Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 28

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 28
Var það byggt á árunum 1959 - 1965. Fyrsti landsleikur í handknattleik fór þar fram árið 1965, milli Islands og Rússlands. Salarstærð til keppni er þar 25,0 x 45,0 m en til æfinga 32,0 x 45,0 m, auk þess er minni salur 10,0 x 20,0 m í húsinu. Laugardalshöllin hefur leyst mikin vanda í 25 ár, bæði fyrir allt íþróttalíf, svo og fyrir öll þau sýningarsamtök, sem staðið hafa fyrir vörusýningum á þessum árum. Á árunum 1950 - 1960 var unnið markvisst að því, að hér risu íþróttahús í öllum hverfum borgarinnar. Knattspymufélag Reykjavíkur reið á vaðið að byggja stórt íþróttahús fyrir innanhússæfingar fyrir þær greinar, sem félagið lagði stund á. Salurinn var 16,0 x 32,0 m reistur árið 1953, og var þá langstærsti íþróttasalur á landinu. Nokkru síðar byggðu svo Valur og Ármann íþróttahús, þar sem salarstærð var sú sama og hjá K.R. I framhaldi af þessum byggingum tóku íþróttafélögin og Í.B.R. upp samvinnu við Reykjavíkurborg, að allir íþróttasalir, sem byggðir yrðu á næstu árum, yrðu nokkuð stærri en lágmarksstærð fyrir skólana. Með slíkri ákvörðun gæti orðið um vemlega samnýtingu að ræða á íþróttasölum, þannig að skólar notuðu þá á daginn og íþróttafélög á kvöldin. Borgaryfirvöldin tóku þessari tillögu vel. Gert var yfirlit um stærðir, sem stefnt skyldi að því að byggja í Reykjavík. Þrjár stærðir voru valdar: 16,0 x 32,0 m, 22,0 x 44,0 m, og 27,0 x 45,0 m. Yfirleitt er hægt að skipta þessum sölum í minni einingar. Með tilliti til margra íþrótta erstærðin 27,0 x 45,0 m mjög hentug. Hér var fyrst og fremst um fjölnota íþróttahús að ræða, enda mikil vöntun á aðstöðu fyrir íþróttahreyfinguna, og því nauðsynlegt, að sem flestar greinar fengju aðstöðu til æfinga, jafnvel þó húsin hentuðu ekki að öllu leyti. Fjölnota íþróttasalir geta aldrei hentað öllum íþróttagreinum. T.d. þarf lýsing að vera mjög mismunandi, eins og t.d. í badminton og handbolta. Þá háir það oft leikmönnum þegar búið er að mála vallarstærðir á gólfið fyrir 5-6 íþróttagreinar. Sama gólffjöðrun hentar ekki öllum greinum. Vanda þarf til hljómburðar í íþróttasölum, en á það hefur skort. En uppbygging þessara mörgu húsa hefur orðið mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið. Með þeim mörgu íþróttahúsum, sem reist hafa verið á síðustu þremur áratugum, hefur mikill vandi verið leystur. En það sem nú blasir við, er að við þurfum að einbeita okkur á næstunni meira að byggingu sérhæfðra íþróttasala, sem henta fyrir eina eða tvær greinar. Segja má, að þessi þáttur hafi byrjað þegar T.B.R. byggði sitt fyrsta sérhæfða badmintonhús við Gnoðarvog, en það hús var tekið í notkun árið 1976. íþróttahús Háskólans, húsið sem var byggt. Vestur-h/icf 26

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.