AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 20
nemendur munu fara í skóla á Höfn og þannig getur
sveitarfélagið sparað sér byggingar í bili og sett pen-
ingana í innra starfið, kannski keypt hljóðfæri, tölvur
og fengið listamann í heila viku til að vinna með börn-
unum. Kannski gætu íbúar á Blönduósi farið að
spjalla við nágranna sína sem eiga stórglæsilegan
skóla á Húnavöllum.
Á sama tíma eru skólar í flestum stærri sveitarfélögum
tvísetnir og langt í land að hver bekkur eigi sína skóla-
stofu, sitt vinnusvæði þar sem gögn og verkefni eru
á vísum stað. í Reykjavík er talið að þurfi að byggja
fyrir 5 milljarða til að ná áformum einsetningar og
svipað er uppi á teningnum hjá öllum stærstu sveit-
arfélögunum. Fréttir af bágum fjárhag sveitarfélaga
vekja ekki mikla bjartsýni og víst er að róðurinn verður
erfiður. Það væri því kærkomið fyrir börnin, kennara
og skattborgara ef hætt yrði að einblína á byggingar
og farið að skoða starfið og inntakið í skólanum, hver
veit hvaða lausnir fæddust þá.
Kannski yrði bylting eins og varð með tilkomu kjör-
búðanna og sjálfsafgreiðslunnar. Kannski mætti
hætta að einblína á skólastofur með töflu og kennara-
borði eins og hætt var að selja mjólk í sérstökum
mjólkurbúðum.
Hugsum okkur sæmilega stóra líkamsræktarstöð.
Þangað koma konur og karlar af öllum stærðum og
gerðum til að efla líkamshreysti sína. Undir hand-
leiðslu þjálfara feta menn sig inn á heilsubrautina.
Sumir fara í tækin, aðrir í jóga og enn aðrir í þolfimi.
Margir fara I skokkhóp og þeir þurfa engan sal, en
kannski handrið utan á húsið til að halda í þegar þeir
teygja sig. Líklega fara þeir flestir í sturtu heima hjá
sér eftir hlaupin. Nokkrir fara að undirbúa sig undir
maraþonhlaup og taka hvern áfangann af öðrum.
Aðrir taka líka stórstígum framförum þótt þeir hlaupi
aldrei meira en 3-5 kílómetra.
Eigendur stöðvarinnar vita að þeir verða að fylgjast
vel með nýjungum og bjóða góða þjálfara og upp-
byggilega dagskrá. Þeir sjá fljótt að það er ráð að
fræða um sem mesta heilsurækt því góður árangur
er besta auglýsingin fyrir stöðina. Menn tengja saman
líkama og sál, t.d. með fræðslufyrirlestrum og leið-
beiningum um mataræði. Þeir setja feitasta fólkið í
litla lokaða hópa svo því líði betur meðan það er að
ná sér á strik, því ekki er uppörvandi að vera alltaf
sá slakasti í hópnum. Sjúkraþjálfarar, nuddarar og
fleira gott fólk hefur sínar skonsurog m.a. s. sálfræð-
ingur er með í spilinu. Hann hefur enga skrifstofu
enda vill hann alveg eins messa yfir hópnum og fá
svo einstaklingana til sín.
Margir ná slíkum tökum á hollum llfsvenjum að þeir
útskrifast og geta stundað heilsurækt á eigin spýtur,
fjallgöngur, sund, skokkog hlaup. Þeir draga jafnvel
vinnufélaga og nágranna upp úr hægindunum og
út að skokka. Aðrir halda tryggð við stöðina eða leita
annað þar sem þeim líkar betur.
Mig grunar að hægt væri að yfirfæra margt I skipulagi
heilsuræktarstöðvar yfir á skólakerfið og ná miklu
betri árangri en með gömlu, rykföllnu aðferðunum.
Grunnskólinn hefur samkvæmt annarri grein grunn-
skólalaganna því hlutverki að gegna að búa nemend-
ur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sí-
felldri þróun. Það er efni í aðra blaðagrein að brjóta
þessa fögru setningu til mergjar. Búa nemendur undir
líf í lýðræðisþjóðfélagi, búa þá undir starf í þjóðfélagi
sem er í sífelldri þróun. Hversu mikið lýðræði fá
nemendur í grunnskóla að upplifa?
Hversu mörg tækifæri fá þeir til að taka
ábyrgan þátt I ákvörðunum um nám,
kennslu, skólareglur, félagslíf o.fl.? Jú,
varðandi félagslíf, þeir fá yfirleitt að
ákveða hvenær þeir hafa böll og kannski
hvert þeir fara í skólaferðalag. Þeir hafa
lítið að segja um vinnuaðferðir og áherslur
í námi og fá yfirleitt lítil tækifæri til að æfa
tjáningu eða segja sína skoðun sem er
þó lykilatriði til þátttöku í lýðræðisþjóð-
félagi. Sumir, of margir, tjá vanþóknun sína
með skrópi, ólátum og aðgerðaleysi og
hljóta yfirleitt bágt fyrir.
Skipulag skólastarfsins hefur lítið sem
ekkert breyst síðan munkarnir hófu að
18
j