Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 45
1974 Hugmyndin um aö laga
framtíðarbyggð að náttúrufarsfor-
sendu landsins. Helsti hvati aö þessari
hugmynd var Vestmannaeyjagosið(1973) sem
benti á að forðast þyrfti að þróa byggð á
hættulegustu svæðum, og við þyrftum að
reyna að beina framtíðarbyggð inn á svæði þar
sem nægan jarðhita er að fá.
1975 Hugmyndin um að búa til ís-
landsskipulag. Fyrrgreindar bollalegging-
ar um svæðanotkun og þörfin á að vita um
áætlaö framtíðarvegakerfi (vegna þjónustumið-
stöðva, staðsetningar skóla o.s.frv.) leiða
menn að þörfinni á að skipulag sé til sem sýni
helstu línur í æskilegri framtíðarþróun.
1976 Hálendisvegakerfið. og þessar
stystu leiðir eru beint yfir miöju landsins.
1977 Þjónustukjarni á miðju land-
inu (Háborg). Eins og sést á meðfylgjandi
mynd skerast hálendisvegir á eðlilegan hátt við
miðbik landsins. Par er eðlileg staðsetning
Þjónustumiðstöðva ef hálendisvegirnir koma.
1979 Kortlagning náttúrufarsfor-
sendna með glæruaðferð. Teiknuö er
glæra fyrir hverja forsendu, á þann hátt að
bestu aðstæður eru dekkst skyggðar. Með því
að leggja glærunar saman kemur út sjónrænt á
hvaða svæðum margar góðar byggðaaðstæður
(t.d. nægt heitt vatn, kalt vatn og bygginga-
möl) koma saman. (Unnið með styrk frá CCMS
i Brussel).
1980 Infrastrúktúrar fylgi að
bnestu leiðum hálendisveganna
(l.d. síma- og raflínur). Með þessu er hægt að
halda stórum svæðum frjálsum og auðveldara
aö komast aö línum til víögerða.
1982 Búa til stóra fólkvanga. Þrátt
fyrir hálendisvegi væri hægt að tryggja mjög
stór ósnortin öræfasvæði (hvert um sig mörg-
um sinnum stærra en Reykjanesskaginn).
1984 Að stefna að stórum þjón-
ustukjörnum í öllum landshlutum.
Framtíðarkröfur um hækkandi þjónustustig
kalla á stóra kjarna. Þar sem hálendisvegirnir
tengjast hringveginum er hagstæðasta stað-
setning slíkra kjarna út frá umferð (sjá kortið).
1987 Að stefna að miðsóknar-
stefnu í byggðaþróun. Þegar fiskiskip
voru smá var þörf á að vera sem næst fiskin-
um. Þetta var miðflóttaafl sem teygöi byggð út
á ystu annes. Með þessu dreifðist byggðin á
175 þús. km2 flöt en með miðsóknarstefnu
þyrfti minna en helmingi minni flöt. - Sjá fer-
hyrnda reitinn á kortinu. - (Kynnt í ritinu „Hug-
Mynd þessi sýnir hugmyndina að
hálendisvegakerfi. Þar sem há-
lendisvegirnir tengjast hringvegin-
um eru eðlilegar héraðsmiðstöðv-
ar framtíðarinnar (merktar með
bókstöfum á myndinni).
mynd að fyrsta heildarskipulagi íslands",
1987).
1988 Reistar verði þrjár þjónustu-
miðstöðvar eða fjallahótel (við Búr-
fell, Fjórðungsöldu og Snæfell). Ef vetraropnun
hálendisvega á að koma til framkvæmda þarf
Vegagerðin að öryggisstöðvar fyrir ferðalanga.
Hægt er aö nota þær sem fjallahótel að vori,
sumri og hausti. Fjallahótelið við Snæfell má
hugsanlega reisa sem varanlegar vinnubúðir
þegar ráðist verður í Fljótsdalsvirkjun. ■
43