Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 40

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 40
til fulls. Grundvallarhugsun sú sem einkenndi kirkjur á liðinni öld - og nágrannakirkjur okkar hafa fyrir löngu sagt skilið við - hefurhaldiðvellihér. Tuttugustualdarkirkjurhérálandieru í meginatriðum ennþá eins og kirkjur nítjándu aldar að því er guðfræðilega grundvallarhugsun varðarog um leið grunnform kirkjuhússins. Hefðin hefur reynst furðusterk. Jafnvel nútímalegar kirkjur hið ytra endurspegla löngu liðna tíð hið innra, bæði þjóðfélagsskilning, kirkjuskilning og skilning á helgisiðum. - Að vísu eru til undantekningar. Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk varð bvlting í arkitektúr í Evrópu. I Þýskalandi einu voru reistar um átta þúsund kirkjur eftir síðari heimsstyrjöldina. A norðurlöndunum var einnig mikið byggt, í Finnlandi voru t.d. reistar tæplega 180 kirkjur á sama tíma. Kirkjuarkitektúr fékk sérstöðu í arkitektúr, þar lögðu snillingamirhöndáplóginn og umræðumarblómstruðu. En kirkjuarkitektúr kemst lítið úr spomnum án safnaðar- guðfræði. Miklar rannsóknir fóm fram á ámnum milli heimsstyrjald- anna um sögu kirkj ubygginga og um helgisiðafræði. Spurt var grundvallarspuminga um eðli starfseminnar og um sögulega þróun kirkjuhússins. Guðfræðileg undirstaða undir kirkjuarkitektúr samtímans mótast á ýmsum vettvangi undan- fama áratugi (annað Vatikanþingið 1965 var stefnumarkandi hjá kaþólikkum; allsherjarþing Alkirkjuráðsins undanfarin ár og ekki hvað síst svonefnd Límaskýrsla (fjallar um helgihald) skipta mestu meðal mótmælenda). Þessar rannsóknir og umræður skiluðu sér í nýjum kirkjubyggingum á meginlandinu. Aherslan var lögð á góðan arkitektúr og guðfræðilega stefnumótun. A þeim tíma sem liðinn er frá síðari heimsstyrjöldinni er það greinilegt að þróunin hefur tekið á sig ýmsar myndir. A tímabili snerist áhuginn um stórar kirkjur, oft þrungnar táknmáli. Þá kom á tímabili áhugi á fjölnotarými, þar sem kirkjusalurinn gat jafnframt nýst sem salur fyrir margs konar starfsemi á vegum safnaðarins (fyrr á öldum var kirkjan fjölnotarými, það er ekki fyrr en á nítjándu öld sem hún fer að verða „hreinn“ helgidómur). Hringkirkjan átti sinn blómatíma (sem andsvar við ofrfki langkirkjunnar, basilikustílsins). Bygging safnaðarheimila varð regla frekar en undantekning og endurspeglar nýja safnaðarguðfræði og vaxandi umsvif safnaðarstarfseminnar. Þetta á einnig við hér á landi. Nú skal vikið að nokkrum atriðum sem skipta meginmáli í nútímakirkjubyggingum. A. Það sem hefur einkennt kirkjubyggingar þetta tímabil í heild er gnindvallarhugtakiðdomus ecclesiaefhús safnaðarins). í því felst að kirkjan er öðru fremur hús kristins safnaðar. Hún er sem sagt domus sem skírskotar meira til íbúðarhúss en til musteris. í því felst ákveðið viðhorf. B. í annan stað er hugtakið samfélag lykilhugtak. Það er grundvallarhugtak í safnaðarskilningi Nýja testamentisins og íkirkjuskilningi frumkirkjunnar. Með þvíer átt við að kirkjan sé samfélag fólks. Kirkjan hefur áreiðanlega verið allt annað en samfélag í vitund fólks hér á landi, m.a. af þeim ástæðum sem nefndar voru í upphafi (heimilisguðrækni, þótt samfélagi við kirkjudyr og í kirkjuferðum sé ekki gleymt). Kirkjan hefur þess í stað verið hús sem farið var í á hátíðastundum, eða á sorgarstundum. Ef