Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 28

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 28
þær kröfur sem til hennar verða fyrirsjáanlega gerðar í þessu sambandi. Stefnt var að því að kirkjusalurinn yrði ekki svo stór að við venjulegar sunnudagsguðsþjónustur með milli 50 og 100 kirkjugestum skapaðist tilfinning fyrir fámenni. Flestar guðsþjónustur og samkomur fara vel í 200 sæta kirkjuskipi. Það er líka vel sambærilegt við sætafjölda í gömlu kirkjunni sem sett hefur safnaðarlífinu á Isafirði ramma í fimm aldarfjórðunga. En þær stundir koma svo að miklu færri komast að en vildu. Því er nauðsynlegt að geta hýst mun fleiri. Líklega má auðveldlega hafa 500 manna samkomu í húsinu með því að nýta bæði safnaðarsal (ca. 150 manns) og anddyri (ca. 50 manns) með kirkjuskipinu.Á ísafirði er kirkju- og tónlistarlíf nánar samfléttað en víðast hvar annarsstaðar. Til þess hefur verið tekið sérstakt tillit. Söngpallurinn er mjög stór og ráð gert fyrir verklegu pípuorgeli á mikilvægum stað í kirkjunni, sömuleiðis flygli.Rúmgott anddyri kirkjunnar býður fólki upp á að staldra þar við og spjalla saman. Þar væri hægt að hafa ýmiss konar starfsemi, svo sem sýningar af ýmsu tagi. Þangað inn ætti fólk gjaman að rekast af fömum vegi.Útveggir em steinsteyptir, einangraðir að utanverðu og steinaðir með íslenskum bergtegundum. Þak kirkjunnar er byggt úr límtré og viðarspermm, þakefni er úr eir eða sinki.Sexstrendur kirkjutum er gerður úr léttu stálvirki og glersteinshleðslu. í honum er komið fyrir kirkjuklukkum og lýsingu. Gmnnflatarmál kirkjunnar er 910 m2og rúmmál 5360 m3. Táknfræði kirkjunnar. Höfuðtákn nýju kirkjunnar er hringurinn. Hann er tákn eilífðarinnar, vemleika Guðs. Hann er eitt elsta trúarlegt tákn sem menn þekkja, án upphafs og endis eins og eilífðin. Yfir altarinu sem er í miðju hringflat- arins rís tuminn og gefur á áberandi hátt til kynna miðju kirkjunnar og þar með miðju safnaðarins. Þessi tum sem er upplýstur minnir á eldstólpann sem vísaði Israelsmönnum leiðina yfir eyðimörkina á leið þeirra til fyrirheitna landsins. Kristinn söfnuður er hinn nýi Israel, erfingi allra fyrirheita Guðs. Hann er einnig á leið til fyrirheitna landsins, á leið inn í eilífð Guðs. Tuminn sést víða að og fangar augað og ferðum manna til kirkju er þannig varið að tuminn vísar þeim leið. Eins og möndull snýr hann söfnuðinum um sig og beinir för hans inn í kirkjuna. Hinu daglega lífi lifa safnaðarmenn í ytri hring en koma inn í innri hring þegar þeir stíga inn í forkirkjuna. Þeir em komnir í forgarð musterisins. Þaðan ganga þeir inn í helgidóminn í enn innri hring og safnast þar saman til lofgjörðar og til þess að heyra Guðs orð og tilbiðja hann. Þegar við göngum til altaris stígum við inn í innsta hring þar sem hinn himneski veruleiki verður hlutdeild okkar. Við göngum inn í hið allra helgasta. Tólfskipting hringsins minnir okkur á tölu postulanna. Tólf er hin fulla tala kirkjunnar og táknar heild hennar. Tólf súlur marka hringinn og bera þær allar ljós. Það táknar hlutverk lærisveinanna að bera ljós í heiminum. Söfnuðurinn vinnur þjónustu sína við Guð einnig í hinu daglega lífi, sjö daga vikunnar og sjö era þeir hlutar hringsins sem kirkjan er reist á og em utan dyra hennar. I þeim fimm hlutum sem em undir þaki fer helgiþjónustan fram. Hin æðsta helgiþjónusta, krossfóm Krists, var mörkuð tölunni fimm með fimm sámm Krists. Ljósið. Er annað mikilvægt tákn í þessari kirkju. Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum. Guð býr í Ijósi og hefur látið ljós sitt lýsa mönnunum. Hinn upplýsti tum er tákn um það. Hann er viti á lífsins leið og vísar leið í friðarhöfn. Ljósið í kirkjunni kemur ofan að yfir grátumar og einkanlega yfir altarið. Vatnið. Er hið þriðja mikilvægasta tákn kirkjunnar. Það fullkomnar að sínu leyti hringinn og minnir þá á jörðina. Guð aðgreindi þurrlendi og sjó og mælti svo fyrir að hafið skyldi virða takmörk sín. Guð klauf vötn Rauðahafsins og bjargaði I srael yfir. Hann hefur í skíminni greitt okkur leið til samfélags við sig í eilífð. Skímarlaugin er á brú yfir vatnið inn í hinn innsta og helgasta hring. Sú brú er öllum fær, einnig fötluðum, því á henni era engar hindranir Afdrif. Örlög þessarar hönnunar em all sérstæð. Eftir að sýning hafði staðið uppi um hríð fór að bera á vemlegu róti meðal safnaðarmanna. Allt að 800 manns skrifuðu undir mótmæli við staðsetn- ingunni sem í janúar sl. var óafgreidd hjá bæjarstjóm þrátt fyrir bréfleg og ítrekuð fyrirheit bæjarstjómar ísafjarðar. Ástæða þess að afgreiðslan tafðist var óskiljanlegur dráttur á gerð deiliskipulags fyrir byggingarsvæðið. Skipulagsstjóm ríkisins treysti sérekki til að heimila breytingu á aðalskipulagi á gmndvelli 19. gr. skipulagslaga gegn þessum mótmælum og því var ekki annað fært en að leggja málið undir dóm bæjarbúa í almennri atkvæðagreiðslu. Rúmlega helmingur atkvæðisbærs sóknarfólks tók þátt í atkvæðagreiðslunni og féllu atkvæði á á þann veg að þrír fjórðu voru andvígir staðsetningu hinnar nýju kirkju. Sú hönnun, sem hér hefur verið fjallað um, hefur því af fyrrgreindum ástæðum verið lögð til hliðar. Allsendis óráðið er nú um áform safnaðarins því að enn er óleystur ágreiningur þeirra sem varðveita vilja gömlu kirkjuna og þeirra sem þrátt fyrir allt vilja byggja nýja kirkju, en þeir síðamefndu em ekki á einu máli um staðsetninguna. Trúlega bar margt til að svona fór en engan veginn verður neitt af því skrifað á reikning umræddrar kirkjuhugmyndar. Lærdómsríkt væri fyrir ýmsa, bæði fagfólk ýmislegt og yfirvöld, að gera úttekt á þróun þessa máls. Það er þó skoðun prestsins sem hlut á hér að máli að þungt vegi fortíðarfíkn og fastheldni fólks á það gamla. Virðist það nátengt trúarviðhorfum fólksins sem tengir fortíðina náið Guðdóminum og því er um hann snýst. ■ Vatnið og hringurinn eru í þessari kirkju tákn sem leggja saman til fullmyndunar veruleika okkar mannanna. Afþví allt á upphafsitt í Guði og lifir og hrœrist í honum er hrin- gurinn líka rétt tákn um eilífð hans, sem alltafhefur verið og alltaf mun vera. En hann er og nú. Pað undirstrikar Ijósið sem kemur ofan að. Það er algott, í því er ekkert illt eins og í hafinu. Eins og land og sjór fullgera jörðina og gott og illt fullkomna reynslu okkar mannanna, fullgera fimm þurrir hlutar og sjö í sjó hinn lárétta flöt kirkjunnar. Byggingin sjálfsem rís upp af grunnfleti sínum er öll tákn um þann veruleika sem lífið í Ijósinu, líf safnaðarins, er. 26 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.