Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 62
Sumarbústaðir
Málsmeðferð vegna umsóknar um
byggingarleyfi
Hjá Skipulagi ríkisins er verið að vinna
að úttekt á sumarbústaðamálum.
Unnið er aö gerö leiðbeiningarrits
sem sérstaklega er ætlað sveitarstjórnarmönn-
um og hönnuðum. Áætlað er að leiöbeiningar-
ritið komi út í byrjun árs 1989.
Kynna þarf það, aö ekki er hægt aö reisa bygg-
ingar utan skipulagðra svæða án leyfis tilskil-
inna aðila, og auka þarf skilning á mikilvægi
þess, að föstum tökum sé tekið um staðsetn-
ingu og útlit sumarbústaða. Mikilvægastar til
áhrifa á sumarhúsabyggðir eru sveitarstjórn-
irnar. Því miöur verður þess vart að suma
sveitarstjórnarmenn skortir þekkingu á mikil-
vægi starfs síns. Ekki er verið að ræða um að
setja þurfi fleiri hömlur eða höft á. Það þarf
betri vinnubrögð. Með skipulagðri staðsetn-
ingu og réttri meðhöndlun umhverfis er hægt
að hindra að upp rísi hverfi bústaða er mest
minna á kartöflukofahreysi.
Þar sem ekki er fyrir hendi samþykkt skipulag
og taka á landsvæði undir sumarbústaði þarf
að leita umsagnar jarðanefndar, heilbrigðis-
nefndar, Náttúruverndarráðs og samþykkis
sveitarstjórnar og skipulagsstjórnar ríkisins.
Málsmeðferð er þannig að umsækjandi sækir
um byggingarleyfi til sveitarstjórnar. Sveitar-
stjórn ber síðan að óska eftir tilskildum um-
sögnum frá jarðanefnd og heilbrigðisnefnd.
Hér er mælt með að byggingarnefnd sé kynnt
erindið. Sveitarstjórn sendir síðan erindið Nátt-
úruverndarráði og skipulagsstjórn ríkisins.
Náttúruverndarráð veitir skipulagsstjórn um-
sögn sína, en hún fjallar um erindið, skilar um-
sögn um það og veitir samþykki sitt.
Byggingarnefnd er ekki heimilt aö veita leyfi
fyrir byggingum áður en þessar umsagnir og
samþykki liggja fyrir. Með umsókn um bygg-
ingarleyfi fyrir sumarbústað eða sumarbú-
staðahverfi þarf að fylgja skipulagsuppdráttur í
mkv. 1:1000 sem sýnir aðkomu frá þjóðvegi,
lóðamörk og lóðastærð landspildunnar. Fram
þurfa aö koma byggingar í nágrenni, vatnsból
og hvernig aflað verði drykkjarvatns og háttað
frágangi við frárennsli. Viö skipulagningu sum-
Ferill umsóknar um byggingarleyfi vegna byggingar sumarbústaða.
Dæmi um útlitsteikningu sumarbústaðar.
Dæmi um skipulagsuppdrátt þar sem erfitt er að átta sig á staðháttum.
60