Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 14

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 14
tónlist getur fylgt guðsþjónustunni, kórar geta verið litlir eða stórir eftir atvikum, með eða án hljómsveitar, leikþættir gætu jafnvel verið sýndir. Aðrir þættir í starfseminni em unglinga- starf, útfarir, skímir, félagastarf, AA- samtökin starfa hér og alls konar fundir em haldnir. Sp. Og hvernig þurfa svo húsakynnin að vera til að sinna þessu öllu og hvað þarf arkitekt að vita til að geta teiknað mannvirki við hæfi? Fyrst og fremst þarf húsnæðið að vera sveigjanlegt. Margt starfsfólk er hér og þess vegna er stórt rými fyrir alla þjónustu og fyrirgreiðslu. Bara stjómun kirkjumiðstöðvarinnar og rekstur hennar krefst nokkurs pláss. í fastri starfsemi í þessu húsi á sl. vetri störfuðu hér í hverri viku um 1100 manns. Margir undrast hve notkunin á mörgum kirkjum er mikil. Arkitekt sem ætlar að teikna kirkjur verður að vera kunnugur öllu þessu starfi sem þar fer fram; helst þarf hann að hafa verið þátttakandi í því sjálfur, en það eru ekki allir, sem þó hafa teiknað kirkjur- ástæðulaust að nefna nöfn. Sp. Einhver takmörk eru nú fyrir því hvað hægt er að gera; ákveðin helgi fylgir guðshúsi og einhver takmörk á því hvað hægt er að leyfa sér að breyta út af hefðbundinni guðsþjónustu kirkjunnar með alls kyns félagsstarfí, jafnvel félagslegri þjónustu sem ætti kannski að vera sinnt af viðkomandi bæjarfélagi. Hvaðerhægtaðgangalangt? Er nokkur hætta á að hinn hefðbundni þáttur kirkjustarfs- ins, guðsþjónustan, fari að verða útundan? Þetta er býsna góð spuming. Þetta hús er ekki byggt sem almenn félagsmiðstöð fyrirhverfið og verður aldreinægjanlegt til þess að sinna því hlutverki. Þetta er hús, sem er byggt fyrir safnaðarstarf og allt sem á að fara hér fram, þarf að vera innan þess ramma að það sé safnaðarstarf. Kirkjan á nauðsynlega erindi í ýmsu félagslegu starfi, t.d. í AA- starfi. Aðrar greinar geta auðvitað farið fram í húsinu og þá er það einkum sóknar- nefndar að meta það á hverjum tíma. Til dæmis má nefna leikjanámskeið á vegum Reykjavíkurborgar sem stendur nú yfir (það má greinilega heyra það inn á skrifstofu sóknarprests- ins), en borgin fær afnot af húsinu yfir sumartímann þegar hér er minna um að vera.Sp. Hvað með klúbba: Læons, Rótarí, o.s.frv? Ekki pláss .Sp. En er eitthvert grátt svæði? Þeir sem búa í þessu hverfi eiga húsnæðið og mega notaþað eftir því sem hentar. Sóknar- nefndin ræður mestu þar um.Sp. Er hugsanlegt að byggja hús með það fyrir augum að salurinn yrði samnýttur, þannig að þar færi fram alls konar blönduð starfsemi, t.d. íþróttir, dansieikir o.þ.h. ásamt guðsþjónustunni?Þetta hefur verið reynt t.d. í Skotlandi,þar sem miklir fólksflutnin- gar hafa verið úr sveitum til bæja eins og hér. En það hefur ekki gefist vel. Við höfum líka reynslu af því þegar við höfðum guðsþjónustu í skólasölum. Við erum mörg á þeirri línu að vilja láta kirkjuna fara inn á fleiri þætti mannlífsins, láta kirkjuna vera virkari í fleiri þáttum, bjóða upp á meira en bara guðsþjónustuna. Það er sjálfsagt þörf áminning til okkar að gleymaekkihelginni. Viðverðumaðgætaþess vel aðfaraþar ekki yfir strikið. Við teljum okkur hér hafa byggt og vera að byggja húsnæði fyrir safnaðarstarf í sem víðustum skilningi en ekki eingöngu fyrir hefðbundnar kirkjuathafnir.Sp. Hefur komið fram gagnrýni á þetta sjónarmið? Nú vill margt fólk - þeir eldri í söfnuðunum - hafa kirkjuna eins og hún var og