AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 19
r r r SKOLI ER FOLK EN EKKI HUS Við getum eflaust flest tekið undir það að heimili er ekki sama og hús. Hús er bygg- ing sem hægt er að nota til ýmissa þarfa en heimili er samfélag, manneskjur, and- rúmsloft, innanstokksmunir, húsnæðiog ótalmargt fleira. Heimili eru misjöfn og fyrst og fremst hljótum við að líta á að heimilisandinn byggist á því fólki sem heldur saman heimili. Gæði heimilislífsins er ekki hægt að mæla eftir húsmunum, innréttingum eðaytri búnaði þótt slíkir hlutir geti skipt máli í heildinni. Eins er það með skólastarfið, gæði þess hljóta að miklu leyti að ráðast af þeim anda sem svífur yfir vötnum innan skólans, kennurum, nemendum og öðru starfsfólki sem þar vinnur. Vissu- lega eru ytri aðstæður líka mikilvægar en gott húsnæði og glansandi krítar- töflur geta engu bjargað ef innra starfið er metnaðarlaust. Það loðir við okkur tslendinga að leggja mikið upp úr húsnæði og er þá gjarnan vitnað til þess að veðurfar á þessu guðsvolaða landi sé með þeim eindæmum að við þurfumað búa glæsilegar en aðrar þjóðir. Ég gef satt að segja ekki mikið fyrir þá kenningu en hætti mér ekki út á þá braut að ræða það nánar enda væri það efni f aðra blaðagrein. Flottheit okkar í byggingum vekja athygli útlendinga sem hingað koma og þessi glæsibragur birtist hvert sem litið er. Bankar, opinberar stofnanir, skólar, leik- skólar, sundlaugar o.fl. eru víða stórglæsileg mann- virki. Vissulega er gaman að byggja falleg hús og byggingarlist er list eins og aðrar listir en þegar kem- ur að rekstri og viðhaldi er farið að harðna á dalnum og fólkið sem starfar í þessum byggingum er sjaldan of sælt af launum sínum. Fyrir nokkrum árum komu hingað til lands formenn norrænu foreldrahreyfinganna og fóru þeir m.a. í skólaheimsóknir í þremur sveitarfélögum. Svíi sem fór í nýlegan skóla á höfuðborgarsvæðinu var spurð- ur hvernig honum hefði litist á þessa glæsilegu bygg- ingu. Hann varð hugsi og svaraði svo: Við hefðum aldrei fengið að byggja svona í Svíþjóð. Ég kvaðst ekki hissa á því, þetta væri sennilega dýrari skóla- bygging er þar tíðkaðst, minnug timburskólanna sem börnin mín gengu í í Lundi. Nei, hann var þá ekki að tala um flottheitin heldur alla opnu stigana, svalirnar og handriðin sem hann sá sem slysagildrur. Hann var líka undrandi á því hversu skólalóðir voru lítið spennandi og harðneskjulegar með allt svarta mal- bikið og hvergi sá hann mataraðstöðu fyrir nemendur. Eflaust hefði blessaður Svíinn alveg misst andlitið hefði ég tjáð honum að þessi fíni skóli rúmaði ekki nema helming barnanna í hverfinu í einu og því væri tvísetinn hver stóll í byggingunni. Mér finnst erfitt að koma orðum að því hvernig ég sé fyrir mér skólabyggingar í framtíðinni. Ég hef einungis komið í hefðbundna skóla á Norðurlöndum auk þeirra ís- lensku sem ég hef reyndar komið í all- flesta. Mér finnst þó full ástæða til að við förum að íhuga málin fyrir alvöru og tengja saman veruleika utan og innan skólanna, skoða málin í samhengi. Margir kannast við stóra heimavist- arskóla í sveitum landsins þar sem glæsileg heimavistaraðstaða stendur sem næst ónýtt. Þegar fyrstu skóflu- stungurnar voru teknar í kringum 1970 var jafnframt verið að undirbúa ný grunnskólalög og áhersla fór vaxandi á skólaakstur. Stórkostlegar endurbætur á vegakerfinu voru í burðarliðnum og ríkið hrinti af stokkum vegahapp- drætti til að flýta fyrir aðgerðum. Mannfjöldaspár frá þessum tíma bentu eflaust til fækkunar og pillan blessuð átti sinn þátt í því að æ færri konur eignuðust 7-8-9 börn eins og áður var algengt í sveitum. Kannski var ekki spáð svo mikið í þessa þætti í bygg- ingargleðinni enda ekki svo vitlaust að byggja skóla og nota hann svo fyrir hótel á sumrin. í dag standa þessir myndarlegu skólar hálftómir og við sumum þeirra blasir jafnvel lokun innan fárra ára verði hlutverk þeirra ekki endurskoðað. í Nesjaskóla í Hornafirði er t.d. búið að ákveða að nýta skólann sem stendur 7 km frá Höfn fyrir yngstu nemendurna í sveitarfélaginu öllu og skipuleggja þar notalegan og öruggan smábarnaskóla fyrir 1.-4. bekk. Eldri 17 UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, FORMAÐUR HEIMILIS OG SKÓLA

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.