AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Síða 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Síða 13
eag íslenskra LANDSLAGSARKITEKTA 20 ara andslagsarkitektúr er ekki ýkja gömul starfsgrein hér á landi. Jón H. Björnsson hóf störf 1953 og Reynir Vilhjálmsson 10 árum síöar. á þessum árum var um- hverfismenning okkar íslendinga nokkuö frumstæö og lóðir við bygg- ingar oft og tíðum afgangsstærö sem átti aö koma „svona af sjálfu sér.“ Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, var stofnað í febrúar áriö 1978. Stofnendur voru 5 talsins sem nægöi til aö mynda starfhæfa stjórn. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Reynir Vilhjálmsson formaöur, Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundsen meöstjórn- endur. Jón H. Björnsson og Reynir Helgason voru kosnir endurskoðendur þannig aö allir félagsmenn gegndu viröingarstööum frá upphafi enda var mæting ávallt 100% og hver stjórnarfundur jafn- framt félagsfundur. Á stofnfundi félagsins var tekin sú djarfa ákvöröun aö nota starfsheitið landslagsarkitekt. Var þaö gert aö undangenginni mikilli umræöu og aö höföu samráði viö málfarssérfræðinga og fleiri málsmet- andi menn. Réö þar mestu aö heitið er alþjóölegt og lýsandi fyrir starfsvettvanginn. Flestir íslensku landslagsarkitektarnir eru menntaðir á landbúnaö- arháskólum en nokkrir hafa lokið menntun sinni við arkitektaskóla. Grunnmenntun landslagsarki- tekta byggist á þekkingu á gróöri og náttúrufari, arkitektúr, skipulagsfræöum og garðbyggingar- tækni. Viö íslendingar getum þakkaö frumherjum lands- ins í garðyrkju og skógrækt fyrir þá miklu reynslu og þekkingu sem áunnist hefur í ræktun og viö nú byggjum á. Án þeirra starfs, sem hófst fyrir um þaö bil einni öld, værum viö nú mun skemmra á veg komin. Þaö er metnaður okkar landslagsarkitekta aö byggja upp lífrænt og fagurt um- hverfi sem þjónar vel tilgangi sínum. Meö notkun gróöurs er settur í gang spennandi þróunarferill sem ekki er alveg útreiknanlegur og gerir alla aö þátttakendum. Þar koma jafnt til landslagsarkitektar, garöyrkjumenn og notendur. Árstíðabreytingar og duttlungar í veöurfari koma einnig viö sögu. Allir vita aö hinar ýmsu starfsstéttir eru ekki einslitur hópur og á þaö ekki síður viö um landslagsarkitekta en aörar starfsstéttir. Menn til- einka sér gjarnan mismunandi þekkingu eftir áhugasviöi hvers og eins, mismunandi áherslur geta veriö í hinum ýmsu skólum o.s.frv. Síðan tekur starfiö viö með fjölbreytilegum viöfangsefn- um sem þroska og móta hvern einstakling enn frekar. í stærri skipulags- og byggingarverkefnum eru geröar kröfur um að myndaðir séu vinnuhópar um verkefnið þar sem lögö er áhersla á samvinnu fagfólks á breiðum grundvelli allt eftir eöli verksins. Aö mínu mati skilar slík samvinna besta árangr- inum og byggir upp þverfaglega þekkingu og virö- ingu fyrir öörum starfsgreinum. Landslagsarkitektar vinna á mjög breiðu sviöi að fjölþættum skipulags- og umhverfismálum. Verk- efnin geta verið aö skipuleggja einstakar lóöir, skipulag hverfa og viöameiri skipulagsverkefni. Landslagsarkitektar starfa einnig aö náttúruvernd- armálum og varöveislu menningarminja. FÍLAsem er fyrst og fremst fagfélag hefur alla tíö starfaö meö miklum blóma. Á 20 ára afmælisárinu eru félagar 40 talsins. í stjórn félagsins eru nú Gísli Gíslason, Hlín Sverrisdóttir og undirritaður Reynir Vilhjálmsson sem skipað hefur formannssætiö sl. tvö ár. FÍLA minntist afmælisins meö sérstakri yfir- litssýningu á verkum félagsmanna í Ráöhúsi Reykjavíkur dagana 7.-18. nóvember sl. ■ 11 REYNIR VILHJÁLSSMSSON, LANDSLAGSARKITEKT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.