Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Blaðsíða 92
ARKITEKTAFÉLAGS FRÉTTIR
Vinnufundur ACSA, AÍ og EAAE
í Reykjavík dagana 6.-9 júlí
Grein: Stefán Benediktsson.arkitekt.
DAGANA 6.-9. júlí sl. var haldinn alþjóölegur vinnufundur
í Reykjavík. Að þessum fundi sfóöu A.Í., samtök kennara
í byggingarlistí Evrópu (EAAE) og samtök kennara í bygg
ingarlist í Norður - Ameríku (ACSA). Fundur þessi var ein-
stakur að því leyti að fulltrúar þessara stóru evrópsku og
norður- amerísku samtaka voru að þinga opinberlega í
fyrsta sinn. Efni fundarins var upphaf kennslu í bygging-
arlist á íslandi. Ástœður þessa fundar eiga sér einn
samnefnara sem er Bjarki Zóphóníasson, íslenskur arkitekt
sem starfar í Sviss og kennir í Bandaríkjunum. Bjarki hefur
tengst bœði evrópsku og norður- amerísku kennara-
samtökunum, auk þess að hafa lengi haft áhuga á
íslenskum skóla í byggingarlist. Áhugi hans og atorka á
stœrstan þátt í að vinnufundur þessi varð að veruleika.
Erlendir þátttakendur fundarins voru þrír frá Bandaríkju-
num, einn frá Kanada, einn frá Danmörku, einn frá
Noregi, einn frá Sviss og einn frá Bretlandi. Af hálfu A.í.
tóku þátt fulltrúar menntamálanefndar og fulltrúar
starfshóps sem fjallað hafði um spurninguna hvort skóli í
byggingarlist á íslandi œtti rétt á sér. Auk þess sátu
fulltrúar stjórnar A.í. fundinn og félagsmenn. Fulltrúi
menntamálaráðuneytisins, Stefán Stefánsson sat fundinn
einnig. Fundarstjóri varStefán Benediktsson. Fundartorm
var með þeim hœtti að framsaga einstakra þátttakenda
var felld inn í stöðuga umrœðu sem hófst seinni part
fimmtudagsins 6. júlí og lauk síðla dags laugardaginn 9.
júlí. Ásunnudaginn 10. júlí varfarið með erlendu gestina
í ferð um Suðurland og skoðuð náttúra og stöku bygging-
ar.
Fundarlok vinnufundarins voru með þeim hœtti að helstu
niðurstöður umrœðnanna voru teknarsaman með óform-
legum hœtti, festar á blað og þýddar á ensku og íslensku.
Hér var um að rœða þau atriði sem þátttakendur náðu
að rœða til hlítar á þeim tíma sem þeir höfðu til starfans.
Umrœðurnarvoru mjög lœrdómsríkarfyriríslensku þátttak-
endurna. Umrœðurnarsnerustumsvörviðþeimspurning-
um sem verða þegar stofna á skóla. Hvers vegna þarf
íslenskan skóla í byggingarlist? Hvað á skólinn að vera til
margra ára og hvaða námsgreinar eiga að vera í boði?
Eiga nemendurað verja hluta námstímans erlendis og þá
hvenœr? Hvar í menntakerfinu á skólinn að vera? Á
hann að vera sjálfstœður, innan Háskólans eða utan eða
í tengslum við aðrar menntastofnanir Háskólans? Hvaða
ávinningur er af byggingarlistarskóla fyrir aðrar mennta-
stofnanir, t.d. Háskólann? Hvernig á að vinna að því að
skólinn verði stofnaður?
Menningarlegtsjálfstœði og náttúrufarsleg sérkenniíslands
eru nœg rök fyrir stofnun skóla til að mennta fólk í því að
móta þá umgjörð sem umlykurfólk meira og minna allan
sólarhringinn. Skólann á að miða við fullnaðarnám, er-
lenda reynslu má nýta sér með margskonar hœtti þ.e.
nemendur geta verið erlendis um skemmri eða lengri
tíma en heimsóknir erlendra manna hingað eru líka
gagnlegar. Mikilvœgust eru gœði skólans og það hlutverk
hans að gera íslenska byggingarlist að þrœði í þeim vef
sem kalla má íslenska menningu. Til þess er
rannsóknarstarfsemi á sviði byggingarlistar nauðsynleg.
Byggingarlist er blanda þekkingar úr listum og vísindum.
Listrœn þekking og vísindakennisetningar renna saman í
skýrt afmörkuð frœði byggingarlistarinnar. Þessi frœði
eiga heima innan veggja Háskólans þar sem þau nytu
stuðnings skyldra frœða um leið og þau vœru mikilvœg
viðbót við heim Háskólans með umfjöllun sinni um sjónlist
og hönnun.
InnanA.Í. hefurumrœðanum byggingarlistarskóla staðið
nokkuð lengi. Málið er nú komið á skrið fyrirtilstilli yfirvalda
og áhugamanna innan félagsins. Þessi alþjóðlegi vinnu-
fundur íslenskra arkitekta og kennara í byggingarlist frá
Evrópu og Norður - Ameríku var feikna gagnlegur fyrir
okkur íslensku þátttakendurna. Nœsta skref í baráttunni
fyrir byggingar listarskólanum verður að fá ráðinn mann á
vegum A.í. og menntamálaráðuneytisins til að skipu-
leggja stofnun skólans. Eins er það mjög mikilvœgt að
efna til samráðs allra þeirra aðila sem hagsmuna eiga að
gœta á sviði byggingarlistar svo hœgt sé að njóta
ráðgjafar þeirra við undirbúning og framkvœmd stofnunar
skólans. Hér er um að rœða fulltrúa yfirvalda,
verkfrœðinga, tœknifrœðinga, landslags og innanhúss
arkitekta, byggingarmeistara, iðnaðarmenn, fulltrúa
rannsóknarstofnana og Háskólans, listaháskólans og
iðnrekenda. Miklu máli skiptir að A.í. eigi frumkvœði að
því að skapa sem víðtœkasta samstöðu um þetta góða
málefni og hlutist til um að gœtt sé hagsmuna allra þeirra
sem tengjast starfi okkar.
Erlendir gestir okkar og innlendir og fórnfúsir einstaklingar
sem gerðu ráðstefnuna að veruleika eiga allir mikið
þakklœti skilið fyrir þátttöku sína. ■
Fréttatilkynning frá Félagi húsgagna og innanhússhönnuða, FHI. Af gefnu tilefni vill stjórn Félags
húsgagna og innanhússhönnuða vekja athygli þeirra er huga að námi í „Akademsik brevskole" á eftirfarandi: FHI er lögverndað
félag, sem er aðili að alþjóðlegum samtökum húsgagna og innanhússhönnuða, International Federation of Interior Architects and
Designers, IFI. IFI teiur að nám úr „Akademisk brevskole" fullnœgi á engan hátt inntökuskilyrðum í félög innan samtakanna, sem
eru þriggja til fjögurra ára háskólanám(lágmark) eða jafngildandi nám úr listaskólum og sambœrilegum fagskólum. Að dómi IFI
er nám úr „Akademisk brevskole" sambcerilegt eins árs námi úr viðurkenndum skólum. Stjórn FHI. ■
90
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG