AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 50
vagna í Bremen og hin um almenningslestina í Nantes í Frakklandi. Sú grein lýsir jafnframt hugmynd- um Magna Gunnars Steindórssonar arkitekts um járnbraut á höfuðborgarsvæðinu sem tengi umferðar- miðstöðina í Vatnsmýrinni við gamla miðbæ Reykja- víkur og verslunarmiðstöðina í Kringlunni og liggi síðan um miðbæi Kópavogs og Garðabæjar suður í miðbæ Hafnarfjarðar. BREYTTAR ÁHERSLUR - Á NÝJUM TÍMUM Það er vissulega Ijóst að veruleg áherslubreyting verður á umferðarþætti aðalskipulagsins í endur- skoðuðu aðalskipulagi. Verið er að víkja frá þeirri stefnu sem mörkuð var í fyrsta staðfesta aðalskipu- laginu fyrir Reykjavík sem unnið var á árunum 1962- 1966, þar sem aðaláherslan var á einkabílaum- ferðina. Sú leið hefur verið farin ef myndast hafa umferðarhnútar á annatímum að auka umferðarrýmd - en því mióur þá fyllast þessar nýju umferðaræðar fljótlega eins og á sem eignast breiðari árfarveg. Á sama hátt hefur verið lögð áhersla á mislæg gatnamót, t.d. á Miklubrautinni þar sem talið er að þurfi slík umferðarmannvirki við Skeiðarvog, Grensásveg, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Lönguhlíð og Sóleyjargötu auk þeirra sem þegar eru komin yfir Reykjanesbrautina og Snorrabraut. Raunar er talið að 20 mislæg gatnamót séu nauðsynleg í borginni á næstu árum. Jafnframt á að breikka Miklubrautina, þar sem því verður við komið. Þessar áætlanir verður að endurskoða, því umhverfisspjöll verða svo gífurleg, þó ekki væri annað. Rétt er hér að benda á að samkvæmt vegáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 1995-1998 er gert ráð fyrir að frá ríkinu komi 911 milljónir króna á árinu 1995, 889 m.kr. 1996, 812 m.kr. 1997 og 683 m.kr. árið 1998. Haraldur Sigurðsson, skipulags- fræðingur, segir í grein sinni í síðasta hefti AVS aó umferóarspá sem mjög hefur verið byggt á við umferðarskipulag hér byggist líkt og aðrir spádómar á harla ótraustum vísindalegum grunni og að í arðsemisútreikningum vegaframkvæmda vegi gefnar forsendur þyngra en beinharðar staðreyndir. I sama streng tekur Gestur Ólafsson, arkitekt og fyrrverandi forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins í grein í Morgunblaðinu í október sl. þar sem hann segir m.a., „Þær aðferðir sem núna eru notaðar hér á landi til að reikna út arðsemi vega gera ráð fyrir að um 60% af arðseminni komi til vegna tímasparnaðar ökumanna. Það er nú svo. Á móti má spyrja hvað atvinnulaus maður - eða bara maður sem er að fara í vinnu og úr græði mikið í útseldum tíma á að vera nokkrum mínútum fljótari í ferðum á hverri viku eða rnánuði?" Tilefnið er brúarframkvæmdir á Vesturlandsvegi við Höfðabakka og næstu 20 brýr í Reykjavík. En fram hefur komið að þetta mikla um- ferðarmannvirki styttir ökutíma fólks um u.þ.b. eina mínútu. Rökin fyrir þessum miklu umferðarmann- virkjum hafa líka löngum verið þau að þau fækki slysum. En við skulum muna að flest slys má rekja til ökumannsins en ekki til umferðarmannvirkjanna. Nær allar ferðir einkabílsins eiga sér upphaf og endi í íbúðarhverfunum. Það er því óraunhæft að halda því fram að hraðbrautir með mislægum gatnamótum inni í borgum leiði til minni umferðar í íbúðahverfum og leiði þess vegna til fækkunar slysa á fólki almennt. EKKI ÓRAUNSÆ FRAMTÍÐARSÝN - HELDUR FAGLEGT MAT Á því sem að framan greinir sést að tillögur Borgar- skipulags um markmið og leiðir í umferðarþætti í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 1994-2014 sem kynntar voru hér í upphafi eru ekki framúrstefnuleg framtíðarsýn óraunsæisfólks. Heldur faglegt mat fjölda sérfræóinga í skipulagi borga bæði hérlendra og erlendra. Það er mikil gæfa ef tekst góð samvinna og gagnkvæmur skilningur milli fagfólks og stjórn- málamanna, sem eiga síðasta orðið við afgreiðslu nýs skipulags. REYKJAVÍK HREINASTA HÖFUÐBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2000 Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík verði hreinasta höfuðborg Evrópu árið 2000. Þá þarf að draga úr sjónmengun, loftmengun og hávaðamengum frá bíla- umferðinni og bæta umhverfið. Hreint og tært loft og umhverfi verða einhver eftirsóttustu gæði framtíðar- innar. ■ 48

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.