Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 90

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 90
Inóvember síðastliðinn var hús Sjóvá- Almennra hf. og Kaupþings hf., Kringlunni 5 tekið í notkun. Húsið hafði verið eitt og hálft ár í byggingu en aðdragandinn nokkru lengri. Skriður komst fyrst á uppbyggingu í Kringlu- mýrinni, „nýja miðbænum" eftir að skipulag þar var tekið til gagngerrar endurskoðunar árið 1983, en þá voru risin þar Borgarleikhúsið og Hús verslunarinnar. Samkvæmt nýja skipulaginu eiga að koma þrjú 5-6 hæða hús umhverfis torgið sunnan H.v. og fékk Sjóvátryggingafélagið, sem þá var, úthlutað lóð undir eitt þeirra fyrir nokkrum árum. I deiliskipulagi er kveðið á um bflageymslur undir húsinu og gefið var til kynna að það stallaðist í hæðum líkt og H.v. Aðkoma skyldi vera að sunnanverðu. Þessu hefur verið fy lgt nema hvað húsið er ekki stallað í hæðum heldur hefur ákveðinni samsvörun við H.v. verið náð með öðrum hætti eins og m.a. má sjá á suðurhlið byggingarinnar. Gengið var út frá því að húsið skyldi vera einfalt að gerð, en hverfa samt ekki innan um önnur stærri hús.Þá var strax gert ráð fyrir að það væri einangrað og klætt að utan efni sem ekki krefðist viðhalds. Þar sem byggt var fyrir tryggingarfélag átti húsið jafnframt að endurspegla þá 88

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.