Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 60
1C. Fjórar skipulagsstefnur
Stjórnkerf isskipulag
• Póliiískt mat • Markmiðssetning
• Kostnaður - ágóði • Ákvarðonatako
Tæknilegt skipulag
• Skipulagssérfræðingar
• Greining ;/vandamála'
• Tækniþekking
• Landnotkun og nýting^
• Heildrænt skipulag
Mikil stýring
Lítil stýring
Samningaskipulag
• Fjárfestingaaðilar
Raunhæfar áætlanir
Vald
Auðlindir
Óbundið skipulag
\7
„Lýðræðislegt" skipulag
• Atmenningur • Upplýsingar
• Opinber umræða • Samþykki
Lesendur geta sjálfír skemmt sér við að setja íslenska
stjómmálaflokka inn í þetta kerfi.Þá koma skipulagsmálin
inn í myndina (mynd 1C). Stjómkerfisskipulag á móti
„lýðræðisskipulagi“, unnu í náinni samvinnu við almenn-
ing, og hefðbundið tæknilegt skipulag eða sérfræðingaskipulag
á móti sveigjanlegu skipulagssamstarfi við atvinnufyrirtæki
og almenning . (mynd 1D).
Þessa fjóra póla eða stefnur í skipulagsmálum má tengja
beint fjómm aðalleikumm eða hagsmunaaðilum í þessu sjónar-
spili. Þeirem: Stjómmálamaðurinn,semreyniraðframkvæma
stefnu síns stjómmálaflokks að betra samfélagi, og erreyndar
kosinn af íbúum sveitarfélagsins til að fara með stjóm þess.
Borgarinn, sem reynir að tryggja óskir sínar og þarfir, oftast
hvað varðar sitt nánasta umhverfi. Skipulagsmaðurinn, sem
1D. Breytingar á skipulagsstefnum
Stjórnkerf isskipulag
Stjórnmálamaðurinn
Tíundi áratugurinn
Ett bygge för framtiden
• Arbetsplatser och mötesplatser mitt i staden.
• Glastaken lánkar samman kontor och terminal,
ger Ijus och inomhuskiimat - áret om.
• Den invándiga bilgatan leder ánda fram tili hissen.
• Kontorshusens innegata binder samman
entréerna frán Klarabergsgatan och Kungsgatan.
• Under dácket SJ's centralstation.
Pá dácket bussarna till flyget och ut i landet.
leitar eftir heildarsamræmi og útlitsgæðum og vill auk þess
tryggja hagsmuni heildarinnar fram yfir hagsmuni einstak-
lingsins. Byggingaverktakinn vill ná sem mestum ágóða í
byggingaframkvæmdum sínum um leið og hann uppfyllir
þarfir fyrirtækja og heimila. Aðalgerendur í skipulagsmálum
hafa verið skipulagsfræðingar og stjómmálamenn og munu
vera það áfram, en almenningur og sérstaklega atvinnulífið
kemur sífellt meira inn í myndina.
Þær fjórar skipulagsstefnur, sem nefndar voru hér að ofan, eru
allar góðar og gildar og eiga við mismunandi aðstæður. Sem
58
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
dæmi um valddreifingu má nefna að í Osló fengu 25 borgar-
hlutar sjálfsstjómí félags-ogheilbrigðismálum áseinastaári.
Bein þátttaka almennings í skipulagi er vandmeðfarin og
getur verið dýr og tímafrek. En betri upplýsingar til
hagsmunaaðila á frumstigi skipulags em sjálfsagðar og geta
komið í veg fyrir misskilning og mótmæli.
Sumir skipulagsmenn á Norðurlöndum hafa talað um „skipu-
lagskreppu" vegna breyttrar stöðu skipulagsmanna með auk-
inni þátttöku almennings og atvinnulífs í skipulagsgerðinni.
Því hefursamningaskipulag veriðeitt aðalumræðuefniðmeðal
„World Trade Center“,samgöngu- og þjónustumiðstöð í miðborg Stokkhólms. Samstarf
einkaaðila,borgarinnar og ríkisfyrirtækja. (Samningsskipulag)
skipulagsmanna seinustu 3-4 árin. I mörgum tilfellum byggist
samningaskipulag á því, að fjársterkir aðilar fá ráðgjafafyrirtæki
á sviði skipulagsmála til að gera úttekt og tillögu að skipulagi
á ákveðnu svæði og kanna síðan við skipulagsyfirvöld hvort
slíkar hugmyndir séu í samræmi við heildarskipulag í
sveitarfélaginu. Ef leyfi fæst til framkvæmdanna er skipulag
unnið í samstarfi við skipulagsyfirvöld. Nýleg dæmi um
samningaskipulag hér á landi eru Kringlan, Fífuhvammur og
Kolbeinsstaðamýri hér á höfuðborgarsvæðinu.
„Hovet“ íþrótta - Menningar og þjónustumiðstöð í Stokkhólmi. Einkaaðilar byggja fyrir Stokkhólmsborg og fá í staðinn að byggja íbúðir og atvinnuhúsnæði. (Samningsskipulag).
59
ARKITEKTUR OG SKIPULAG