Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 88
að segja um margar aðrar andlits- og
brjóstmyndir í borginni. Slíkar myndir
þola ekki mikið rými, þurfa stuðning
af trjágróðri, vegg eða vegggróp. Það
var til dæmis raunalegt að horfa upp á
höfuð Tómasar Guðmundssonar á
stalli sem var svo hár og mjór að
minnti á níðstöng.
Víða er pottur brotinn í
staðsetningu ýmiss konar táknrænna
skúlptúra í borgarlandslaginu. Gætu
menn lært mikið af því hvemig
styttum Einars Jónssonar hefur verið
komið fyrir í garði hans við Hnitbjörg.
Af eftirminnilegum og viðeigandi
MYNDATEXTAR:
1. Sigurjón Olafsson, Héðinn
Valdimarsson, v. Hringbraut.
2. Asmundur Sveinsson, Gegnum
hljóðmúrinn, v. Aðalskrifstofur
Flugleiða.
3. Gerður Helgadóttir, ónefnd mynd, á
Lækjartorgi.
staðsetningum má nefna styttuna af
Sæmundi á selnum á flötinni fyrir
framan Háskóla íslands, sem rímar
fullkomlega við stað og stofnun.
Nýuppsett verk Ásmundar, Björgun,
sem sett var upp við Ægissíðu árið
1984, hæfir staðnum og er auk þess
nógu stórbrotið til að bjóða byrginn
því mikla rými sem í kringum það er.
Jámsmiður Ásmundar við
Snorrabraut er inntakslega séð ekki í
beinum tengslum við umhverfi sitt, en
fær gott mótvægi af grasbalanum sem
hvelfist um verkið. Svipaða sögu er að
segja af Utlögum Einars Jónssonar á
mótum Suðurgötu og Hringbrautar, en
það verk nýtur góðs af trjám og
kirkjugarðsvegg í baksýn. Hins vegar
kann ég ekki við staðsetningu
Vatnsberans svo langt úr alfaraleið.
Útilistaverki er í raun ekki lokið fyrr
en það kemur fyrir augu sem allra
flestra.
Ef litið er til afstraktverka,
samsvarar mynd Ásmundar, Gegnum
hljóðmúrinn, sér frábærlega vel fyrir
framan byggingar Flugleiða á
Reykjavíkurflugvelli, bæði formrænt
og inntakslega. Sama má segja um
skúlptúr Jóhönnu Þórðardóttur við
byggingu Rafmagnsveitu Reykjavíkur
við Suðurlandsbraut. Það verk kann
þó að fara framhjá þeim sem ekki eiga
erindi við fyrirtækið.
Andlit sólar eftir Ásmund við
Menntaskólann í Reykjavík hefur
farið fyrir brjóstið á mörgum, svo
mjög sem verkið virðist á skjön við
stað og stofnun. Þó virðist verkið hafa
unnið sér þegnrétt á þessum
viðkvæma stað, og myndar þar bæði
formrænt og menningarlegt mótvægi
við gömlu byggingamar í baksýn.
Færi samt betur á því að hækka stall
verksins. Islandsmerki Sigurjóns
Ólafssonar við Hótel Sögu er rúmfrekt
verk sem ekki er auðvelt að
yfirskyggja, en nýtur sín tæplega nógu
vel þar sem það stendur, með
hótelálmu á aðra hlið og bensínstöð á
hina.
Því miður er allt of mikið um
óheppilegar staðsetningar afstrakt-
verka í borginni. Oftast er þeim komið
fyrir einhvers staðar úti á víðavangi,
einkum nálægt akbrautum, þar sem
fáir koma á þær auga nema á fleygi-
ferð. Gisinn álskúlptúr Ásmundar,
Undir friðar- og landnámssól (upps.
1974), var til skamms tíma uppi á
Ártúnsholti þar sem enginn kom nema
fuglinn fljúgandi. Þegar loksins komst
á byggð í kringum þetta verk, var það
flutt niður að kálgörðum við helstu
hraðbraut borgarinnar, Vestur-
landsveg!
Fallandi gengi eftir Inga Hrafn
Hauksson (upps. 1982) er nú efst í
Árbæjarhverfi, og fær þar litla stoð frá
umhverfi sínu. Femingar eftir Hall-
stein Sigurðsson (upps. 1976) em
sömuleiðis opið verk, afskekkt, og án
nauðsynlegs bakhjarls. Man svo
nokkur eftir uppréttu verki eftir
franskan myndhöggvara, Maurice
Lipsi að nafni, er stendur eitt síns liðs
á Hagatorgi (upps. 1983)? Ónefnd
mynd Gerðar Helgadóttur (upps.
1978) er að vísu á fjölfömum stað, en
tapar reisn fyrir það að stallur hennar
er alls ekki nógu hár.
Hér var ekki ætlunin að gera
heildarúttekt á staðsetningum útiverka
í Reykjavík, heldur benda á ýmsa
þætti sem taka þarf tillit til við
umhverfismótun af því tagi. ■
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
86