Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 70
bárust alls 249 tillögur, þar af 10 frá Islandi. Valið var eitt hús frá
hverju landi til að byggja á sýningarsvæðinu. Höfundur íslensku
tillögunnar, sem valin var, er Guðmundur Jónsson, arkitekt.
Aðstandendur sýningarinnar, Malmöborg, verktakafyrirtækin
Skánska og NCC standa fyrir byggingu húsanna, en leitað verður
eftir stuðningi framleiðanda innréttinga og húsbúnaðar í hverju
landi í sambandi við innviði.
Listiðnaðarsýning:
Eins og oft hefur komið fram stendur íslenskur listiðnaður sig vel í
samanburði við listiðnað annarra landa. Byggður verður sérstakur
skáli fyrir listiðnaðarsýningu, en telja má að hlutdeild íslands verði
hvað mest í þeirri sýningu. Þegar hafa verið valin til sýningar verk
eftir 18 listiðnaðarmenn. í útigarði, svokölluðum spegilgarði, sem
tengist listiðnaðarskálanum verður komið fyrir einu útiverki frá
hverju landi.
Iðnhönnun:
í Iðnhönnunarskála, sem er um 1800 m2 að flatarmáli, mun verða
fjölbreytileg kynning á hönnun nytjahluta. Viðamikið þema í
skálanum verður mikið safn stóla, sem framleiddir hafa verið á
Norðurlöndunum síðasta áratuginn. í þessum skála verða einnig
sýnd hverskonar tæki og hjálparbúnaður í sambandi við
heilsugæslu og tæki fyrir hreyfihamlaða. Iþróttir og frítími munu
einnig fá sinn skerf auk öryggisbúnaðar. Ný lína: „Innrétting”
götunnnar tengist þema þessa skála, en einum hönnuði í hverju
landi hefur verið falið að gera tillögur að götuumhverfi, sem áætlað
er að setja upp og nýta á sýningarsvæðinu.
Fortíð, framtíð:
í þriðja stóra skálanum verður sýning, sem fyrst og fremst tekur
mið af því að hvetja ímyndunaraflið eða hugsunina. Þar verður
byggt á hlutum, sem sóttir verða til fortíðar, en einnig reynt að
skyggnast inn í umhverfi mannsins eins og það kynni að verða í
framtíðinni.
Sérstakur barnagarður verður byggður á svæðinu og er höfuð-
þema vatnið, sem liðast gegnum garðinn og hverfur loks niður í
hafið við bryggjuna.
Sýningarturn.
Sýningarsvæðið í Malmö.
'mh: