Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 20

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 20
ÞÁTTUR ÚR SÖGULEGU IÞROTTAMAN NVIRKJA A YFIRLITI ÍSLANDI Saga íslenskra íþróttamannvirkja er þar til fyrir 133 árum heldur fábrotin en þó markverð og það enn meir ef mannvirki til baða eru meðtalin. Iþróttamannvirki telst sú aðstaða sem menn gera sér til íþróttaiðkana inni eða úti við. Hver er fyrst eða elst slík aðstaða hérlendis? Hún mun án efa vera tengd sundíþróttinni. I fomum íslenskum ritum er sundlaug aðeins nefnd á einum stað en vel getur verið, að einhverjar þeirra „lauga“ sem nefndar em hafi verið til „sundfara" engu síðurentil línþvottaog baða. Sundstæði og sundgarðar eru ömefni ofan Hólastaðar og innan túns Hofs í Hjaltadal. I ævisögu séra Jóns Steingrímssonar (eldklerks), nemanda í Hólaskóla 1744-50, skrifaði hann: „Var þar til hlaðin sundtóft fyrir ofan tún staðarins af fommönnum (annað eins form er fyrir ofan fjósið á Prestsbakka á Síðu).“ Var í hana hleypt vatni úr köldum læk. I túninu á Hofi var ömefnið sundgarður á grónum garði fyrir mynni lautar. Þegar jafna átti úr þessari ójöfnu með ýtu, rakst tönnin í hleðslu. Hún var síðan grafin upp í lengd sinni og sýndi stíflugarð, svo að í lautinni varð sundstæði, er fjallalækur var látinn breiða sig út yfir grasigróna halla niður í lautina. Slíkri mannvirkjagerð lýsti Jónas skáld Hallgrímsson í sund- kennslubók þeirri sem þeir Fjölnismenngáfuút 1836. Þá lýsingu tók hann upp hjá sjálfumsér. Húnerekki íbók V. V. Fr. Nachtegall, höfund- ar sundleiðbeininga Dana, sem Jónas þýddi. Hann hefur unnið sér nóg til frægðar, þó ég sé ekki að gera því skóna, að hann sé höfundur mannvirkjagerðarinnar. Jónas munhafalærtsundhjáJóni Þ. Kæmested frá Skriðu í Hörgárdal í stíflulóni - sundstæði - að Syðra-Laugar- landi í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Eitthvað hafði Jónas að þakka Jóni, því að eitt fegursta kvæði sitt - til vinar - orti hann sitjandi á leiði hans. Að Reistará í Amarneshreppi í Eyjafirði gerði Jón sundstæði 1821 og hóf sína affarasælu sund- kennslu. Þó að hann væri hagur og hugvitsamur munu sundgarðar hlaðnir fyrir lautarmynni vera honum eldri. Rétt að láta Jónas, hið ástsæla skáld, lýsa þessari íslensku mannvirkjagerð. UM SUNDSTÆÐI (Fyrsti kafli bókar- innar: Sundreglur sem Jónas Hallgrímsson skáld þýddi og staðfærði) „Víðast hvar um Island er hægt að fá sundstæði, og sumstaðar svo góð, að varla em önnur betri í heiminum; tel ég til þess laugamar, þar sem svo er háttað landslagi, að hlaðið verður fyrir þær, og búin til tjöm. Þessa kosti ætti allsstaðar að nota, því sundið lærist hálfu fyrr, eins og öllum er auðskilið, þegar vatnið er svo hlýtt, að menn geta verið niðri í því kuldans vegna, eins lengi og þeir vilja. Það er líka gott sundstæði, ef vatni verður hleypt í hentuga lægð, og látið standa þar um sumartíma. Þaðhlýnarþásvo af hitanum í loftinu og jarðarylnum að neðan, að það verður jafnhlýtt veðrinu, og þarf þá ekki meira með, þegar bærilegt er úti. Sama er að segja um sjóinn; hann verður sæmilega hlýr á sumrin mót sólu, og er því betra að læra sund í honum, að sjóbaðið er hollara, og er það ráð, að allir noti hann, þar sem vel hagar til. Verst eiga þeir með sundið, sem hafa ekki nema ár eða fljót að læra það í. Straumvatnið á íslandi er vant að vera kalt; þvi það kemur mest undan jöklunum, og er hávaðinn af því þiðnaður ríkning: Jes Einar Þorsteinsson. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.