borgarinnar. Með augunum horfum viö á
efniö, á morgunbirtuna, skugga af formi, steina
og speglun í vatni, en meö andanum sjáum viö
óhagsýni, mengun. Bylgjan sér hlutföll harmón-
íu, en andinn sér ófélagsleg form. Andinn sjálfur
sér inntak og fegurö, sjái hann þaö ekki, dimmir
yfir verunni. Svo eru víxláhrif á milli vídda í ver-
unni, m.ö.o. meö augunum horfum viö á morg-
unljósið, en meö andanum á rifuna á ozon-belt-
inu, bylgjan breytir þessu í tilfinningu. Með aug-
unum horfum viö í djúp vatnsins, á bárurnar
sem berast út flötinn, á sefið og flugurnar, en
meö andanum á mengun, sárindi og hrun. Bylgj-
an breytir því svo í tilfinningu sem hefur áhrif á
andann, og andinn á bylgjuna og bylgja á efnið
og svo til baka o.s.frv.“... ►
8
9