AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 55
FORKONNUN A HAGKVÆMNI LÚPÍNUIÐNAÐAR Á SUÐURLANDI Verkefni þetta er mjög umhverfisvænt. Hér er um þaö aö ræða aö rækta eyðisanda og breyta í frjósöm lönd. Afuröirnar eru mjög umhverfisvænar, þ.e. umhverfis- vænteldsneyti, lífrænt próteinauðugtfóðurog lífrænn áburður. Þessar vörur gætu verið undirstaða um- fangsmikils iðnaðar og búskapar á íslandi. Lífrænn áburður er forsenda lífræns búskapar á íslandi. Lúpínuræktin er hagkvæmur kostur fyrir bændur og lúpínuhráefni góður kostur fyrir verksmiðju eins og hér er um rætt. Það stafar af því að ekki þarf áburð til ræktunarinnar og lúpínan er próteinauðug. Þá er við þetta að bæta að jarðgufan er miklu ódyrari kostur en gufa framleidd í kötlum. Við sem þetta verk höfum unnið trúum því að þetta sé stórkostlegur möguleiki til að auka verðmætasköp- un í sveitum á Suðurlandi. UMHVERFISMÁL Undanfarin ár hefur í vaxandi mæli verið rætt um um- hverfismál. Stór þáttur í þeirri umræðu er aukin loft- mengun sem stafar að verulegu leyti af útblæstri ýmissa véla. Þessi útblástur samanstendur aðallega af koldíoxíði og svo ýmsum efnum sem fyrirfinnast í eldsneytinu. Eldsneytið er að mestu sótt í djúp jarðar, þar sem hráefnin finnast uppsöfnuð, og eru því efnin sem eftir verða við bruna hrein viðbót við andrúms- loftið. Hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif, þar sem spáð er vaxandi hitastigi lofthjúpsins, eru vaxandi áhyggju- efni víða um heim.en þau stafa af auknu hlutfalli kol- díoxíðs í andrúmsloftinu. í kjölfar umhverfisráðstefn- unnar í Río des Janeiro 1994 skuldbatt ríkisstjórn íslands sig til þess að framleiðsla á koldíoxfði á íslandi yrði ekki aukin fram til aldamóta. Umhverfismál eru alls staðar að fá meira vægi og er hugtakið sjálfbær þróun að verða almennt viðurkennt markmið. Þetta veldur því að víða um heim eru menn að leita sjálfbærra lausna varðandi eldsneyti og minnkun loftmengunar. Sjálfbær lausn varðandi elds- neyti hlytur að byggjast á því að ekki sé meira tekið úr náttúrunni en látið er aftur í hana. Það er því sívax- andi áhugi á framleiðslu lífrænna eldsneytisgjafa og eru þar fremst í flokki etanól og metanól. Etanól er flestum vel kunnugt því þess er gjarnan neytt í áfengisformi, en það er einnig mikilvægt hráefni til iðnaðar og sem eldsneyti. ETANÓL SEM ELDSNEYTI Etanól hefur verið notað f áratugi sem eldsneyti á bifreiðar í Brasilíu og víða í Bandaríkjunum er það blandað bensíni og kallast þá blandan gasohol. Reyndin hefur verið sú að þetta eldsneyti er allt framleitt úr gróðri og eykur því ekki koldíoxíð í and- rúmsloftinu. Þetta er gert til að minnka mengun og hefur stjórn Clintons forseta barist fyrir löggjöf um nota gasohol eða ígildi þess um gjörvöll Bandaríkin. Etanól er hægt að framleiða úr kolum eða olíu, en lífrænt er það framleitt með gerjun úr sykrum og er gerjunarvökvinn eimaður. Þegar etanóli er brennt myndast koldíoxíð og vatn. Söluform þess sem eldsneyti eða íblöndunarefni er ýmist með 95% eða 99% styrkleika. Sjálfbær lausn varðandi eldsneyti hlýtur að byggjast á hagkvæmnisjónarmiðum, því annars mundu elds- neytisframleiðendur og neytendur hafna henni. FRAMLEIÐSLA ETANÓLS Framleiðsla etanóls hefur aukist mjög í heiminum undanfarin ár. Stöðugt er verið að byggja nýjar verk- smiðjur og skipuleggja nýjar. Miklar framfarir hafa verið í framleiðslutækni etanóls og hafa þær bæði beinst að gerjunar- og eimingartækni. Hráefni til gerjunar geta verið margvísleg. Þekkt er gerjun úr sykri, trjáviði og pappír. Sykrur geta verið bæði af svokallaðri hexosa- eða pentosagerð. Þar til nýlega þurfti tvö gerjunarþrep til að gerja báðar gerðirnar. Nú hefur stofnun (National Renewable Energy Labo- ratory (NREL)) á vegum bandaríska orkumála- ráðuneytisins tekist að framleiða nýjan geril með því að breyta erfðavísum í þekktum gerli og getur hann gerjað báðar gerðirnar samtímis. Þetta gerir kleift að nýta margvísleg og mun ódýrari hráefni en áður og gerir framleiðslu etanóls mun ódýrari en áður. Heimsmarkaðsverð er núna fyrir 99% etanól kr 27/ lítra. 53 ÁSGEIR LEIFSSON, BALDUR LÍNDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.