Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 65

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 65
Minnisvcirði heitci votnsins Arkitekt: Ingimundur Sveinsson Verkfrœðingar: Fjarhitun h/f Rafteikning h/f Byggingaraðili: Hitaveita Reykjavíkur Efst á Öskjuhlíöinni munu standa 6 silfurlitaöir hitaveitugeymar og ofan á þeim speglandi hálfkúla úr gleri: „Minnisvarði heita vatnsins", „lýsandi perla“, eöa „yfirbyggður aldingarður", vetr- argarður sem heita vatnið hefur skapað. Þetta mannvirki sem er í byggingu efst á Öskjuhlíð- inni er allsérstætt að mörgu leyti. Þyrping hitaveitu- geyma með sín ávölu form efst á grasi gróinni öskjuhlíðinni myndar mjög sérstakt kennileiti í borgarmyndinni. Gleryfirbyggingin, sem sækirform sitt til ávalrar hlíðarinnar, á sér enga hliðstæðu í byggingarlist (slendinga. Það er líka mjög sérstætt að byggt sé hús sem minnisvarði og allt, sem í því er, sé tengt því. En hvers vegna er þetta mannvirki byggt? Við höf- um jarðhitanum mikið að þakka með tilliti til legu landsins á þessum norðlægu slóðum. Jarðhitinn hefur gert okkur kleift að njóta margra þeirra þæg- inda sem við eigum við að búa í dag. Borgin hefur komið upp Hitaveitu Reykjavíkur til þess aö virkja þessa orku í formi heits vatns. Hitaveitugeymarnir á Öskjuhlíð eru því tákn um sérstöðu okkar íslendinga með tilliti til heita vatnsins, sameiginlegt átak borg- arbúa sem þurfti til að virkja það og Hitaveitu Reykjavíkur sem framkvæmdi það. Þessu verki er að mestu lokið í dag þar sem hitaveitukerfið nær yf- ir allt höfuðborgarsvæðið. Tími var kominn til að endurnýja hitaveitugeymana á Öskjuhlíð og þótti því tilvalið tækifæri að kóróna verkið með minnisvarða yfir heita vatnið. ► 63

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.