AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 58
Verkun á henni yrði svipuð og á súrheyi. Hagkvæm-
ast væri að dæla hökkuðu lúpínunni um pípu til verk-
smiðju.
VERKSMIÐJA
Ræktun lúpínu ætti sér yfirleitt stað á mjög ódýru landi
og þarf lítinn tilkostnað við ræktunina (engin áburðar-
gjöf). Ræktun lúpínu og uppskera gæti því verið ódýr
kostur við hráefnisöflun fyrir etanólverksmiðju.
Verksmiðja sem byggði á lúpínumauki sem hráefni
gæti sennilega framleitt auk etanólsins, fóður úr
próteininu, áburð úr steinefnunum, lignin og alka-
loida. Fóðrið yrði verðmætara við gerjunina þar eð
gerillinn og tilheyrandi vinnsla myndi umbreyta pró-
teininu frá grænmetispróteini í bakteríuprótein.
Hagkvæmni stærðarinnar er veruleg í flutningum á
hráefni og gufu með pípulögn. Ennfremur er hag-
kvæmt að vera með tiltölulega stóra geymslu- og
gerjunartanka. Starfsmannahald er einnig mun ódýr-
ara í stærri verksmiðju. Athuganir benda til að
hagstæðara væri að staðsetja eimingarverksmiðju
hjá háhitasvæði fremur en við höfn. Hægt væri að
flytja etanólið með grannri leiðslu niður að höfn.
í framleiðslunni kæmi lúpínumauk aðflutt t.d. í pípu-
lögn og berst í safnþrær. Undirbúa þarf lúpínumauk-
ið annaóhvort með svokallaðri gufusprengingu og
ensým meðhöndlun eða með sýruhydrun. Ekki er
gert ráð fyrir að alkaloídarnir séu hindrun fyrir gerj-
un.
Grófir reikningar benda til að það væri mögulegt að
dælalúpínumaukifrát.d. Mýrdalssanditil Hveragerð-
is (150 km vegalengd) fyrir kostnað sem næmi kr
0,75 á kg af þurrefni. Þurrefniskostnaður við verk-
smiðju gæti þannig verið innan við kr 4,00/kg. Hugs-
anlega væri hagkvæmt að leiða lúpínumaukið út í
skip fyrir strönd og flytja það með því til verksmiðju
til að byrja með.
Afurðir verksmiðjunnar væru lífrænar. Próteinið er
verðmætt fóður, steinefnin henta vel til áburðar og
ligninið er hægt að nýta til efnaiðnaðar eða til
brennslu eða sem fyllingarefni í áburð. Alkaloidarnir
styrkja vöxt plantna, henta til verndar þeirra frá búfjár-
og skordýraágangi og til lyfjagerðar.
í nútíma etanólverksmiðjum sem vinna úr korni er
talið að einungis þurfi 6,5 tonn af gufu til að framleiða
1.000 lítra af etanóli. En þá er töluverð fjárfesting í
endurnotkunarbúnaði á gufunni og til gufuframleiðsl-
una. í íslenskri etanólverksmiðju, sem ynni úr lúpínu
yrði gufunokun mun meiri, en fjárfestingarkostnaður
að sama skapi minni.
Það hefur komið í Ijós að sennilega hafa nýlega verið
teknar í notkun tvær lúpínuverksmiðjur. Er önnur í
Grikklandi en hin í Portúgal. Þýskt fyrirtæki hefur
annast tæknivinnu varðandi þetta verkefni, sem hefur
verið styrkt af Evrópusambandinu. Þetta lúpínuverk-
efni byggist á úrvinnslu á lúpínufræjum af plöntunni
„Lupinus Albus". Hráefnisþörf þeirra er 2.600 tonn
af lúpinufræi á ári. Þessi planta er einær og ber stór
fræ (ámóta stór og maísbaunir) og gefur mikla upp-
skeru af þeim. Þessi planta er ræktuð í Grikklandi,
Þýskalandi, Spáni og Portúgal.Hið þýskafyrirtæki er
núna að byggja lúpínuverksmiðju í Þýskalandi. Vinn-
sla er með þvotti með köldu vatni (ekki gerjun).
Helstu afurðir eru alkaloidar og vörur úr þeim, áburð-
arvökvi, próteinvörur ýmiskonar, ýmist til manneldis
eða skepnufóðurs. Það væri hægt að hagnýta þekk-
ingu úr þessum rekstri við úrvinnslu úr þessu verkefni.
Baldur Líndal sótti nýlega ráðstefnu sem haldin var í
Bandaríkjunum og fjallaði um stöðu gerjunartækn-
innar. Hann heimsótti við það tækifæri stofnunina sem
hafði framleitt hinn nýja geril. Nú þegar er verið að
setja af staó 8 verkefni sem varða stofnun lítilla verk-
smiðja (20.000 tonna) í Bandaríkjunum, sem munu
vinna úr ýmiskonar trefjaríkum efnum, svo sem trjá-
viði, pappír, sorpi og grasi. Það eru nú þegar nokkur
hundruð hektarar af véltækum lúpínuökrum sunnan-
lands.
MARKAÐUR
ETANÓL
Aðalmarkaðarnir fyrir etanól eru í Bandaríkjunum og
Evrópusambandinu. Verðlag á etanóli er mun hærra
hjá Evrópusambandinu, en þar er etanólið flokkað
sem landbúnaðarvara og framleiðslan sem land-
búnaðarframleiðsla og eru háir verndartollar (35%).
Verð í Bandaríkjunum er um $ 500/tonn, en þar eru
litlir innflutningstollar.
FÓÐUR
Skortur er á próteinríku fóðri í heiminum. Próteinstyrk-
ingin fer eftir hve vel aðskilnaðurinn tekst í fram-
leiðslunni. Ef um góðan aðskilnað er að ræða þá yrði
próteinstyrkurinn yfir 50%. Þetta yrði hráefni fyrir ýms-
ar fóðurblöndur. Talið er að um $ 300/tonn væri hægt
að fá fyrir fóðrið, en það er mun verðmætara fyrir
það að vera bakteríumassi en ekki grænmetisfóður.
56