Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 64
Skipulagssamkeppni í Fífuhvammslandi
Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveöiö aö efna til
samkeppni um skipulag Fífuhvammslands. Hér
er um aö ræöa u.þ.b. 160 ha. svæði austan
Reykjanesbrautar og norðan Arnarnesvegar.
(dómnefnd hafa verið valin: Ólöf Þorvaldsdótt-
ir, formaður, Kristinn Ó. Magnússon og
Richard Björgvinsson frá Kópavogsbæ og arki-
tektarnir Guðrún Jónsdóttir og Hróbjartur
Hróbjartsson frá Arkitektafélagi fslands.
Keppnisgögn verða tilbúin í haust.
“Winter cities“ - á íslandi?
Er „Winter cities" hugtak skipuleggjenda á
norðlægum slóðum til að hægt sé að borða
banana undir pálmatrjám eða stunda skauta-
ferðir á tjörnum?
Dagana 23.-25. september næstkomandi verð-
ur haldin ráöstefna á Akureyri þar sem umræð-
an mun einkum snúast um:
- Umhverfi og útivist í bæjum á norðurlóðum.
- Græn svæði skipulag, hönnun og rekstur.
Markmiðiö með ráðstefnunni er aö miðla hug-
myndafræði úr ýmsum áttum til þeirra sem
vinna við skipulag bæja og sveitafélaga, aðila
sem vinna viö hönnun og rekstur útivistar-
svæöa að ógleymdum stjórnendum bæjar- og
sveitarfélaga.
Hugtökin umhverfi og útivistarsvæði verða
skoðuð frá ólíkum sjónarhornum.
Peir sem standa fyrir ráöstefnunni eru: Félag
íslenskra landslagsarkitekta og Umhverfisdeild
Akureyrarbæjar í samvinnu við Skipulag ríkis-
ins.
Dagskráin er fjölbreytt eins og sjá má á eftir-
farandi upptalningu:
Föstudagur 23. september:
• Setning ráðstefnu. Sigfús Jónsson bæjar-
stjóri Akureyrar
• Kynning Finns Birgissonar á aðalskipulagi
Akureyrar
• Opnun sýningar og kynningar á ýmsum
skipulagsverkefnum.
Laugardagur 24. september:
■ Sven Ingvar Andersson prófessor viö Lista-
akademíuna í Kaupmannahöfn fjallar um úti-
vistarsvæði í bæjum (livet i byene). Honum er
sérstaklega boðið hingað til lands í tilefni
ráðstefnunnar.
■ Umhverfismál í stjórnsýslu bæjar- og sveitar-
félaga.
Einar E. Sæmundsen garðyrkjustjóri Kópavogs
Hallgrímur Guðmundsson sveitarstjóri Höfn
Hornafirði
• „Winter Cities". Þorvaldur S. Þorvaldsson
forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur
fjallar um hugtakið
• Útivistarskógar. Hallgrímur Indriðason skóg-
fræöingur fjallar um útivistarskóga og í fram-
haldi af því veröur farið í vettvangskönnun um
skógræktarreiti í Eyjafirði.
■ Kvöldverður og skemmtun ráðstefnugesta.
Sunnudagur 25. september:
• Skoöunarferð um Lystigarðinn á Akureyri
undir leiösögn starfsfólks Náttúrufræðistofn-
unar Noröurlands.
Ferðaskrifstofa Akureyrar mun gefa upplýsing-
ar og annast skráningu ráöstefnugesta. Að
sjálfsögðu verður boöið upp á hagstæðar
pakkaferðir. Ráðstefnan verður auglýst nánar í
fjölmiðlum og með bréfum.
Undirbúningsnefnd skipa: Árni Steinar Jó-
hannsson garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar og
landslagsarkitektarnir Auður Sveinsdóttir, Ein-
ar E. Sæmundsen og Þráinn Hauksson.
62