Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 37

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 37
Hugleiðing um steint gler í kirkjum Höf: Leifur BreiðQörð , glerlistamaður. ÞAÐ er mikilvægt þegar byggja skal nýja kirkju að gera ráð fyrir listaverkum og öðrum búnaði strax í upphafi, til þess að ná fram sem sterkustum heildaráhrifum. Þegar setja skal steinda glugga í nýja kirkju er æskilegt að samvinna arkitekts og listamanns hefjist strax og frumdrög að kirkju er gerð, til þess að þeir geti skipst á skoðunum og fengið nauðsynlegar upplýsingar hvor hjá öðrum. Með þessu móti er hægt að forðast mistök af ýmsu tagi, hér kemur þá fyrst og fremst til hversu mikla birtu steindir gluggar eiga að gefa og eins hvort þeir eiga að móta umhverfi kirkjunnar og gefa einhvem lit, t.d. heitan eða kaidan. Ef gult gier er sett í alia glugga í hvítmálaðri kirkju verður allt með gulum blæ sem inni í henni er. Af þessu má sjá að steindir gluggar eða litað gler getur mótað birtu og liti kirkjunnar að innan. Steint gler getur þvi breytt kirkjum til góðs eða ills eftir því hvemig á málum er haldið. Steint gler getur farið illa með annars fallega kirkju-byggingu og búnað, ef ekki er rétt að verki staðið, jafnframt geta góðir steindir gluggar sem hæfa byggingarstíl vel haft mikla þýðingu, t.d. of dökkir gluggar svo að rökkur sé inni um hábjartan dag og ekki hægt að lesa án rafmagnsljóss eða of litsterkir, steindir gluggar sem bera ofurliði aðrar fingerðar skreytingar og draga alla athygli til sín. Á þessari upptalningu sést að náin samvinna arkitekts og listamanns á fmmstigi getur komið í veg fyrir svona mistök. Hún er mjög mikilvæg fyrir alla aðila til þess að ná fram fullkomnum heildarsvip þar sem allt helst í hendur: góður bygging-arstíll og steindir gluggar sem falla rétt að byggingunni og em í tengslum við önnur listaverk, t.d. mósaik, textil eða málverk, öll þessi atriði þarf að ræða með arkitekt þegar fmmdrög að kirkju em gerð, þó svo að listaverkin komi ekki til með að vera sett upp fyrr en seinna. Þegar gera skai steinda glugga í kirkju, sem þegar er búið að byggja, og ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim í upphafi, Hluti af steindum glerglugga í Bústaðakirkju. „Sköpunin“ Narðvíkurkirkju. þá er nauðsynfegt að byija á þvi að fara á staðinn og gera sér grein fyrir aðstæðum. Það þarf að athuga stærð verksins, staðsetningu glugga, því heit sumarbirta eða köld norðanbirta koma til með að setja svip sinn á endanlegt verk. Síðan þarf að ákveða litaval og hvað mikla birtu steinda glerið þarf að gefa, til þess að rétt birtumagn verði í kirkjunni. Á þessari upptalningu sést, hversu mikilvægt er að listamaður komi í viðkomandi kirkju og geti gert fullnægjandi könnun. Einnig þarf að gera sér grein fyrir því hvort eitthvað hindri sýn gluggans, annaðhvort úti eða inni, vegna þess að það sem er fyrir utan sést oft í gegn og getur hindrað verkið, sé ekki tekið tillit til þess, t.d. húshlið eða brött fjallshlíð. Til þess að forðast slíkt er m.a. hægt að nota ógagnsætt gler að hluta til eða eingöngu en það er antikgler yfirlagt þunnu hvitu ógagnsæju gleri, sem hefur þann kost að hleypa birtu í gegnum sig, jafnvef þótt um óbeina lýsingu sé að ræða. Utan frá séð er glerið hvitt, en venjulegt antikgler í nær hvaða lit sem er verður dökkt. Þannig er hægt að skapa listaverk, sem hægt er að njótajafnt utan frá sem innan, þó að um hábjartan dag sé að ræða. Að vísu lítur það öðmvisi út utan frá séð og minnir töluvert á mósaik. Dagsbirtan hér á landi er kaldari og harðari en á megin- landi Evrópu. Á vetuma gætir hér lítillar dagsbirtu, en á sumrin er bjart nær allan sólarhringinn. Þetta em atriði sem ég hef ávallt þurft að hafa í huga við gerð verka minna. Taka þarf tillit til fjögurra atriða varðandi birtu. í fyrsta lagi þegar verkið nýtur fullrar dagsbirtu séð innan frá. í öðm lagi þegar sama verk er lýst upp að innan að kvöldi til og dagsbirtu nýtur ekki lengur við. Hér er það endurvarp lita í gleri og teikning blýlína sem em mikilvægustu atriðin. í þriðja lagi verkið séð að utan að degi til. Þar er það spegilmynd verksins sem sést. Ávallt verður að taka mikið tillit til spegilmyndar hvers verks. í fjórða lagi verkið séð að utan að kvöldi til, lýst upp innan frá. Þetta em mjög þýðingarmikil atriði sem þarf að taka tillit til svo að steint gler geti notið sín á öllum tímum sólarhrings. Hér á landi em byggðar margar nýjar kirkjur en það er sjaldan gert ráð fyrir steindum gluggum í þeim. Yfirleitt em þær byggðar of stórar og aflur kostnaður fer í að byggja þær en þegar kemur að því setja í þær listaverk þá er allt fjármagn á þrotum og vel það. Einnig em kirkjur byggðar of flóknar og líkjast helst minnisvörðum um hönnuði þeirra, í stað þess að hafa þær minni og einfaldari að allri gerð en gera strax ráð fyrir listaverkum og hafa til þess fjármagn. í mörgum nýjum kirkjum finnst mér arkitektar ekki nýta sér hina miklu möguleika sem steint gler býður upp á, t.d. fyrrgreinda möguleika á að stjóma birtumagni og litblæ innan kirkjunnar og einnig mósaik áhrifum steindra glugga með notkun ógagnsæs glers sem endurvarps. Glerlistamenn þurfa ætíð að geta lagað sig að umhverfi, aðstæðum og mismunandi byggingarstíl. Það er erfitt til að byija með, en með reynslu og ástundun verða tæknileg atriði eins og stærðarhlutföll verks, birtumagn, nauðsynlegar styrkingar, stílbrögð og hvort verk eigi að vera óhlutlegt eða hlutlægt að sjálfsögðum og eðlilegum hlut og hefta ekki sköpunarfrelsi listamannsins nema síður sé. En það þýðir að listamaðurinn þarf að vera vel skólaður og fjölhæfur. Þó svo að steindur gluggi sé gerður í fullu samræmi við byggingarstil og sé hluti byggingar, þá lít ég ávallt á hann sem sjálfstætt listaverk. ■ 34 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.