Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 72
INNRETTINGAR TVEGGJA
VEITINGAHÚSA
Á þessum síðum er fjallað um tvö ný-
leg veitingahús í Reykjavík, sem eru í
uppbyggingu með tvennum nokkuð
ólíkum hætti. Annars vegar LÆKJAR-
TUNGL, þar sem Nýja bíó var áður til
húsa. Veitingahúsið er því aðlagað
eldra húsnæði, þar sem önnur starf-
semi fór fram. Hins vegar er HÓTEL
ÍSLAND, sem frá upphafi er hannað
sem veitingahús.
Hótel ísland
Glaumbæjarstemmning
Viö sem munum Glaumbæjarárin og
röltiö um rangalana milli hæöa í enda-
lausri von um aö rekast á þessa eilífu
einu, helst í þrönga hringstiganum, finnum til
svolítillar samsvörunar á Hótel Island, því ef
betur er að gáö er skipulagið ekki ólíkt í að-
alatriöum.
Tilfinningin aö sitja uppi á svölum og horfa
niður á dansgólfiö er kunnugleg svo og hring-
leiðirnar sem leggja má í, - þröngi hringstiginn
er líka þarna einhvers staöar. Noröursalurinn
efst uppi, meö sérstöku dansgólfi og bar, á
sína samsvörun viö efstu hæöina uppi viö þak í
Glaumbæ.
Hótel ísland rúmar um 2.500 manns, þar af
um 1100 matargesti. Auk þess aö þjóna sem
veitingahús var jafnframt ætlaö aö það nýttist
sem leikhús aö vissu marki. „Arena" - form
rýmisins í heild hentar því ágætlega, en aö-
stöðu- og plássleysi aftan viö sviðið (dansgólf-
iö) hlýtur aö þrengja aö þeirri starfsemi, eins
og víða í samkomuhúsum hérlendis, t.d. fé-
lagsheimilunum úti á landi. Líklega er svo sál
staöarins nær dansleiknum en leiklistinni, ein-
hverra hluta vegna.
Innréttingarnar
Um innréttingarnar er þaö helst aö segja aö
þær eru sjálfar nokkuö látlausar, enda er marg-
stallað form rýmisins þannig aö miklar skreyt-
ingar eöa sterkir litir hefðu haft truflandi áhrif.
Betra er aö ná þeim áhrifum meö Ijósunum,
eins og gert er. Messinghandriö eru í öllum
sölum og setja í einfaldleik sínum mestan svip
á staðinn í heild og tengja salina vel saman.
Eins og sést á myndunum er þó leikið ögn
meö form í útfærslunni, sem gefur þeim svolít-
inn lífsneista, ólíkan þeim líflausu rörum sem
sjást í nútímahönnun.
Þegar fariö er aö rýna í loft og veggi fer ekki
hjá því aö manni blöskri þau ósköp af tækja-
búnaði fyrir hljóö og Ijós, reyk og lasergeisla,
sem þekur alla fleti. En þetta er ólíkt á aö horfa
þegar húsiö er tómt og þessi svörtu tækjatröll
sofa eöa þegar fjöriö stendur sem hæst og þau
spúa öll sínum skilaboðum yfir löandi mann-
hafið á fullum dampi. Þannig verkar þessi bún-
aöur eðlilegur í sínum rétta ham, þótt eflaust
hafi sett hroll aö arkitektunum aö setja þessi
ósköp inn á fallegu útlitsmyndirnar sínar.
Hönnuöur hússins er Halldór Guömundsson
arkitekt á Teiknistofunni hf. Ármúla 6 og aö-
stoðarmaöur hans Bjarni Snæbjörnsson arki-
tekt.
70