Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 83

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 83
Reston og Cólumbía, nýir bœir í Bandaríkjunum CÓLUMBÍA Afrek byggingafyrirtækisins Rouse Company urðu oft á vegi okkar í ferðinni í Baltimore og Boston og í Phíladelphíu og New York, eins og rakið var í fyrri grein. Viðamesta framtak fyrirtækisins er þó líklega bygging bæjarins Cólumbíu í Marylandfylki milli Washington og Baltimore. Hvatinn að byggingu borgarinnar er sprottinn úr hugarheimi James W. Rouse, eiganda Rouse Company. Af ádrepu sem hann flutti um bandarískar borgir árið 1966 má skilja að Cólumbía sé svar hans við ómarkvissri og oft tilviljunarkenndri uppbyggingu þeirra. Staðarvalið markaðist af þörf fyrir stórt óbyggt land Skematískt kort af Cólumbíu. Þessi grein fjallar um Reston og Cólumbíu, tvo nýja bœi nálœgt Washington, sem skipulagsnefnd Reykjavíkur heimsótti á ferð sinni til Bandaríkjanna í apríl á síðasta ári. Þeir eru báðir framtak athafnamanna sem vildu byggja fyrimyndarbœ eftir sínu höfði. Fyrirmyndarbæir eru líklega síungt markmið og flestir eru þeir tilraun til að gefa svar við vandamálum samtímans. Svo er einnig um Reston og Cólumbíu en þeirra svör eru tœpast endanleg eða altœk,frekar en fyrirmyndarbœja fyrri tíma, en engu að síður áhugaverð. nálægt þéttbýlu svæði þar sem horfur voru á enn frekari fólksfjölgun. Landið varð einnig að vera falt á hinum frjálsa markaði. Alls keypti fyrirtækið um 140 eignir, allt landbúnaðarland, samtals um 5600 hektara. Til samanburðar má geta þess að land Reykjavíkur vestan Elliðaáa er tæpir 2000 hektarar. Fyrsta landið keyptu þeir um mitt ár 1962 en framkvæmdir hófust þó ekki fyrr en yfirvöld í Howard- héraði höfðu samþykkt landnotkun og nýtingu fyrir nýjan bæ (new town zoning) árið 1965. Fyrstu íbúamir fluttu inn á miðju ári 1967 og var reiknað með að bærinn byggðist upp á 15 árum. í Cólumbíu fullbyggðri munu búa um 110 þúsund manns. Fyrsta áætlun hljóðaði upp á um 100 þúsund manna bæ svo að hægt væri að standa við gefin loforð um þjónustu, atvinnu og arðsemi af framkvæmdum. Ibúafjöldinn var um tíundi hluti þess fjölda sem áætlað var að vildi setjast að á svæðinu milli Washington og Baltimore næstu 15 árin eftir að framkvæmdir hæfust. Framtakið átti að höfða til þess hluta markaðarins sem hefði trausta fjárhagsafkomu og hefði hug á að setjast að á þessum slóðum á þeim tíma sem Cólumbía væri í byggingu. Snemma í skipulagsvinnunni var skipuð nefnd 14 sérfræðinga á sviði menntamála, heilbrigðismála, útivist- armála, hagfræði, félagsfræði, sálfræði og samgangna, sem um síðir gerði forsögn að skipulagi bæjarins. í eftirmála að skipulagi Cólumbíu er einmitt lögð áhersla á góða reynslu af þverfaglegum undirbúningi. Þar segir einnig að undirbúning- ur eigi að skila skýrt mótuðum almennum markmiðum sem eigi að fylgja eftir af einurð. Það eigi þó ekki að líta á skipulagið sem endanlegt, það verði að vera móttækilegt fyrir þær breytingar sem reynslan leiðir af sér. Skipulag samfélags og mótun umhverfis verða að fylgjast að. Þrjú meginmarkmið voru lögð til grundvallar skipulagi Cólumbíu: 1. Að skapa samfélag og umhverfi í þágu fólksins oghlúaþannigaðmannlífinuþar. 2. Að varðveita og auka 81

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.