Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 90

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 90
„SÝN“ Grundarfirði. NÝ VIÐHORF TIL SJÓMANNAMINNISMERKJA Höf: Aöalsteinn Ingólfsson. UM tvö útilistaverk Steinunnar Þórarinsdóttur. Útilistaverk eru sjaldgœf utan Reykjavíkur, og þau táu verk af því tagi sem finna má annarsstaöará landinu mundu flestflokkast undir minningarmörk. Upp til sveita hafa ýmiss konar samtök reist nafntoguöum héraöshöföingjum og skáldum minnismerki, en viö sjávarsíöuna er algengast aö finna táknmyndir eöa myndastyttur helgaöaríslenska sjómann- inum. Ekki verður efast um góöan ásetning þeirra sem staöið hafa fyrir gerð þessara verka. Hins vegar hefur uppskeran sjaldnast veriö í samrœmi viö ásetninginn. Einkum á þetta viö sjómannamydirnar, sem flestar eru klunnalegar upptuggurá örfáum stööluöum hugmyndum. Tvœr gleöilegar undantekningar er þó aö finna frá þes- sari fremur raunalegu reglu, og eru báöar eftir sama listamanninn, Steinunni Þórarinsdóttur. Steinunn erfœdd áriö 1955, stundaði listnám bœði í Bretlandi og á Ítalíu, hefur tekið þátt í fjölda sýninga og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir skúlþtúra sína, sem flestir ganga út frá návist mannsins. Það var hins vegar ekki fyrr en 1985 aö Steinunn geröi sitt fyrsta útilistaverk eða umhverfisverk, sem er sjómannaminnismerkið „Álög" í Sandgeröi, gert aö tilhlutan Miöneshrepps í tilefni aldarafmœlis hans. Steinunn fékk frjálsar hendur aö ööru leyti en því aö farið var fram á að verkið tengdist sjómönnum eöa sjósókn, auk þess sem ákveðið var aö staðsetja þaö við veginn inn í Sandgeröi fremur en í námunda viö hafið. Vegfarandinn yröi því minntur á undirstöðuatvinnuveg þorpsins á leiöinni inn í það. „Þegar ég er aö vinna aö svona verkefni finnst mér mikilvœgt aö treysta fyrstu hugboöum eða hugdett- um sem ég fœ á staðnum. Ég var aö vísu staðráðin í aö gera öðruvísi myndverk um sjómennsku en þaö var ekki fyrr en ég kom til Sandgerðis aö mér flaug I hug aö túlka hana sem hluta af eilífri baráttu mannskepnunnar við náttúruöflin," segir Steinunn. Þaö gerir hún með því aö stilla saman á steyptum fleti mannslíkneski í fullri stœrð, steyptuúrpottjárni,og þremurstœrri „bylgjum" úrryðfríu stáli og hallast hvort aö ööru á grunnfletinum, sem raunar rís meö „bylgjunum". Þessi togstreita manns og náttúruafla er síðan ítrekuð meö efniviöum. Pottjárn er „mjúk" málmblanda sem veörast og ryðgar, „eldist" engu síöur en manneskjan, en ryöfrítt stál er eins varanlegt og nokkurtefni geturverið. Er þá niðurstaða listkonunnar sú aö manneskjan sé dœmd til aö lúta í lœgra haldi fyrir náttúruöflunum. Athyglisvert er aö mannslíkneski hennar er ekki heilsteypt, heldur klofið í tvennt. Sjálf nefnir Stein- unn líkneskið „skel aö manni", sem er vísast óbein tilvísun íþau kristnu frœöi sem upphefja andann á kostnaðefnissins (sjá t.d. 1. Mósebók, 2:7). Sem sagt, holdið erforgengilegt en andinn á í fullu tré við náttúruöflin. íbúar Sandgeröis tóku verki Steinunnar vel og til þessa hafa skemmdarvar- gar aö mestu látið þaö óáreitt. í fyrra var Steinunn síöan fengin til aö gera annað sjómannaminnismerki, í þetta sinn í Grundarfirði. Verkiö, sem ber nafniö „Sýn", var afhjúpað í júní sl. Öfugt viö það sem gerðist í Sandgerði varö listakonan strax fyrir miklum áhrifum af staðháttum í Grundarfiröi, einkum mikilfenglegu Kirkjufellinu sem blasir við úr öllum áttum. Ákvaö hún strax aö taka mið af því í verki sínu. Minnismerkinu var œtlaður staður á opnu svœði sem skipulagt hefur veriö til útivistar fyrir Grundfiröinga, milli kirkjunnar á staðnum og dvalarheim- ilis aldraðra. Svœöið stendur hátt og sést því langt að, jafnt af láði sem legi. í þessu tilfelli afréð Steinunn aö hylla 88 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.