Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 75

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 75
ALÞINGI OG MIÐBÆRINN Höf: Valdimar Kristinsson.viöskiptafrœöingur. Þrátt fyrir gífurlega fjárfestingu íslendinga í alls konar- byggingum á undanförnum árum og að því er virðist ómœlda eyðslu hins opinbera á ýmsum sviðum er ekki hœgt að segja að miklu hafi verið eytt í þœr opinberu byggingar, sem helst œttu að endurspegla reisn þjóðfélagsins. Alþingishúsið var vel við vöxt fyrir hundrað árum (jafnvel þótt áœtlaður kjallari þess yrði eftirí Bakarabrekkunni, þar sem byrjað var að grafa), en er nú fyrir löngu orðið alls ófullnœgjandi. Samt er engin samstaða um hvernig úr skuli bœta. Hœstiréttur erí eins konar raðhúsi, sem einnig er fyrir löngu orðið of lítið. Þá eru ráðuneytin dreifð út um allan bœí misgóðu leiguhúsnœði, en undartekning er þó Arnarhvoll, sem er í eigu húsráðenda.Nú eru þó bjartari tímar framundan að því er varðar Stjórnarráðið og fleiri ríkissfofnanir. Keyptar hafa verið aðalstöðvar Samband- sins við hlið Arnarhvols og þótt það húsnœði sé ekki nema rétt þokkalegt, þá gerir það kleift að sameina margar stjórnarskrifstofur á einum stað, auk þess sem hœgt verður að framlengja Arnarhvol við Ingólfsstrœti að Sölvhólsgötu. Með því móti kemst betra snið og meiri reisn á gamla Arnarhvol og hefði fyrr mátt vera. Þá má síðar bœta „raðhúsi" Hœstaréttar við Arnarhvol hinum megin og fá þarvirðulegan inngangíStjórnarráðið frá Lindargötu. íþróttahús Jóns Þorsteinssonar yrði síðan endurbyggt um leið og fyllt yrði í skarðið frá Hœstaréttarhúsinu. Þessutilviðbótar hefurríkiðsvotryggt sér nœrliggjandi lóðir niður að Skúlagötu og inn að Klapp- arstíg. Viðamesta framtíðarhugmyndin er þó ótalin, þaö er bygging nýs stjórnarráðshúss við Skúlagötu. Hafa sögufróðir menn bent á, að við hœfi vœri að slíkt hús yrði fullbúið árið 2004 á hundrað ára afmœli Stjórnarráðs íslands. Stórum bílageymslum mœtti koma fyrir á þessu svœði, og ef mönnum sýndist svo hafa gönguleiðir neðanjarðar á milli allra bygginganna. í nœsta nágrenni Arnarhvols er Safnahúsið, sem bráðlega hefur lokið upprunalegu hlutverki sínu. Það hús œtti að vera eins konar miðpunktur stjórnarráðshverfisins. Þar mœtti setja Forsœtis- ráðuneytið, ef það fœri ekki í núverandi Hœsfaréttarhús, en einkum œtti að nota Safnahúsið fyrir fundi og ráðstefnur. Þótt ísland sé kotríki er þjóðfélagið ekki svo aumt að þurfa til frambúðar að bjóða opinberum gestum, innlendum sem erlendum, upp í rishœð Rúgbrauðs- gerðarinnar, eða í íbúðar- hús við Tjarnargötu. í Safnahúsinu er einn virðulegasti salur landsins, núverandi lestrarsalur, og þar vœri hœgt að taka á móti gestum með fullri reisn. Annars staðar í húsinu eru mörg herbergi og salir, sem œttu að henta vel til ýmissa fundarhalda og ráðstefna. Tengsl við aðrar stjórnarráðsbyggingar gœtu verið neðanjarðar eins og áður sagði. Til þess að bœta umhverfið þyrfti að leggja af bílastœðið i milli Safnahússins og Arnarhvols, hvort sem það yrði niðurgrafið eða flutt annað, og gera þar garð er tengdist endurgerðum Arnarhóli eins og skipulagshugmyndir munu gera ráð fyrir. Eftir þessar hugleiðingar um stjórnarráðshverfi skal nú vikið að róttœkari hugmyndum. Þjóðleikhúsið þarfnast gagngerra endurbóta. Því ekki að œtla því nýtt hlutverk? Á Norðurlandaþingsfundum hefur það þótt henta vel til 72 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG þingstarfa. Hérerlagttil að húsinu verði breyttí Alþingishús og þingið starfi eftir það í einni deild eins og off hefur komið til orða. Við austurálmu hússins má reisa stóra byggingu við Lindargötu fyrir skrifstofur Alþingis og alþingismenn. Til rýmkunar að sunnanverðu mœtti síðan flytja hús HÍP, Hverfisgötu 21, alveg að Smiðjustíg. í virðuleikaskyni mœtti þó gera enn betur. Nú erujarðgöng í tísku. Með bví að grafa inn í Hverfisgötuna fyrir neðan Albýðuhúsið, og láta umferðina ekki koma upp á yfirborðið afturfyrren austan við Smiðjustíg eðajafnvel Klapparstíg, vœri hœgt að mynda eins konar torg fyrir framan nýja þinghúsið með rólegri um- ferð. Til frekari áherslu vœri hœgt að flytja "verslunar- hús Jóhanns Ólafssonar" nokkru innarí lóðina. Þarna vœri þingið komið í nábýli við móttöku- og fundarhús ríkisins (Safna- húsið), og gœti það leitt til margskonarhagrœðis. Þar á meðal má nefna, að sérbókasafn Alþingis og Stjórnarráðs gœti verið í hluta „Safnahússins" sem þá héldi að nokkru sínum fyrri einkenn-um. Varðandi Þjóðleikhúsið sem stofnun bendir margt til að hlutverk þess minnki með tilkomu Borgarleikhúss. Envelmœtti hugsa sér, að leikhúsið sem stofnun yrði sameinað íslensku óperunni og sýndi óperur og söngleiki í tónlistarhúsinu við Suður- landsbraut, sem hugmynd- ir eru um að rísi þar. Líklegt má telja að almennur leikri- taflutningur í Borgarleikhúsi og hjá fjölmörgum starfandi leikhópum muni fullnœgja eftirspurn almennings. Eitt leiði r af öðru. Ef þingið flytti að Hverfisgötu yrði gamla Alþingishúsið til ráðstöfunar fyrir aðra starfsemi. Engri stofnun hentaði það betur en Hœstarétti og bar með vœru húsnœðismál hans leyst. Miðja vega stœði svo „Útvegsbankahúsið" umbreytt í dómshús, eins og talað hefur verið um. Að þessum breytingum loknum hefði Lýðveldið ísland tekið til í stofu sinni, þar sem allt er nú á tjá og tundri. ■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.