AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 26
SKIPULAG MIÐAÐ VIÐ AÐSTÆÐUR
Skipulag lóðarinnar ætti að mínu mati að aðlaga að-
stæðum á hverjum stað frekar en vera of bundinn á
klafa stærðarnorma reglugerða. Þannig geta verið
mismunandi markmið að stefna að eftir stærð skól-
anna og því umhverfi sem þeir eru staðsettir í. Þaó
sem hér er skrifað á við bæjarumhverfi.
Skólalóðirnar ættu að hafa grænt yfirbragð og skipt-
ast í svæði sem gefa rúm fyrir marga aldurshópa að
leik samtímis en forðast eyðumerkurlandslagið sem
enn er oft ríkjandi. Ef vel er á haldið gagnast
skólalóðin á einhvern hátt öllum bæjarbúum, lífgar
upp á umhverfið og myndar verðugan ramma um
skólastarfið.
í 2. tbl. útg. 15. ágúst 1994 bls. 20 er grein eftir Þráin
Hauksson landslagsarkitekt. Greinin nefnist „Skóla-
lóðin" og fjallar um skólalóðina og skipulag hennar í
víðu samhengi. Auk þess er greinin kynning á skipu-
lagi lóðar Setbergsskóla í Hafnarfirði sem hönnuð er
undir stjórn Þráins á Teiknistofu landslagsarkitekta
Reynis og Þráins.
Setbergsskóli er dæmi um fallegt skólahús og lóð í
fögru náttúrlegu útivistarsvæði. Suðvesturmörk lóð-
arinnar eru mynduð af læk, en handan lækjarins tekur
við hraun. Hér er dæmi um gott samspil byggingar,
skólalóðar og útivistarsvæðis sem hvert styður ann-
að.
HOFSTAÐASKÓLI í GARÐABÆ
Með þessum línum kynnum við lóð við hinn nýja
Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hönnuðir eru þeir sömu
og stóðu að Setbergsskóla Byggingar eru hannaðar
af arkitektastofunni Úti og Inni, en lóð af Teiknistofu
landslagsarkitekta Reynis og Þráins. Þessir skólar
eiga það sameiginlegt að hús og lóð eru hönnuð og
byggð samtímis sem ein heild.
Skólalóðin afmarkast af Arnarneslæk að norðan en
Bæjarbraut að austan og sunnan, en vestan við er
íbúðarhverfi. Norðan Arnarneslækjar er nýr Fjöl-
brautaskóli í byggingu.
Á útivistarsvæðinu sunnan skólans er æfingasvæði
íþróttafélagsins Stjörnunnar. Lóð Hofstaðaskóla er
mikilvægur hluti af stærra útivistarsvæði.
Garðabær hefur lagt mikla áherslu á gott aðgengi
að skólanum.
Útivistarleiðir liggja að skólanum eftir grænum geirum
í nærliggjandi íbúðarhverfum og meðfram Arnarnes-
læk. Þar sem stígarnir skera umferðargötur eru undir-
göng. Stígakerfið, sem er liður í skipulögðu göngu-
og hjólreiðaneti um Garðabæ, var framkvæmt umleið
og skólabyggingin. Útivistarleiðir almennings liggja
því um skólalóðina.
í skipulaginu er lögð áhersla á góða og örugga að-
keyrslu, skiptingu lóðarinnar í leikfleti, gróðurbelti og
grasfleti. Á lóðinni er gert ráð fyrir samkomusvæði
sem jafnframt er leik- og dvalarsvæði. Lóð Hofstaða-
skóla inniheldur því ýmis af þeim gæðum sem getið
er um í greininni hér að framan. ■
S ki p u I ag
r í k i s i n s
□
Laugavegi 166
-Sími: 562 - 4100-
-Bréfas: 562 - 4165-
Rit um skipulags- og byggingarmál til sölu hjá Skipulagi ríkisins
• Lög og reglugerðir um skipulags-
og byggingarmál
• Svæðisskipulag leiðbeiningarit I
• Svæðisskipulag leiðbeiningarit II
• Aðalskipulag leiðbeiningarit
• Deiliskipulag leiðbeiningarit
• Leiðbeiningar við mat á umhverfisáhrifum
• Skipulag sumarbústaða og sumarbústaðahverfa
• Umhverfismat fyrir Skútustaðahrepp
• Svæðisskipulag Suðurnesja 1987-2007
• Svæðisskipulag Flóa 2011
• Svæðisskipulag fyrir sveitarfélögin sunnan
Skarðsheiðar 1992-2012
• Stefnumörkun um skipulags- og byggingarmál
Fjallabakssvæðisins 1993-2003
oauk þess liggja frammi ýmis kynningarit