hugtakið samfélag verður stefnumarkandi fyrir guðsþjónustuskilning Islendinga merkir það róttæka breytingu. Samfélagshugtakið er skv. athugunum sem gerðar hafa verið á trúarskilningi íslendinga í algjöru lágmarki, nánast ekki til, þegar spurt er um íslenskt kirkjulíf. C. I þriðja lagi miðar nútíma safnaðarguðfræði að því að efla þátttöku safnaðarins, bjóða afskiptaleysinu byrginn og búa til virkan söfnuð. Stefnan er tekin frá þátttökuleysi til virkni. Það er verkefni og hlutverk arkitektsins að útfæra þessar hugmyndir og undirstrika þær í arkitektúmum beint og óbeint. Hann verður að skilja markmið kirkjunnar á yfirstandandi tíma, hann er að teikna kirkju fyrir framtíðina en ekki fyrir liðnar kynslóðir, hann verður að vita hvert kirkjan vill stefna. Arkitektinn verður að skilja kirkjuna innan frá. Það er dálítið annað en að teikna frystihús. I frystihúsi ræður hagkvæmni- sjónarmið hvar borð er sett niður. I kirkju hefur staðsetning borðsins (altaris) táknræna merkingu. Fyrst er það þó söfnuðurinn sjálfur sem verður að vita hver séu markmið kirkjunnar. Þar kemur til kasta þess fólks í sóknamefndum og byggingamefndum sem tekur afdrifaríkar ákvarðanir. Ætli það sé alltaf nógu vel undirbúið til þess? Hér á landi skorti tilfinnanlega ráðleggingar kirkjulegra yfirvalda og faglegt eftirlit með byggingu nýrra kirkna svo og breyting- um og endurbyggingu. Samfélagið er ekkert endanlegt markmið safnaðarins. Hann vill vera skapandi samfélag og spámannleet sem teflir fram nýjum gildum og býður byrginn ýmsu í samtímanum, svo sem ney sluhyggju (getur hann þá byggt eins og nýríkur heildsali?), tómhyggju (hvar er þá gleðin?), einstaklingshyggju (hvemig býr arkitektinn til andrúmsloft umhyggju og samúðar?). Söfnuðurinn vill vera á undan í mótun samfélagsins, hann vill móta umræður og skoðanaskipti um mikilvæg málefni samfélagsins. Þess vegna verður umhverfið að vera trúverðugt og í samræmi vð markmið safnaðarins. Sem sagt: burt frá einhliða sunnudagskirkju, burt frá þeim falska hátíðleika sem hefur engin tengsl við líf mannsins og þróunsamfélagsins. Þessístaðskal reisadomus: hús starfandi safnaðar sem eflir samfélagið og gerir söfnuðinn virkan inn á viðogútávið. Þetta á arkitektúrinn að undirstrika: forkirkjan þarf að vera rúmgóð og notaleg, altarið þarf að vera sem næst fólkinu svo að presturinn geti staðið handan þess og snúið að fólkinu allan tímann. Á okkar landi hefur kirkjuarkitektúr verið umdeildur af ýmsum ástæðum. Það helsta sem finna mætti að honum er monument-alstfllinn, andrúmsloft nýríkidæmis, samfélagið er ekki sjáanlegt sem markmið, hvorki beint né óbeint, ekki er almennt stefnt að því - svo sýnilegt sé - að gera söfnuðinn virkan, altarið er oftar en ekki á óvissum stað, prédikunarstóllinn endurspeglar oftar en ekki skilningsleysi arkitektsins á því hvað prédikun er. Og til hvers er grindverk (gráður) kringum altarið? Nú er það ekki lengur sveitakirkjan sem er allsráðandi né heldur sá hugsunarháttur sem henni heyrir til heldur kirkja þéttbýlisins með safnaðarheimili og góðri aðstöðu til starfa. Þau störf eiga að miða að uppbyggingu safnaðarins. Á Prestastefnu 1989 var samþykkt að safnaðaruppbvgging skyldi vera meginstefna í starfi kirkjunnar fram til aldamóta. Arkitektúrinn þarf að stefna í sömu átt. ■ 38 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.