Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 62

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 62
Á Norðurlöndum er samningaskipulag algengast við endur- byggingu miðborga og stærri þjónustukjama. Sem dæmi má nefna Akerbrygge og V aterland í Osló og World Trade Center í Stokkhólmi. Þessi tegund skipulags er ekki ný af nálinni. í Bandaríkjunum hafa t.d. einkafyrirtæki skipulagt og byggt fjölmörg íbúðahverfi og nýjar borgir á undanfömum ára- tugum. Slíksamvinnakrefstbreyttravinnubragða,sem skipu- lagsmenn og stjómmálamenn þurfa að finna farsælan farveg fyrir. I fagtímaritum, sérstaklega um arkitektúr, hafa hugtökin „modemismi“ og „postmodemismi" verið mikið til umræðu á undanfömum ámm. Hin heildræna samþætting og stýring í skipulagi sem byggist á þjóðfélagslegum markmiðum er beint afsprengi velferðarkerfis eftirstríðsáranna (modemismi). En í „postmodemisma“ er áhersla lögð á einstaklinginn og hönnun einstakra bygginga og götumynda. Hugmyndir em iðulega sóttar til stflhugmynda og táknmynda úr fortíðinni. „Modemsimi“ í skipulagi er því hugsun ofan frá og niður á við, en „postmodemismi“ frá einstökum hlutum til heildar. Að mati höfundar byggist skynsamleg skipulagsstefna ekki á „ismum“ líðandi stundar, heldur á því að nýta það besta úr hverri hugmyndabylgju sem gengur yfir og laga það aðstæðum í okkar þjóðfélagi. STJÓRN SKIPULAGSMÁLA Á NORÐURLÖNDUM Á síðastliðnu ári var yfirlitsrit um skipulags- og byggingarlög áNorðurlöndumgefiðútafNorrænuráðherranefndinni. Titill ritsins er „Översikt och jamförandi analys av plan- och byggnadslagsstiftningen i de nordiska landema". Höfundur þess er finnskur lögfræðingur, Lauri Nordberg. Borgarskipu- lag hefur látið þýða valda kafla úr bók Lauri. Þeim sem áhuga hafa á þessari þýðingu geta snúið sér til Borgarskipulags. Lauri fékk þetta verkefni árið 1981 frá Norrænu ráðherranefndinni, en útgáfa ritsins dróst nokkuð vegna þess, að höfundur beið eftir því að ný norsk skipulags- og bygg- ingarlög tækju gildi 1985 og samskonar sænsk lög árið 1987. Dönsk skipulagslög tóku gildi 1977 og skipulagslögin í Finnlandi em í endurskoðun eins og þau íslensku. Reyndarerhafin undirbúninguraðendurskoðun dönsku skipu- lagslaganna frá 1977. I endurskoðuninni er gerð tillaga um að stytta eldri lög úr 140 greinum í 40, færa vald frá svæðaskipulagsstofnunum til sveitarfélaga, kynna almenningi skipulagstillögur á fyrri stigum, einfalda deiliskipulagið og fækka möguleikum á kæmm. Reynslan af svæðisskipulagi hefur verið ærið misjöfn á Norðurlöndum. Helstu vandkvæðin hafa tengst „ofstýringu" svæðaskipulags yfir sveitarfélögum, þar sem reynt er að stýra hve mikið er byggt af íbúðum og atvinnuhúsnæði í einstökum sveitarfélögum. Það var m.a. vegna slíkra vandamála sem svæðaskipulagsstofnun Kaupmannahafnarsvæðisins (Hoved- stadsrádet) var lögð niður í ár. Hér verður eingöngu fjallað um skipulag á sveitarfélagsstigi þ.e. aðal-og deiliskipulag, en ekki landskipulag eða svæðisskipulag. AÐALSKIPULAG Á Norðurlöndum hefur aðalskipulag (översiktsplan) sveitarfélaganna styrkt stöðu sína í skipulagskerfinu og fengið aukið vægi. Þetta á sérstaklega við eftir þær endurbætur sem gerðar hafa verið á skipulagslögum. I öllum löndunum er aðalskipulagið landnotkunarskipulag. í Noregi og