AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 27

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 27
m (/) KENNSLA I BYGGINGARLIST I LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Asíðastliðnu vori samþykkti Alþingi lög um listmenntun á háskólastigi og þar með var tekin ábyrg afstaða til stofnunar Listaháskóla íslands um leið og lögð var áhersla á virka samvinnu hinna ýmsu listgreina. Mikilvægt er að samstarfið nái þegar í upphafi til flestra listgreina. í lögum er kveðið á um nýjar leiðir í rekstri skólans sem sjálfseignarstofnunar í samvinnu ríkis, Reykjavík- urborgar og félags um Listaháskóla íslands. Slíkt rekstrarform kallar á gagnkvæmt eftirlit og virka endurnýjun í starfsemi. Með stofnun listaháskóla fengu hugmyndir um arkitektaskóla byr undir báða vængi enda augljósir kostir að ganga inn í samstarf við mótun vaxandi stofnunar. Félag um Listaháskóla íslands var stofnað fyrr í þessum mánuði og kjörnir 5 menn í stjórn, einn fulltrúi hverrar listgreinar, þ.e. arkitektúr, leiklist, listdans, myndlist og tónlist. Ljóst er að kennslu í arkitektúr verður að móta í áföngum þó að nú þegar megi marka ákveðnar grunnlínur. í grein undirritaðs í síðasta tölublaði AVS um sumar- námskeið íslenska arkitektaskólans (ÍSARK) er fjallað um aðdragandann að stofnun arkitektaskólans. Líta má á sumarnámskeið ÍSARK sem fyrsta þáttinn í reglulegri kennslu í arkitektúr á íslandi og hefur þessi starfsemi aflað okkur viðurkenningar og góð tengsl hafa tekist við erlendar menntastofnanir. f ár viðurkenndi NORDISK ARKITEKTURAKADEMIE, samtök norrænna arkitektaskóla, ÍSARK sem ellefta norræna arkitektaskólann. Þessi viðurkenning er mjög mikilvæg og lykill að frekara samstarfi. í upphafi gæti kennslan miðast við eins til tveggja ára áfangaskipt nám sem byggðist á félagslegri og náttúrlegri sérstöðu umhverfis okkar. Leitað yrði eftir samstarfi annarra arkitektaskóla með þátttöku erlendra kennara enda yrði kennslan jafn- framt sniðin fyrir erlenda nemendur. Tekið verði mið af auknu samstarfi skóla í anda NORDPLUS og ERASMUS samvinnuverkefna þar sem gert er ráð fyrir að nemendur geti stundað nám við fleiri en einn skóla (farnemar). Samaáviðum kennara, þeirgeta flutst á milli skóla. Margt bendir til þess að íslenski skólinn geti orðið virkur hlekkur í samstarfi arkitektaskóla í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Ég tel að réttast væri að stefna að fullgildum skóla hér sem útskrifaði arkitekta, en slíkt verður reynslan að leiða í Ijós. Mjög áhugavert væri, að nemendur, sem vinna að lokaverkefni tengdu íslensku umhverfi, geti unnið að verkefninu við skólann. Eftirmenntun fyrir starfandi arkitekta yrði fljótlega tekin á námsskrá, svo og leiðbeinandi námskeið fyrir unga arkitekta sem hér hefja störf. Mjög hefur skort á að námsmenn.sem hefja vilja nám í arkitektúr, hafi greiðan aðgang að gagnlegum upplýsingum um námið og þá skóla sem veita viður- kennda menntun í arkitektúr. Þessa upplýsingastarf- semi gæti skólinn annast. Byggingarlist er rammur þáttur í menningararfleifð okkar og menningarminjar eru margar í landinu sem þarfnast verndar og það stendur næst okkur að taka upp kennslu í húsvernd þar sem byggt væri á rann- sóknum okkar og reynsluhefð. Brauðryðjandastarf Harðar Ágústssonar við skrán- ingu byggingarlistasögu okkar og húsafriðun er öllum kunnugt, og eflaust hefði starfandi skóli létt honum starfið. Byggingarrannsóknir í samvinnu við stofnanir eins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Hús- næðisstofnun og Iðntæknistofnun yrðu virkur þáttur í skólastarfinu. Með þessum skrifum er aðeins drepið á nokkra þætti sem telja má mikilvæga við mótun skólastarfs í arkitektanámi. Með stofnun arkitektaskóla á íslandi er ekki aðeins stigið skref fram á við í málefnum arkitektanema, heldur er það mikilvægt fyrir starfandi arkitekta og mun efla almenna þekkingu á raunverulegum gildum byggingarlistar. ■ 25 EINAR ÞORSTEINSSON, ARKITEKT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.