Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 87

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 87
GÆSLUVELLIR. Gæsluvöllur. ibúöasvæði þar sem lengra er til gæsluvallar en 400m. Hugmynd að gæsluvelli. 2. Hlutverk hverfaskipulags Hlutverk hverfaskipulags er að kveða nánar en gert er í aðalskipulagi á um helstu skipulags- þaetti hvers borgarhluta, með áherslu á hvar breytinga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Hverfaskipulag setur ekki skipulagsskilmála varðandi einstakar byggingar eða breytingar á húsnæði í viðkomandi borgarhluta, heldur eru sett fram leiöbeinandi markmið í þessu sam- bandi. Hverfaskipulag er sýnt á svokölluöum einblöðungi sem verður dreift inn á hvert heimili í viðkomandi borgarhluta. Meginhlut- verk hverfaskipulagsins er að veita íbúum ein- stakra hverfa upplýsingar um skipulag og áætl- aöar framkvæmdir í nánasta umhverfi þeirra. Á þann hátt fá íbúarnir betri vitneskju um þær skipulagsforsendur sem til staðar eru í við- komandi hverfi, svo sem notkun og nýtingu einstakra lóða eða svæða, fyrirhugaðar bygg- ingar stofnana eða fyrirtækja, umferðarmann- virki, tengsl þeirra og stöðu í ferða- og gatna- kerfi borgarinnar, almenn útivistarsvæði, göngu- og hjólreiðaleiðir, leikvelli o.fl. 3. Helstu þættir hverfaskipulags Skipulagsvinnu hefur veriö líkt við „púsluspil", þ.e. skipuleggjandinn reynir að raða saman ýmsum þáttum í samfélagi okkar á þann hátt sem best þykir hverju sinni. I hverfaskipulagi er fyrst og fremst fjallað um fimm meginþætti: umferð, húsnæði, þjónustu, umhverfi og íbúa. 4. Framkvæmd hverfaskipulags Borgaryfirvöld hafa sett sér þau markmið að framkvæma þær hugmyndir sem fram koma í hverfaskipulaginu á 3-5 árum eftir að skipu- lagsáætlunin er samþykkt í borgarráði/borgar- stjórn. Þá er átt við allar minni háttar fram- kvæmdir á opnum svæðum og til að auka um- ferðaröryggi borgarhlutans. Meiri óvissa er um allar meirir háttar breytingar á gatnakerfinu sem fram koma í hverfaskipulaginu og hugs- anlegan framkvæmdartíma þeirra. 85

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.