íslandi er aðalskipulag bindandi hvað varðar landnotkun. í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi er aðalskipulagið eingöngu til leiðbeiningar. Með endurbótum á skipulagslögum á Norðurlöndum hefur verið dregið mjög úr eftirliti ríkisvaldsins á aðalskipulagi sveitarfélaga. Ríkið þarf þá hvorki að staðfesta né samþykkja aðalskipulag. Það gegnir hins vegar því hlutverki að skera úr um ágreiningsmál sem upp koma. Uppbygging skipulagsmála er mjög svipuð í Danmörku og Noregi. I báðum löndunum er megin reglan sú að aðalskipulagið öðlast gildi án þess að vera samþykkt af ríkisvaldinu. Mikilvægar undantekningar eru þó gerðar. I báðum löndunum hefur yfirstjóm viðkomandi svæðis neitu- narrétt. Ef sveitarfélag í sama amti eða fylki gerir athugasemdir við aðalskipulagið ræður niðurstaða ráðuneytis um úrlausn ágreiningsefnisins. í Danmörku er t.d. gerð undantekning frá aðalreglunni þegar afmarkaðir hlutar sveitarfélags fara yfir ákveðna nýtingu (1.1 ).í S víþjóð er ekki lengur haft eftirlit með framfylgd aðalskipulags sveitarfélaga. I stað þess kemur fagleg umsögn lénsstjómar meðan á afgreiðslu skipulagsins stendur. I Finnlandi em sveitarfélög sjálfráð hvað varðar staðfestingu aðalskipulags. ísland er því eina landið þar sem ákveðið er í lögum að ráðherra skuli staðfesta aðalskipulag. DEILISKIPULAG Deiliskipulag er elsta gerð skipulags og byggist á eldri hefð en nokkurt annað skipulag. Gmndvöllur hinnar nýju löggjafar um deiliskipulag er að mestu leyti byggður á fyrri deiliskipu- lagslögum eins og þau hafa verið mótuð í lögum og viðteknum venjum. I samanburði við aðrar tegundir skipulags em breytingar litlar. Einkennandi er þó fækkun tegunda skip- ulags á deiliskipulagsstigi og einföldun skipulagskerfa. Á Norðurlöndunum er deiliskipulag að öllu jöfnu samþykkt af sveitarstjóm. í Danmörku er það samþykkt án skilyrða. I Noregi, Svíþjóð og Finnlandi geta veigaminni breytingar á skipulagi verið fengnar undimefndum (skipulags- og bygg- ingamefndum). Minnkandi stjóm ríkisins á deiliskipulagi er einkennandi fyrir Norðurlönd. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þarf ríkisvaldið að öllu jöfnu ekki að staðfesta deiliskipulag. Undantekningar eru þó Finnland og ísland sem ekki hafa endurskoðað nýlega sína skipulagslöggjöf. í Finnlandi skal leggja deiliskipulag fyrir til staðfestingar. Samkvæmt skipu- lagsreglugerð frá 1985 telst deiliskipulag hér á landi samþykkt þegar það hefur verið samþykkt í sveitarstjóm og af skipu- lagsstjóra ríkisins, en þessi málsmeðferð á sér þó enga stoð í skipulagslögum. Ekki þarf að staðfesta deiliskipulag nema um sé að ræða nýtt deiliskipulag í þegar byggðu hverfi. Þótt ótrúlegt sé er ekki minnst á hugtakið deiliskipulag í skipu- lagslögum. Á Norðurlöndum hefur ríkisvaldið aðeins afskipti af deili- skipulagi ef um ágreiningsmál er að ræða. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð getur lénsstjórnin undir vissum kringumstæðum, tekið deiliskipulag til umfjöllunar. Það er ef hagsmunum ríkisins, nágrannasveitarfélags eða kröfum um heilbrigði og öryggi hefur ekki verið fullnægt. Lénsstjóminni er skylt að taka ákvörðun innan þriggja vikna. NOKKUR NÝMÆLI Helstu nýmæli seinustu árin við gerð 60 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.