hefur verið um aldir. í kynningarblaði, sem við gerðum um Seljakirkju, segir: „Hvað er kirkja? Margir munu svara þeirri spurningu með því að segja að kirkja sé hús með einhverju ákveðnu lagi, þá helst turni við annan gaflinn og krossi þar á. Þannig eru margir góðar kirkjur, það er rétt. En þeir, sem unnið hafa að undirbúningi kirkjuhúss fyrir Seljasókn hafa spurt jafnhliða: tilh hvers er kirkjuhús?” Spurningunni hafaþeir síðan svaraðþannig, að kirkjubygging séhús, sem nota skalfyrir alls konar trúarlegar ogfélagslegar þarfirfólks. Kirkjuhús er bygging,þar sem fólk kemur saman til trúarathafna, svo sem guðsþjónustu, hjónavígslna, útfara ogþess konar. Enþá sé ekki allt talið,því til þess að kirkjubygging rísi undir nafni, þurfi þar að vera rými fyrir ýmiss konar mannbœtandi starfsemi með trúarlegu staifi. Þar verði að vera viðamikið statffyrir alla aldursflokka, alla daga vikunnar. Kirkjubygging á að vera „lifandi ” bygging,þar sem fólk nýtur þess að koma saman og hefur yndi afþví. Þannig bygging á aðþjónaþörfumfólksins sem á hana og þáfyrst verði hún Guði til dýrðar.” Þetta er einmitt kjami málsins. Þama er gengið á hólm við þetta verkefni.Sp. Hvernig gekk að koma þessum sjónarmiðum tii safnaðarins? Lögð var fram mikil vinna við að kynna hugmyndir og skýra þær. Öll viðbrögð vom mjög jákvæð. Hér býr fólk sem margt er nýbúið að byggja og er vant að lesa teikningar. Við fengum mikinn meðbyr. Og flestir voru jákvæðir. Nær allir, sem hingað komu til að ræða um kirkjuna, hafa verið jákvæðir um gerð hennar. Að sjálfsögðu heyrðust aðrar raddir. Sumir vilja láta byggja „mini” útgáfu af dómkirkjunni. Mjög víða út um land má sjá áhrif frá dómkirkjunni. Við urðum auðvitað vör við þessa gagnrýni, en ekki víða. Sp. Nú er Seljasókn fjölmenn. Er söfnuðurinn of stór fyrir bygginguna? Fremur tel ég að starfsmenn séu of fáir. Einn prestur er allt of lítið. Landslög segja að hámark á prest sé 4000 manns, en í Seljasókn eru yfir 9000 manns. I raun ráðum við ekki við miklu meira en neyðarþjónustu eins og starfsemi er háttað í dag. Seljahverfið erein landfræðileg heild og það liggur beint við að það sé ein sókn en það þyrfti að auka þjónustuna við söfnuðinn.Þetta er ekki stór bygging. Við fengum gagnrýni í upphafi að hún væri of stór, en við gerðum könnun á því. I ljós kom að nýlegar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu voru á bilinu 800 til 1400 fermetrar að stærð og að 3 til 12 íbúar voru um hvem fermetra. Kirkjumiðstöðin hérverður 1140fermetrarogmunu verðaum 8 íbúar á hvem fermetra. Sp. Hvað með framtíðina? Söfnuðurinn verður að horfast í augu við breytinguna á hverj- um tíma, því mannlífið er jú alltaf að breytast og það þarf ekki einu sinni breytingar á aldursskiptingu íbúanna til þess að þarfimar verði aðrar. Það kallar á okkur kirkjulega starfsmenn að vera sveigjanlegir og ganga inn í þarfimar. Kirkjubygging okkar er einmitt hönnuð með þetta í huga, að við getum haft svo fjölbreytta möguleika. Við emm með stóra og litla sali, sem gefa möguleika á fjölbreyttri starfsemi. Astæðan fyrir að við byggjum í álmum er sú að vilja taka í notkun hluta byggin- garinnar áður en hún er fullgerð. Þegar allt er fullbyggt getur margt verið í gangi í einu án þess að einn tmfli annan. Ef allt væri undir einu þaki væri hætta á að eitt tmflaði annað, en með þessu fyrirkomulagi teljum við að í þessu húsi séu mörg híbýli. - Þökk fyrir spjallið. ■ 12 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.