Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 88
í gegnun klæðningarefnið og ysta byrðið má því vera hversu
rakaþétt sem vill.Óloftræst klæðning hefur ekkert loftbil, og
raki sem er á leið út úr veggnum fer í gegnum ysta lagið með
rakaflæði. Ystalagiðþarf aðveraopiðfyrirrakaflæði,a.m.k.
borið saman við önnurlög innar í veggnum.
I báðum tilvikum er hægt að einangra bak við klæðningu, og
getur sá kostur verið mjög fýsilegur til að draga úr hitaþenslu
í undirlaginu og minnka þannig hreyfíngar þess. Með
einangrun máeinnig draga úr áhrifum frosts á undirlagið.
Þannig er hægt aðkoma í veg fyrir að steyptur veggur haldi
áfram að skemmast undirklæðningu á meðan hann er að þoma
út. Loftræst klæðning er þannig uppbyggð að á vegginn
semklæða skaler fest grind.
I grindina má einangra, en þess skal gætt að ef valin er
einangrun með mikla rakaflæðimótstöðu, þá hægir það á
útþomun undirlagsins. Almennt ætti að hlífa einangrun
meðvindþéttilagi, t.d. vindpappa, til að hindra að loftstraumar
komistinníeðabakviðeinangmn. Ystu klæðninguergjarnan
lyft frá vindþéttilaginu með listum til að hindra að vatn sitji
á snertifleti klæðningar og þéttilags. Loftbilið undir klæðningu
skal opnast út undan klæðningu að ofan og neðan, og mega
loftrásir inn í loftbilið ekki verða of stórar svo smáfuglar, mýs
o.fl. fari ekki á bak við klæðninguna.
Tegundir klæðningarefna em á markaðnum svo tugum skiptir.
Algengastar em ýmis konar málmklæðningar, bæði úr áli og
stáli.Plötumareru nánast alltaf báraðar, en einstaka gerðir er
hægtað fá sléttar. Báraðu klæðningamar em þynnri þar sem
bárumargefa talsverðan styrk, en sléttu efnin að sama skapi
efnismeiriogdýrari. Báraðarklæðningarplöturerutil úrplasti,
og einnig eftirlíkingar af borðaklæðningum. Klæðningar úr
timbri em tilbæði sem klæðningarborð með ýmiskonar lögun,
og plötuklæðningareinkum úr krossvið. Plötuklæðningar með
kvarssalla límdum í yfirborðið hafa verið vinsælar undanfarin
ár, en þessar klæðningar geta farið mörgum steyptum húsum
ágætlega. Plötumar era til úr krossvið og einnig úr plasti.
Margar málmklæðninganna er hægt að fá með litaðri
yfirborðsáferð frá verksmiðju, bæði með akryl málningu og
einnig þykkari húðun úr PVC. Plastklæðningamar koma
almennt gegnlitaðar. Óloftræstu klæðningamar era einkum
mismunandi múrkerfiáeinangrun. Einangranin er límd á
vegginn eða fest meðplasttöppum, og stundum hvortveggja.
A einangran er múrað netstyrkt yfirborðslag, og er múrinn
ýmistmeð bindiefni úrgifsi, akryl (plast)efnum eða venjulegu
sementi. Til þess að geragreinarmun á yfirborðsmeðhöndlun
með málningu og múrskel semgetur haft sama bindiefni og
málningin, þá er efnislagið flokkað eftir þykkt.
Yfirborðsmeðhöndlun (málning) lagþykkt minni en 3rnm
Þunn múrskel ff 3-13mm
Þykk múrskel meiri en 13mm
Múráferð gifs- eða akrylmúrs og sementmúrs er í öllum
tilvikum svipuð ogvenjulegsmúrs ásteypu,ogútlitsbreyting-
ar af þessum sökum almennt minni heldur en þegar önnur
klæðningarefni era notuð. Akryl- og gifsmúrerþunnur, oft 5-
8 mm. Múrinn er settur á í tveim til þrem lögum, og er
undirmúrinn bentur með plasttrefjaneti,eitt eða fleiri lög.
