Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 12
þar sem margirþœttirþurfa að komafram. Allt ofmörg dœmi
eru um að þar hafi ekki til tekist sem skyldiBestum árangri
verður að dómi sóknarnefndar náð, ef hönnun kirkjubyggin-
gar er undirbúin rœkilega afsem víðustum hópi og sú
hönnun gangnýnd á öllum stigum. Leggur sóknarnefnd því
áherslu á, að hönnun verði unnin af arkitekt í samvinnu við
starfsfólk safnaðarins undir umsjón byggingarnefndar. Þá
komi allir aðilar sjónarmiðum sínum á framfœri þegar á
hönnunarstigi. Starf arkitekts mun þannignýtast best í
samvinnu við þá, sem húsið eiga að nota.
2. Samkeppni er tímafrek aðferð eigi að vera vel að henni
staðið.
3. Samkeppni er dýrframkvœmd. Eðlilegt er aðfjármunum
sé varið beint til byggingar.
4. Þungt vegur, að reynsla annarra safnaða af samkeppni
um kirkjubyggingar er oftar slœm en hitt.”
Sp. Að hvaða leyti eru arkitektar vanbúnir til að taka þátt
í samkeppni um kirkjubyggingar?Arkitektar almennt eru
ekki nógu kunnugir því hvemig kirkjubygging á að vera, og
það heyrðum við oft sagt í upphafi er við ræddum við
arkitekta, að kirkjubygging værimjögeinföldbygging.Sverrir
Norðfjörð, arkitekt kirkjumiðstöðvarinnar, segir mér að hann
hafi alls ekki gert sér grein fyrir því hversu flókin byggingin
er. Það er vegna þess að líklega hafa engin hús eins fjölbreytta
notkun og kirkjubyggingar. Það em svo ólíkar þarfír sem
þurfa að rúmast í kirkjubyggingunni, t.d. bara kirkjusalurinn
sjálfur. Auk þess þarf að taka tillit til feiknamikillar hefðar,
sem að baki liggur. Sp. Voru aðrar kirkjur skoðaðar og
teknar með inn í umræðuna? Við skoðum allar nýjar kirkjur,
leituðum uppi kosti og galla og skoðuðumm þær afar krítískt.
Við létum reikna út stærðir og flatarmál á íbúa í öðmm
sóknum. Við fómm líka yfir lesefni bæði frá Bandaríkjunum,
Bretlandi, Norðurlöndunum og Þýskalandi og héldum marga
fundi, skoðuðum bæði byggingar og uppdrætti, einkum
grunnfleti. Það var úr ótrúlega miklu að moða. Þegar við
vomm búin með alla þessa yfírferð, þá fyrst fómm við að huga
að arkitekt til að teikna. Sp. Þessar fyrirmyndir sem þið
skoðuðuð búa náttúrlega við mismunandi aðstæður,
leituðuð þið fyrst og fremst eftir fyrirmyndum, þar sem
aðstæður voru sambærilegar, t.d. hvað varðar stærð
safnaðar? Við fómm í heimsóknir til svipaðra safnaða og
ræddum við starfsmenn og kynntum okkur aðstæður bæði
10
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
mm
fyrir og á seinni stigum, því þeir þekkja það best sem eru í
þessu daglega amstri. Að þessu leyti höfum við farið að
öðruvísi en víðast annars staðar. Sp. Hvernig hefur svo til
tekist? Ertu ánægður? Já Byggingin hefur reynst vel. Að
vtsu er framkvæmdum ekki lokið. Mjög mikilvægir þættir eru
ókomnir. Við settum okkur það í upphafí að taka þetta í
nokkrum áföngum. Við emm í kyrrstöðu nú um tíma, en
fljótlega verður tekið til við framkvæmdir á ný. Byggingin er
í fjómm húsum og er kirkjusalurinn í stærsta húsinu. Hann er
með því lagi, sem nú er að gerast víða í veröldinni. Áður var
kirkjubyggingin gerð í beinni línu og var altarið girt af í öðrum
endanum, en nú er stefnan alls staðar í veröldinni að færa
altarið nær söfnuðinum. Það gildir ekki lengur þetta línulega
fyrirkomulag. Altarið er sem næst söfnuðinum og víða er því
komið svo fyrir erlendis að altarið er í miðju eins og í
frumkristninni. Þessa fyrirkomulags var farið að gæta þegar á
millistríðsárunum.
Við fórum þessa leið að hluta við byggingu kirkjuskipsins
þannig að það er möguleiki á miklum sveigjanleika. Salurinn
tekur um 400 manns í sæti. Þó ekki sé lögð á það áhersla þá
er hægt er að bæta við u.þ.b. 150 sætum og gerum við það
stundum.. Sp. Hefur kirkjubyggingin fengið uppnefni?
Ekki svo ég viti. Þegar við byrjuðum samstarfið við arkitektin
baðHelgiHafliðason,arkitekt,enhannvar í kirkjubyggingar-
nefnd, hann að hafa kirkjuna „látlausa en þó með fullri reisn”
og ég held að það hafi tekist. Kirkjumiðstöðin er fremur
óvenjuleg í útliti miðað við hefðbundnar kirkjur en hefur ekki
gefiðtilefnitilneinsuppnefnisaðégviti. Sp. Núhafamargir
fyrirfram hugmynd um hvernig kirkjur eigi að vera og þá
jafnvel eins og dómkirkjan í Reykjavík. Nú er þessi eins
fjarri því eins og hægt er að hugsa sér. Hvers vegna?Þessi
hugsun að breyta út frá því að vera með smækkaða dómkirkju
og byggingu eins og þessa, þetta náttúrlega gengi ekki nema
allir, sem að þessu standa, viti um hvað þeir em að tala, að
arkitektinn viti hver sé hin sérstaka þörf á þessum stað. Það er
ekkert sem segir það að kirkjan hér í Seljahverfi hafí sömu
þarfir og kirkja niðri í bæ. Það tekur langan tíma að finna út
hverjar þessar þarfír em. Þannig er nauðsynlegt að vinna að
undirbúningi á þennan hátt sem hér er. Sp. Hvaða þarfir og
störf fara hér fram auk hefðbundinnar kirkju-
guðsþjónustu? Guðsþjónustaerauðvitaðaðalatriðiðen getur
haft mismunandi form. Sem dæmi má nefna margs konar
11
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG