Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 58

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 58
FRÁ SKIPULAGI RÍKISINS SKIPULAG RÍKISINS SO ÁRA Fyrstu skipulagslög á íslandi voru sett 27. júní 1921. Eftirlit með framkvæmd þeirra hafði skipulagsnefnd ríkisins sem stofnuð var sama ár og skipuð var þremur mönnum, þ.e. vega- málastjóra Geir Zoéga, húsameistara ríkisins Guðjóni Samúelssyni og Guðmundi Hannes- syni prófessor í heilbrigðisfræðum. Meðferð skipulagsmála breyttist mikið við setningu lag- anna. Skipulagsnefndin vann bæöi að gerð skipulagsáætlana og hafði eftirlit með því aö skipulagi væri framfylgt. Fyrsta staðfesta skipulagið sem skipulagsnefnd ríkisins gekk frá var skipulag ísafjarðar árið 1927. Á næstu árum var unniö mikið starf við skipulagningu þéttbýlisstaða en samkvæmt lögunum frá 1921 voru allir staðir með 500 íbúa eða fleiri skipu- lagsskyldir. Stærsta viðfangsefni skipulags- nefndarinnar var Skipulag Reykjavíkur en það var fullgert 1927. Það skipulag var að vísu ekki staöfest en hafði mikil áhrif á mótun bæjarins. Eftir því sem árin liðu og íbúum þéttbýlisstaða fjölgaði urðu æ fleiri staðir skipulagsskyldir og verkefni skipulagsnefndarinnar þannig fleiri. Stefán Thors skipulagsstjóri ríkissins og Zóphónías Pálsson fv. skipulagsstjóri sem enn starfar við embættið. Árið 1938 voru sett ný skipulagslög og með þeim urðu verulegar breytingar á meðferð skipulagsmála. Samkvæmt þeim var nefndinni heimilt að ráða fastan starfsmann sem yrði framkvæmdarstjóri fyrir störfum hennar. Þar meö var embætti skipulagsstjóra ríkisins stofn- að. Jafnframt var nefndinni tryggður sérstakur tekjustofn. Þá var eftirlitsvald nefndarinnar aukið og ákvæðum um skipulagsskyldu breytt þannig að allir staðir með 200 íbúa eða fleiri urðu skipulagsskyldir. Þá tók vitamálastjóri sæti kennara í heilbrigðisfræðum í nefndinni. ( staðinn var henni heimilt að kalla til ráðunaut í heilbrigðismálum. Hörður Bjarnason fyrsti skipulagsstjori ríkis- ins. Fyrsti skipulagsstjóri ríkisins var Hörður Bjarnason arkitekt og gegndi hann því starfi til 1954. Þá var Zóphónías Pálsson mælingaverk- fræðingur ráðinn til starfsins og gegndi hann því til 1985. Það ár tók Stefán Thors arkitekt við starfi skipulagsstjóra. Fyrstu árin var emb- ættið til húsa í einu herbergi f Arnarhváli en flutti síðar í tvö herbergi í Þjóðleikhúsinu. Það- an flutti starfsemin í skrifstofuhúsnæðið að Borgartúni 7. (febrúar síðastliönum flutti emb- ættið að Laugavegi 166. Nú vinna þar 12 starfsmenn auk skipulagsstjóra. Núgildandi skipulagslög eru frá 1964 (19/1964 með síðari breytingum og viðbótum 25/1972, 42/1974 og 31/1978). Með þeim var stofnun skipulagstjórnar ríkisins ákveðin. Verkefni hennar er m.a. að vera opinberum aðilum til ráðuneytis um allt sem skipulagsmál varðar og fara með stjórn skipulagsmála eftir því sem segir í skipulagslögum. Skipulagsstjóri fer síð- an meö framkvæmdir í skipulagsmálum sam- kvæmt lögunum. Þess má geta, að í tilefni af 50 ára afmæli embættis skipulagsstjóra er nú unnið að gerð myndbands um skipulagsmál. Salvör Jónsdóttir 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.