Yfirborðslag múrskeljarinnarmáfáýmsumlitum. Akrylmúr
hefur verið notaður á fjölda húsa allt frá 1982, almennt með
ágætum árangri. Reynsla af gifsmúr hérlendis er minni.
Sementsbundna múrlagið er þykkt, oft 20-30 mm. Múrlagið
er bent með galvanhúðuðu málmneti og oft einnig með plast
trefjum. Reynsla af sementsbundnu múrkerfunum er enn
takmörkuð, þó svo tvö hús hafi verið múruð á þennan hátt um
1970 með ágætum árangri.
ENDING og VIÐHALD. Af öllum klæðningarefnum er
ending báraðra málmklæðninga best þekkt, en reynsla
hérlendis af bárajámi byggir á notkun efnisins í hartnær eina
öld. Að vísu er efnisþykkt báraðra klæðninga nú minni
heldur en áður, en á móti kemur að hægt er að fá tæringarvöm
(yfirborðsmeðhöndlun) sem bætir það upp.Talsvert hefur
færst í vöxt ásíðari árum að málmklæðningarefni komi með
endanlega yfirborðsmeðhöndlun frá verksmiðju, og hafa slík
efni verið talin „viðhaldsfrí’. Reynslan hefur þó þegar kennt
mönnum að gera má ráð fyrir að mála þurfi þessi efni 10-15
árum eftir uppsetningu. Sum efnin er vandkvæðum bundið
að endurmála nema gamla yfirborðsáferðin sé fjarlægð alger-
lega og yfirborðið síðan grunnað og málað á ný.
Helstu vandkvæði við að búa til viðhaldslausa yfirborðsáferð
áklæðningarefni er að yfirborðslagið vill flagna eða upplitast.
Þessi hætta er aðeins mismunandi eftir tegund áferðar og lit,
t.d.er mikil hætta á að bláir litir upplitist og verði jafnvel
skellóttir, en allir litir mattast með aldrinum. Þessi
aldursbreyting á yfirborðsáferð getur gert erfitt um vik ef
skipta þarf út einstökum hlutum klæðningar, t.d
vegna skemmda eða breytinga. Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins hefur um árabil haft sýni á
veðranarrekkum til að gera samanburð á endingu efna
innbyrðis, og fá samanburð við reynslu erlendis frá. Sýnin
hafa nú veðrast í rúm 5 ár, og virðist áberandi að skemmdir
byrji útfrá klipptum köntum og skörpum brúnum þar sem
teygst hefur á yfirborðsfilmunnivið völsun (efnin era
yfirborðsmeðhöndluð áður en prófílvölsun á sér stað).
Upplitunar gætir einnig hjá plastklæðningum, en þar sem
efnið er gegnlitað þá á engin flögnun sér stað. Fyrstu
plastklæðningarefnin urðu stökk í kuldum, en svo virðist sem
sú hætta sé ekki fyrir hendi með nýrri efnin.
Timburklæðningar þarf aðyfirborðsmeðhöndlareglulega, og
má geraráð fyrir að þar sem mikið mæðir á þurfi að bera á
timbriðá2-3árafresti. Ef timburklæðningu er vel haldiðvið,
þá á rakauppsöfnun sér ekki stað í loftræstri klæðningu.
Sementsmúrklæðningar þarf að mála eins og tíðkast með
steyptaveggi, en akryl múrinn kemur litaður. Litheldni akryl
múrsinsvirðist ágæt allavega ef notaðir era ljósir litir, en
múrinn getur reynst skítsæll ef mikið reynir á hann.
Athuganir hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hafa
sýnt að steyptir veggir, sem era klæddir utan til að auðvelda
útþomun ,þoma veralega á fyrsta ári ef notuð er loftræst
klæðning, en útþomun gengur hægar ef klæðning er
óloftræst. Vatnsdrægni og rakaflæðimótstaða óloftræstra
klæðninga ræður miklu um endinguklæðningarinnar og áhrif
hennar á vegginn sem klæddur er. Þessi atriði er nú byrjað að
athuga og í framhaldinu stendur til að gera nánari könnun á
endingu og eiginleikum ■
86
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG