AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 33
SVEITARFÉLÖGIN OG GRUNNSKÓLINN Yfirfærsla á öllum grunnskólakostnaði til sveitarfélaga á að koma til framkvæmda 1. ágúst á næsta ári samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 66/1995. Nú stendur yfir vinna að undirbúningi á yfirfærslu alls grunnskóla- kostnaðar frá ríki til sveitarfélaga. Þegar þessi lög taka gildi verða ýmsar grundvallarbreytingar á rekstri grunnskólanna í landinu, svo sem segir á bls. 21 í áfangaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu sem kom út í janúar 1993: ,,Við flutning grunnskólans til sveitarfélaga hefur ríkið ekki lengur rekstrarlega forsjá sem felst í ákvörðun kennslumagns og launagreiðslum til kennara. Það hefði áfram með höndum mótun menntastefnu, setn- ingu skýrra markmiða með skólastarfi, útgáfu nám- skrár, viðmiðunarstundaskrár og eftirlit með að fræð- slulögum væri framfylgt. Samræming í grunnmennt- un í landinu væri tryggð með sameiginlegum grunn- skólalögum og aðalnámskrá sem jafnframt væru viðmið ytra og innra eftirlits með skólastarfi." YFIRFÆRSLA Á GRUNNSKÓLAKOSTNAÐI Nú eru um 170 sveitarfélög á landinu sem eru mjög mismunandi að stærð, allt frá yfir 100 þúsund íbúa að stærð í undir 50 íbúa að stærð. Skólaárið 1995 - 1996 eru 198 grunnskólar reknir af ríkinu sem eiga að færasttil sveitarfélaganna við gildistöku laganna. Ljóst er að sveitarfélögin eru mjög mismunandi í stakk Fjárfesting í grunnskólabyggingar árin 1985 - 1994. Heimild Hagstofa íslands. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur heildarfjárfesting í grunnskólabyggingar hækkað frá því að vera um 1.2 milljarða á ári árin 1985 - 1986 í um 1.8 milljarða síðustu 3 ár. Þessar tölur sýna að það hefur verið aukning í eignfærðri og gjaldfærðri fjárfestingu til grunnskólamannvirkja á síðustu árum. □ Sveitarfélög ■ Framlög 31 GUÐRÚN S. HILMISDÓTTIR, VERKFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.