Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 55

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 55
„Kjarnastefnan" Myndin sýnir þróunarsvæðin og aðra mikilvæga athafnastaði, sem rætt er um í greininni. örvamar eiga að tákna, hvert eðlilegast sé Undanfarna áratugi hafa margir velt því fyrir sér hvernig mætti best tryggja byggö í öllum landshlutum og stuöla aö raunhæfri byggðastefnu. Fyrir réttum aldar- fjóröungi setti Valdimar Kristinsson fram til- lögu um þróunarsvæöi á íslandi í grein (Fjár- málatíðindum. Þessar tillögur fjalla um þaö hvernig hafa megi jákvæö áhrif á þróun byggö- arinnar í landinu með því að tryggja „þrótt- mikla byggö í öllum landshlutum án þess aö hamla gegn hagvextinum". Slík byggö tæki „jafnframt sem mest tillit til óskanna um stöö- ugt bætta þjónustu í samræmi við nútíma hugsunarhátt og lífsskilyröi". Margt af því sem Valdimar ritaöi um byggöa- þróun á þessum tíma er í fullu gildi í dag. ( upphafi greinar sinnar segir hann: „Nútíma at- vinnuhættir miðast aö verulegu leyti við þétt- býli í einhverri mynd og hina margvíslegu þjónustu, sem þaö hefur upp á aö bjóöa, enda er ýmiss konar starfsemi útilokuö nema í borg- um, og þarf stundum stórar borgir til. Til þess aö byggja upp nútíma þjóðfélag var (slending- um því nauðsynlegt aö eignast nokkuö stóra borg, en fámenni þjóðarinnar hefur hingaö til ekki leyft uppbyggingu nema einnar raunveru- legrar borgar. Áhrifin frá borgarmynduninni í Reykjavík hafa oröið til þess, aö á Suðvesturlandi hefur myndast eins konar þróunarsvæði. Stór mark- aður hefur dregið til sín hvers konar iðnfyrir- tæki og þjónustu, og landbúnaðarhéruðin í ná- grenninu hafa dafnað. Allt svæöið fær orku frá sömu orkuverum, og margt annað er sameig- inlegt. Samgöngur eru hvergi betri á landinu, og þar meö eru skapaðar aðstæöur fyrir meira eöa minna sameiginlegan vinnumarkaö, sam- eiginlega heilbrigðisþjónustu og sameiginlegt menningar- og skemmtanalff. Reykjavík og ná- grenni hefur aö sönnu vaxið langörast, en staðir í nokkurri fjarlægö hafa einnig dafnaö vel. Staöir eins og Akranes, Borgarnes, Hvera- gerði og Selfoss njóta þess allir að vera í ná- lægö Reykjavíkur og vera á sjálfu þróunar- svæðinu. Sé þetta þróunarsvæöi, er hefur Reykjavík sem kjarna, talið ná frá ofanverðum Borgarfiröi út á Reykjanes og austur undir Eyjafjöll, þá búa nær 2/3 hlutar landsmanna á svæöinu. Sú staðreynd þykir mörgum ugg- vænleg vegna þeirra áhrifa, sem þetta hefur haft á aörar byggðir landsins, en á hinn bóginn verður aö taka tillit til þess, hve þjóðfélagið hefur hagnast mikiö á þessari þróun: þéttbýli og stóran markað var nauðsynlegt aö skapa. Hagstæð áhrif þéttbýlis sjást í Reykjavík og ná- grenni hennar, og þá fyrirmynd þarf að nota annars staðar á landinu. En útilokaö er aö stuðla aö myndun verulegs þéttbýlis í hverju héraöi. Til þess myndi skorta fólk, fjármuni og ýmiss konar aðstöðu. Eina leiðin til að tryggja góðan árangur hlýtur því að vera sú að stuðla að alhliða uppbyggingu ákveðinna svæða, þar sem reynsla og rannsóknir sýndu, að skilyrði væru best. Þannig myndist þróunarsvæði með ákveðnum kjarna og öðru þéttbýli, eftir því sem aðstæöur segja fyrir um. „Meginhluti nýrra atvinnuhátta og annars nútímalífs miðast við þéttbýli, eins og rætt hefur verið um hér að framan. Aðaláhersluna verður því að leggja á þá kjarna, sem þéttbýlið myndar. Og í þessu sambandi ber að hafa í huga að vissulega er ekki nóg aö sjá fólkinu fyrir frystihúsum og síldarverksmiðjum til að halda uppi mikilli at- vinnu og háum tekjum: það verður einnig að hafa góð tækifæri til að eyða aflafénu í sam- ræmi við kröfurnar um stöðugt bætt lífsskil- yrði." (grundvallaratriöum voru þessar tillögur Valdi- mars fólgnar í því aö sérstök áhersla yröi lögð á að efla tvö þróunarsvæði á (slandi, Reykjavík og Akureyri ásamt aöliggjandi byggð. Valdimar benti á aö önnur þróunarsvæði á (slandi hlytu að verða mun einhæfari og byggjast að mestu á útgerð og skyldum iðnaði, þótt þau þyrftu að að sækja ýmiss konar þjónustu, eftir að þéttbýliskjamamir hafa þróast frekar. sjá fyrir margs konar þjónustu á sviði verslun- ar, samgangna, heilbrigðismála, menntunar og skemmtanalífs, eins og frekast væri unní. „Þéttbýlismiðstöðvar eru því nauðsynlegar, og góðar innbyrðis samgöngur eru undirstaða þess, að yfirleitt nokkurt þróunarsvæði mynd- ist.“ Auk þessara tveggja þróunarsvæða, Reykjavík- ur og Akureyrar, taldi Valimar æskilegt að efla fjögur önnur þróunarsvæði: 1. Miðhluta Vestfjaröa 2. Norðurhluta Austfjarða 3. Norðurhluta Snæfellsness 4. Vestmannaeyjar. Ennfremur væri um aö ræða fjóra staði, sem kalla mætti mikilvæga athafnastaði og rétt væri að efla, þetta voru: Vatneyri/Sveinseyri við Pat- reksfjörð, Blönduós/Höfðakaupstaður, Raufar- höfn og Höfn í Hornafirði (sjá mynd). Þessar tillögur Valdimars fengu í upphafi góð- ar undirtektir, enda eru þær athyglisverðar um margt. Þær hlutu samt fljótt nafnið „Kjarna- stefnan“ og andstöðu þeirra sem töldu sig ut- an væntanlegra kjarna. „Ef við erum ekki í væntanlegum kjarna,“ var viðkvæðið, „þá hljót- um við að vera hisrnið!" Þó benti Valdimar á að utan þeirra sex þróunarsvæða og fjögurra athafnastaða sem hann lagði til að væru efldir byggju innan við 10% þjóðarinnar. Hugmynd Valdimars var sú aö ef mönnum þættu þessar hugmyndir athyglisverðar þyrfti að mynda vinnuhópa sérfræðinga til að undirbúa þetta mál og fylgja því eftir. Af því varð þó ekki. Samstaða náðist ekki meðal stjórnmálamanna um að fylgja slíkri samræmdri stefnu. Fé sem hugsanlegt hefði verið að verja til þess að framkvæma „kjarnastefnuna" dreifðist um allt land og fólksflóttinn til höfuðborgarsvæðisins hélt áfram. ■ Gestur Ólafsson 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.