AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 74
TRAUSTI VALSSON SKIPULAGSFRÆÐINGUR
VIÐ ÞURFUM LEIÐSOGUGOGN
UM LENDUR FRAMTÍÐARINNAR
Oöru hvoru í sögu þjóða eöa heimsálfa
gerast grundvallarbreytingar á
þeirri aðstöðu og þeim möguleikum
sem mönnum eru búnir.
Stærsta umbreytingin sem hefur orðið á seinni tímum
varð með vél- og iðnbyltingunni í Evrópu við upphaf
síðustu aldar. Grunnurinn var beislun gufuaflsins til
að knýja áfram skip, lestar og vélar og lyfta þannig
líkamlegu erfiði af fólki sem og að opna fyrir áður
óþekkta möguleika í framleiðslu og samskiptum.
Eftir því sem leið á 19. öldina, tók ávinningurinn að
nýtast okkur íslendingum í síauknum mæli, þvf aukin
velmegun í Evrópu leiddi til aukinnar eftirspurnar á
fiski og sauðakjöti. Með nýjum eimskipum komust á
reglulegar siglingar allt árið og gátum við komið
söluvöru okkar á þessa góðu markaði með öruggum
hætti.
Þegar leið að aldamótum var framsýnum mönnum
orðið Ijóst, að iðn- og tækniþróunin var að opna okkur
leið út úr aldalangri eymd og einangrun og að jafnvel
eldgos og haffsár sem komu í aldarlokin, myndu litlu
Hugmyndin um skipulagsfræðinginn í einleikshlutverki er að víkjafyrir
hugmyndinni um skipulagsmann sem einn þeirra sem búa til leið-
sögugögn til þess að auðvelda stjórnmálamönnunum leiðsöguhlut-
verk sitt.
breyta þar um. Skáld og menntamenn lögðust á sveif
með þessari jákvæðu sýn, sungu vélinni, tækninni
og fossaflinu lof og nefndu tímarit sitt eftir töfratæki
samtímans; eimreiðinni.
Nú er enn komið að aldahvörfum, því að ný öld og
nýtt árþúsund, er að ganga í garð eftir fimm ár, og
eins vegna þess, að heimurinn stendur á tímamótum
íýmsum skilningi:Kalda stríðinu er lokið, ný ríkjasam-
bönd eru að myndast, Gatt-samningurinn mun leiða
til frjálsari heimsviðskipta svo dæmi séu nefnd.
Allt þetta, og fleira til, mun breyta stöðu íslands í
heiminum er varðar möguleika á sviði alþjóðamála
og viðskipta og eins er tekur til hvaða atvinnuvegir
munu helst ná að dafna í þessu nýja ytra umhverfi
þjóðmálaþróunarinnar.
Til þess að átta okkur á hvað bíður okkar með öllum
þessum breytingum þurfum við að láta gera margs
konar úttektir, líkar þeim sem Háskólinn gerði fyrir
ríkisstjórnina og tók aðallega til líklegrar stöðu íslands
í Evrópuþróun framtíðarinnar. Greinarhöfundur gaf
út bók með Alberti Jónssyni, stjórnmálafræðingi, um
þessi málefni vorið 1995. Nefnist hún:
„Við aldahvörf Staða íslands í breyttum
heimi.“
Það eru slík „leiðsögugögn um lendur
framtíðarinnar", sem við þurfum nú,
þegar svo miklar breytingar eru að
verða á ýmsum ytri skilyrðum þjóðfél-
agsþróunarinnar. Með slík gögn í
höndunum eiga t.d. stjórnmálamenn,
bændur, fiskverkendur og iðnrekendur
auðveldara með að átta sig á hvaða at-
vinnugreinar og starfsemi eiga bestu
framtíðarmöguleikana við hin breyttu
skilyrði.
Svona skipulags- og skýrslugerðarvinna
er ekki í miklu uppáhaldi hjá íslending-
um sem eru vanir því frá aldaöðli að
bregðast þá fyrst við, þegar gefur á sjó
eða gefur þurrkinn. Er þetta gjörólíkt
þeim skipulögðu vinnubrögðum sem
mótað hafa starfshætti hjá akuryrkju- og
72