Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 75

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 75
Lækjartungl Hlutverkaskipti húss Lækjartungl er dæmi um staö þar sem átt hafa sér staö hlutverkaskipti húss. í húsinu var Nýja bíó lengst af og eru innréttingar þess notaðar aö nokkru leyti. f salnum niðri (almenn sæti) hafa bekkirnir veriö fjarlægðir og þar komiö fyrir bar og dansgólfi. Á svölunum eru svo gerðir pallar þar sem komið er fyrir setkjörnum og börum, en þaðan má sjá yfir dansgólfið á svið sem nú er framan við bíótjaldið. Forsalurinn, þar sem menn sötruðu kókið í hléum, er að miklu leyti óbreyttur. Bar hefur verið komið þar fyrir, en græni veggmarmarinn og glermyndirnar fá að njóta sín óbreytt áfram sem betur fer. Baö skemmtilega við innréttinguna er nefnilega aö sjá gömlu hlutina í nýju hlutverki. Sumum kann þó e.t.v. aö þykja skjóta nokkuð skökku við að sjá þessar fínlegu glermyndir og önnur „raritet" innan um tiltölulega billega smíðaða spónaplötubari, en þó verður að segjast að nokkuð vel hafi tekist til um allt skipulag. Reyndar sakna ég þess svolítið að sjá ekki enn frekar útfærða þá bíóstemmningu, sem ennþá er til staðar I húsinu. Þetta hefði mátt gera með ýmsum gömlum munum frá bíóheimin- um, svo sem kvikmyndavélum, plakötum o.þ.h. Gömlu bíóbekkirnir eru þó notaðir áfram og mynda setkjarnana á svölunum og eru þeir með þeim sérkennum bíó- og leikhússtóla að spretta upp, þegar maöur stendur upp. Þetta er annars mjög plásspraktískt og mætti e.t.v. nota þessa brellu víðar þar sem bæði er gengið um og setiö. Merkingar og númeringar er og víða aö finna og minna á eldra hlutverk húss- ins. Innréttingarnar I Nýja bíó voru um 40 ára gamlar og var mjög til þeirra vandað á sinni tíð. En rekstrarform bíóhúsa hefur breyst mik- ið I seinni tíð og þar með úreltist form hússins til bíóreksturs, þótt innréttingarnar sem slíkar standi fyrir sínu. Pað er oft eftirsjá aö gömlum innréttingum. Bíóhús voru líka oftast þannig innréttuð að þau endurspegluðu vel stíl og tíðaranda síns tíma. Má þar t.d. nefna spútnik- stíl Laugarásbíós, sem þótti mjög sérstæður á sínum tíma. Þaö er skemmtilegt að reyna að halda í þessa gömlu hluti og nýta þá í nýjum hlutverkum, því í sjálfu sér eru innréttingarnar menningarverðmæti ekki síður en byggingar. í kjallara hússins eru ennþá innréttingar frá enn eldri tíma, Rosenbergkjallarinn. Þar hafa skreytingar í lofti og á veggjum fengið að halda sér. Líklegt er að álíka ornament og skreyting- ar frá fyrstu innréttingum hússins leynist undir klæðningunum frá breytingunum sem gerðar voru fyrir um 40 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.