Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 61
Vestnorden — sameiginlegt verkefni landonna
aö var á samnorrænni ráðstefnu um
skipulagsmál, „Nordisk planmode",
sem haldin var í Reykjavík árið 1984,
að hugmyndin kom fyrst fram um samstarf og
umræður um skipulagsmál á milli þjóðanna í
út-norðri. Á sameiginlegum fundi íslenskra,
færeyskra og grænlenskra arkitekta og skipu-
lagsfræðinga var rætt um innihald og markmið
skipulagsmála þessara landa. Mönnum þótti
sem ráðstefnan fjallaði í einu og öllu um skipu-
lagsmál sem sérstaklega vörðuðu Danmörku,
Noreg, Svíþjóð og Finnland og þótti því ástæöa
til að bæta um betur og hefja einhvers konar
samstarf innbyrðis, sem tæki meira mið af
þörfum þessara þjóöa.
Grænlendingarnir, sem voru sérlega áhuga-
samir um að samstarfsverkefnið færi sem fyrst
af stað, komu með eftirfarandi verkefnislýs-
ingu:
1. Uppbygging skipulagskerfisins
í þessum verkþætti skyldu fulltrúar hvers
einstaks lands kynna uppbyggingu og aðal-
áherslur í skipulagsmálum í sínu landi, til
dæmis sambandið á milli hinna mismunandi
skipulagsgerða og gildi þeirrar sundurgrein-
ingar. I þessu sambandi skyldi einnig litiö á
samhæfingu efnahagslegrar og eölisrænnar
skipulagningar. Loks skyldi rætt um sameigin-
lega reynslu og hugsanlegar lausnir á hinum
ýmsu vandamálum.
2. Sambandið á milli ríkis og
sveitarstjórna
Reynslan af heildarsamræmingu í skipulags-
málum og forsvaranlegur grundvöllur fyrir
sjálfstæðu sveitarfélagi. Hvar eiga markalínur
skipulags aö vera í þessu sambandi og í hvaöa
röð á að skipa viðfangsefnunum niður?
3. Um áhrif almennings á
ákvarðanatöku
Opinberar umræður um ýmiss konar skipu-
lagsmál. Hvað er gert í þessum efnum og á
ekki að stefna að auknu lýðræði á þessu sviði?
4. Skoðanaskipti í framtíðinni
Lagt er til að samstarfið haldi áfram eftir að
þeásu sérverkefni sleppir, innan ramma Norð-
urlandaráðs og Vestnorræna samstarfsins.
Þessi málaflokkur er mjög viðamikill og marg-
þættur. Nú þegar hefur mikil vinna verið lögð í
aukið samstarf í ferðamannaþjónustu og iön-
aði, auk þess sem tungu- og menningarmál
hafa verið mun betur kynnt heldur en áður var.
Öll þessi atriði voru samþykkt í meginatriöum.
Verkefnið hófst í júni árið 1987. Aðalmarkmiö
þessa verkefnis var í upphafi að fjalla fyrst og
fremst um atvinnu- og menningarmál, en
skipulagsmálin hafa orðiö mjög afgerandi þátt-
ur I verkefninu þegar á hefur reynt og málin
betur rædd. Ljóst er að margt er líkara með
aðstöðu þessara þjóða heldur en með öðrum
Norðurlöndum, mætti í þessu sambandi nefna
fámenni, hliðstæður í atvinnulífi, tiltölulega erf-
ið veðurfarsleg skilyrði, samgöngur og vissa
einangrun frá umheiminum.
Þeir sem til verkefnisins völdust voru aðilar
sem annað hvort vinna við skipulagsmál eða
byggðarannsóknir/atvinnumál í viðkomandi
löndum. Fljótlega var ákveðið að velja ákveðin
sveitarfélög í hverju landi og gera eins konar
samanburð á stööu þeirra. Færeyingar völdu til
skoðunar Klakksvík og Þvereyri, Grænlending-
ar völdu Holsteinsborg og Jakobshavn, en (s-
lendingar völdu Eskifjörö og Neskaupstað.
Saman feröuðust þátttakendur til þessara
staða og fengu upplýsingar um ýmsa þá þætti
sem eru einkennandi fyrir hvert sveitarfélag.
Þessi sveitarfélög eru nokkuð mismunandi
stór en eiga það hins vegar öll sameiginlegt aö
í þeim eru sjávarútvegur og fiskveiðar áberandi
mikilvægustu atvinnuvegirnir. Það var mjög
áhugavert að rannsaka sögulegan feril þessar-
ar byggðarlaga; samhengið á milli atvinnuþró-
unar annars vegar og hins vegar byggöaþróun-
ar. Á seinni tímum fara síðan ýmiss konar fé-
lagslegir þættir að gegna stærra hlutverki, auk
þess sem bættar samgöngur breyta hugarfari
manna, beint og óbeint, og stuðla að auknu
vali um búsetu og störf. Ýmsir fleiri þættir
koma einnig til, svo sem aukin tækni í at-
vinnurekstri, markviss byggðastefna, ástand
efnahagsmála í þjóðfélaginu sem heildar og
landfræðilegar aðstæður á hverjum staö. Fær-
eyingar og Grænlendingar sýndu verkefninu
sérstakan áhuga, hvað viðvíkur skipulagsmál-
um, enda stendur til að gera þar breytingu á
lögum og reglugerðum á þessu sviði, eins og
unníð hefur verið að hér á íslandi. Þau lög og
reglugerðir sem nú gilda í þessum löndum eru
meira og minna ættuð frá Danmörku og eru að
ýmsu leyti utan viö það samhengi sem þeim er
ætlað.
Nú er í gangi úrvinnsla á þeim gögnum og
upplýsingum sem safnað hefur verið og er
áætlað að samræmd skýrsla sjái dagsins Ijós
haustið 1988. Við sem að þessu höfum starfað
vonumst til að eitthvað bitastætt komi fram,
sem getur komið að gagni fyrir þá sem með
þessi mál fara. Jafnframt teljum við að æski-
legt væri í framtíðinni að verja meiri tíma og
fjármunum í ýmiss konar samstarfsverkefni af
þessu tagi, ef vel tekst til nú.
Benedikt Björnsson
59