Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 15
á árinu 1988 yrði keypt vatnsrennibraut við Laugardalslaug.
Við lokaafgreiðslu borgarstjómar á fjárhagsáætlun
1988 var þetta samþykkt. Forsögn að hönnun og
byggingu var lokið í byrjun febrúar og var þá auglýst
lþjóðlegt útboð. Gengið var til samninga um hönnun og
byggingu vatnsrennibrautar við lægstbjóðanda Hydro Sport
A/B frá Svíþjóð.
Til aðstoðar við gerð forsagnar voru fengnar
Verkfræðistofan Hönnun hf. og Jes Einar Þorsteinsson,
arkitekt og Rafhönnun hf. Verkfræðistofan Hönnun hf. sá
um burðarþolshönnun. Umsjón með hönnun, gerð
útboðsgagna og byggingastjóm hafði byggingadeild
borgarverkfræðings.
Eftir að samið hafði verið við lægstbjóðanda hófst
hönnun á undirstöðum og hófust framkvæmdir við þær 2.
maí 1988 og var Ármannsfelli hf. falið að reisa þær.
Hydro Sport sá um uppsetningu vatnsrennibrautar og
hófst hún 9. júni og lauk 21. júní sl. ogbrautin var síðan
opnuð 24. júní 1988.
Samtímis uppsetningu rennibrautar voru gerðar
endurbætur á lóð sundlaugarsvæðisins og sá Garðyrkja
Reykjavíkurborgar um þá framkvæmd.
Vatnsrennibrautin er 81 m á lengd og er hún úr
lituðu trefjaplasti. Fyrstu 30 metrar brautarinnar em undir
gegnsæju pexigleri.
Dælt er um 2000 lítrum af vatni á mínútu beint úr
lauginni í brautina. Það tekur um 20 sek. fyrir meðalmann
að renna sér eina ferð í brautinni. Meðalhraðinn er um 15
km/klst. Stigahúsið sjálft er um 10 m á hæð en byrjunar
hæðin á vatnsrennibrautinni er um 8 m. Veggur í sjálfri
lauginni er til þess að aðskilja vatnsrennibrautargesti frá
öðrum gestum og til þess að hafa enda laugar í minnst eins
metra dýpi. Samtímis er sett upp ein 5 metra löng
vatnsrennibraut fyrir yngstu bömin.
GERVIGRASVÖLLUR
Árið 1984 var opnaður fyrsti gervigrasvöllurinn á
Islandi. Upphaflega var gert ráð fyrir því, að grasið yrði
lagt árið 1983, en vegna hættu á missigi var horfið
frá því og ákveðið að skipta framkvæmdinni á tvö ár.
Tilboð í gervigras, útlagt og fullfrágengið, voru
opnuð 18. janúar 1984. Alls bárust 18 tilboð og komu 12
þeirra til umfjöllunar. Hinn 10. apríl 1984 samþykkti
borgarráð að ganga til samninga um kaup á gervigrasi frá
fyrirtækinu Balsam í Vestur-Þýskalandi.
Undir gervigrasinu era tvö gegndræp malbikslög og
hitalagnir með 20 sentimetra millibili í neðra laginu, og á
efra malbikslagið kemur sérstakt undirlag, 10 mm þykkt,
sem grasdúkurinn er límdur á, en stráin em 9.5 mm há en
völlurinn er alls um 8.000 m2. Þá var komið fyrir eininga-
húsi fyrir búningsaðstöðu fyrir leikmenn.
Árið 1985 vom ljóskastarar settir upp við völlinn og
voru þeir fluttir frá Melavellinum. Síðan hefur völlurinn
verið girtur af, koinið fyrir miðasöluskúrum,
salemisaðstöðu fyrir áhorfendur og áhorfendastúka byggð
Notkun á gervigrasvellinum:
Nýttir tímar Iðkendur
1984 139 1795
1985 2398 41540
1986 3074 49670
1987 2743 56339
1988 2541 64151
1989 2822 62597
ÍÞRÓTTAHÚS VIÐ FJÖLBRAUTASKÓLANN í BREIÐHOLTI
Nú standa yfir lokaframkvæmdir við íþróttahús við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Húsið, sem er 2140 m2 ,er
tengt við sundlaugina sem áður var byggð.
I íþróttahúsinu, sem rúmar 1500 áhorfendur, er gert
ráð fyrir að fari fram kennsla á vegum skólanna í hverfinu
og æfingar og keppnir á vegum íþróttahreyfingarinnar.
Arkitekt hússins er Guðmundur Þór Pálsson.
ANNAÐ
Reykjavíkurborg stendur að ýmsum öðmm
framkvæmdum á sviði íþróttamála, bæði ein sér og í sam-
starfi við aðra, svo sem íþróttafélögin, nágranna-
sveitarfélögin vegna framkvæmda í Bláfjöllum svo eitthvað
sé nefnt. Þær framkvæmdir, sem í þessari grein er
sérstaklega lýst eru þær nýstárlegustu hver á sínu sviði og
breyta mestu um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar. ■
JÚLÍUS HAFSTEIN
12
13