AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 13
eag íslenskra LANDSLAGSARKITEKTA 20 ara andslagsarkitektúr er ekki ýkja gömul starfsgrein hér á landi. Jón H. Björnsson hóf störf 1953 og Reynir Vilhjálmsson 10 árum síöar. á þessum árum var um- hverfismenning okkar íslendinga nokkuö frumstæö og lóðir við bygg- ingar oft og tíðum afgangsstærö sem átti aö koma „svona af sjálfu sér.“ Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, var stofnað í febrúar áriö 1978. Stofnendur voru 5 talsins sem nægöi til aö mynda starfhæfa stjórn. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Reynir Vilhjálmsson formaöur, Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundsen meöstjórn- endur. Jón H. Björnsson og Reynir Helgason voru kosnir endurskoðendur þannig aö allir félagsmenn gegndu viröingarstööum frá upphafi enda var mæting ávallt 100% og hver stjórnarfundur jafn- framt félagsfundur. Á stofnfundi félagsins var tekin sú djarfa ákvöröun aö nota starfsheitið landslagsarkitekt. Var þaö gert aö undangenginni mikilli umræöu og aö höföu samráði viö málfarssérfræðinga og fleiri málsmet- andi menn. Réö þar mestu aö heitið er alþjóölegt og lýsandi fyrir starfsvettvanginn. Flestir íslensku landslagsarkitektarnir eru menntaðir á landbúnaö- arháskólum en nokkrir hafa lokið menntun sinni við arkitektaskóla. Grunnmenntun landslagsarki- tekta byggist á þekkingu á gróöri og náttúrufari, arkitektúr, skipulagsfræöum og garðbyggingar- tækni. Viö íslendingar getum þakkaö frumherjum lands- ins í garðyrkju og skógrækt fyrir þá miklu reynslu og þekkingu sem áunnist hefur í ræktun og viö nú byggjum á. Án þeirra starfs, sem hófst fyrir um þaö bil einni öld, værum viö nú mun skemmra á veg komin. Þaö er metnaður okkar landslagsarkitekta aö byggja upp lífrænt og fagurt um- hverfi sem þjónar vel tilgangi sínum. Meö notkun gróöurs er settur í gang spennandi þróunarferill sem ekki er alveg útreiknanlegur og gerir alla aö þátttakendum. Þar koma jafnt til landslagsarkitektar, garöyrkjumenn og notendur. Árstíðabreytingar og duttlungar í veöurfari koma einnig viö sögu. Allir vita aö hinar ýmsu starfsstéttir eru ekki einslitur hópur og á þaö ekki síður viö um landslagsarkitekta en aörar starfsstéttir. Menn til- einka sér gjarnan mismunandi þekkingu eftir áhugasviöi hvers og eins, mismunandi áherslur geta veriö í hinum ýmsu skólum o.s.frv. Síðan tekur starfiö viö með fjölbreytilegum viöfangsefn- um sem þroska og móta hvern einstakling enn frekar. í stærri skipulags- og byggingarverkefnum eru geröar kröfur um að myndaðir séu vinnuhópar um verkefnið þar sem lögö er áhersla á samvinnu fagfólks á breiðum grundvelli allt eftir eöli verksins. Aö mínu mati skilar slík samvinna besta árangr- inum og byggir upp þverfaglega þekkingu og virö- ingu fyrir öörum starfsgreinum. Landslagsarkitektar vinna á mjög breiðu sviöi að fjölþættum skipulags- og umhverfismálum. Verk- efnin geta verið aö skipuleggja einstakar lóöir, skipulag hverfa og viöameiri skipulagsverkefni. Landslagsarkitektar starfa einnig aö náttúruvernd- armálum og varöveislu menningarminja. FÍLAsem er fyrst og fremst fagfélag hefur alla tíö starfaö meö miklum blóma. Á 20 ára afmælisárinu eru félagar 40 talsins. í stjórn félagsins eru nú Gísli Gíslason, Hlín Sverrisdóttir og undirritaður Reynir Vilhjálmsson sem skipað hefur formannssætiö sl. tvö ár. FÍLA minntist afmælisins meö sérstakri yfir- litssýningu á verkum félagsmanna í Ráöhúsi Reykjavíkur dagana 7.-18. nóvember sl. ■ 11 REYNIR VILHJÁLSSMSSON, LANDSLAGSARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.