Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 36

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 36
SögueYjcin Viðey Kveikjan að þessum skrifum var reynd- ar önnur. Það er að segja erindi, sem Magnús Magnússon frændi okkar á Bretlandi flutti nýlega á vegum félagsins Minjar og saga um Víkingasafnið í Jórvík á Englandi. Magnús hafði sama dag heimsótt Viðey og skoðað Viðeyjarstofu í endurbyggingu og upp- gröft húsgrunna frá klausturtímanum. Magnús velti þarna fyrir sér hvort í Viðey mætti á einhvern hátt taka mið af Víkingasafn- inu í Jórvík. Þá rifjaðist það upp, að annar eld- hugi og hugmyndasmiður, Trausti Valsson arkitekt, hefði árið 1980 komið með þá skemmtilegu hugmynd, hvort ekki mætti end- urreisa gömlu Reykjavík á eiðinu í Viðey, þar sem því svipaði mjög til kvosarinnar í Reykja- vík fyrr á öldum. Trausti miðaði hugmyndina við árið 1801, en frá því ári eru til mjög góðar teikningar af bænum. Hann lagði til að lóðum yrði úthlutað „upp á nýtt“ og hægt yrði að nýta húsin sem sumarhús. Betra gæti þó verið að fá fyrirtæki til að reisa hvert sitt hús, sem þau merktu sér með litlum skildi og hefðu svo vissan forgang um að fá að halda fundi og vörukynningar úti í Viðey. Með þessu móti gætu margar hendur unnið létt verk. Á síðari árum hafa risið garðar víða um lönd, svokallaðir „theme-parks“, sem ætlað er að draga að ferðafólk. Mest eru þetta skemmti- garðar, sem oft eru þó með einhverjum fróð- leik í bland. Viðey gæti orðið að slíkum garði, þar sem fróðleikurinn yrði aðalatriðið og þem- að saga landsins og fornir atvinnuhættir. Er ekki að efa, að það yrði ungum sem öidnum til ánægju og um leið verulegt aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Þyrfti þá að koma til sam- vinna Þjóðminjasafns og Reykjavíkurborgar, auk þess sem fjölmargir aöilar aðrir gætu lagt hönd á plóginn. Viðey er einstaklega falleg og vel í sveit sett. Nú þegar hefur verið lagður grunnur að fram- tíðarnýtingu eyjarinnar með endurbyggingu Viðeyjarstofu og kirkjunnar. Endurreisn Reykjavíkur frá 1801 á eiðinu í Viðey er svo stóra málið, en margt fleira gæti komið til. Við- ey var löngum þekktust fyrir klaustrið sem þar var. Miðaldaklaustur þyrfti að endurbyggja þarna og ef núverandi undirstöður reynast of nálægt Viðeyjarstofu, þá yrði að byggja það upp í nokkurri fjarlægð. í endurbyggðu klaustr- inu ætti að leggja áherslu á menningarlegan þátt klaustranna í sögu landsins. Einhvers konar skála á höfuðbóli frá 13., 14. eða 15. öld mætti einnig reisa, ef hann gæti borið eitthvert annað svipmót heldur en sögu- aldarbærinn í Þjórsárdal. Þá mætti koma upp 18. eða 19. aldar býli með útróðravör á suð- austurhluta eyjarinnar og sveitabýli frá 1920- 1940 með heyvinnuvélum hestaaldar. Ef eitt- hvað af þeim vélum yrði stundum í notkun og bætt við helstu húsdýrum gæti komið til greina að hafa það á vesturhluta Viðeyjar eða á svo- nefndri Vesturey. Mætti þá einnig gera hlunn- indum í landbúnaði nokkur skil, svo sem æöar- varpi og dúntekju, og viðarfjöru með því að koma nokkrum viðardrumbum fyrir við strönd- ina. Fyrir austan áðurnefnda vör mætti gera skútuöldinni skil með skútu við bryggju og samsvarandi aðstöðu í landi. Við ströndina þar fyrir norðan lægi síðan aldamótatogari við bryggju og viðeigandi stakkstæði í landi. Þar mætti einhver gjarnan sólþurrka saltfisk. Þegar hér er komið sögu má Ijóst vera, að í eyna vantar ekkert annað en Árbæjarsafnið til viðbótar. Sverrir Sch. Thorsteinsson jarð- fræðingur hefur komið með tillögu í Umhverf- ismálaráði Reykjavíkur um flutning safnsins út í Viðey. Vissulega mundi flutningurinn kosta mikið fé, en hægt væri að standa að honum á mörgum árum. Safnið mundi einnig stækka um leið og húsum yrði smám saman bætt við. Undirritaður hefði ekki á móti því að timbur- húsin við Lækjartorg, á horni Austurstrætis og Lækjargötu, yrðu þeirra á meðal. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.