AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 16

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 16
Útivistarsvæði Reykjavíkur. "x Grænar æðar, stofn- og tengistígar í Reykjavík. Reykjavík byggðist til að mynda upp á holtum og ásum en inn á milli voru skilin eftir stór opin svæði sem voru óbyggileg, s.s. mýri eða hraun eða alltof gott beitarland til að spandera undir byggð. Reykjavík býr því annars vegar yfir stórum opnum svæðum og landrými fyrir nýja byggð hefur verið nóg og þrýstingur á opin svæði vegna þéttingar byggðar ekki mikill. Afleiðingin er hins vegar sú að byggðamynstur Reykjavíkur er örugglega eitt það dreifðasta í heimi. Útivistarsvæði Reykjavíkur eru því um margt ólík hefðbundnum borgargörðum erlendis og tengingar þeirra á milli langt frá breið- strætum Olmsteds. Engu að síður á hugmynda- fræðin um grænan vef ágætlega við heildarskipu- lag útivistarsvæða fyrir Reykjavík. Þemahefti Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016 um umhverfi og útivist sem kom út í vor byggist á þessum grunni. Skipulagið var unnið í kjölfar ítar- legra úttekta á opnum svæðum borgarinnar, s.s. náttúrufari, dýralífi, fornminjum, landslagi og gildi einstakra svæða til fræðslu og útivistar. Skipulagið miðaði því ekki eingöngu að því að tengja opin svæði saman. Það hefur takmarkað gildi eitt og sér. Seinni ár hafa viðbrögð skipulagsyfirvalda við vaxandi umhverfisvakningu almennings einkennst af hugmyndum um sjálfbæra þróun samfélagsins þar sem þörfum dagsins í dag er mætt án þess að spilla fyrir komandi kynslóðum. í þessu samhengi er m.a. litið á opin svæði sem andrými borgarinnar sem nauðsynlegt er að viðhalda sem slíkum með ýmsum aðgerðum. Skipulaginu er því einnig ætlað að mæta þörfum samfélagsins til útivistar og að vernda merkar náttúru- og mannvistarminjar innan borgarmarkanna og að vera liður í sjálfbærri þróun samfélagsins. Skipulagsforsendurnar eru í megindráttum fimm: í fyrsta lagi byggist skipulagið að forminu til á stóru óbyggðu svæðunum sem náttúran hefur mótað í árþúsundir, þ.e. strandlengjunni, jökulsorfnum döl- um, ám og vötnum. Þessi svæði skipta borginni upp í afmarkaðar og skiljanlegar einingar um leið og þau gera borgarbúum auðveldara að skynja sitt nánasta umhverfi. Skipulagið nær jafnt til nátt- úrlegra svæða eins og Elliðaárdals sem og mann- gerðra svæða eins og Laugardals. Miðborgin og helstu gönguleiðir hennar eru einnig hluti af skipu- laginu þar sem miðborgin hefur mikið aðdráttarafl til fjölbreyttrar útivistar. í öðru lagi byggist skipulagið á hugmyndinni um einskonar grænar æðar sem þræða og tengja saman helstu útivistarsvæði borgarinnar. Kostirnir felast í auknum möguleikum á auðveldum göngu- og hjólreiðatengslum á milli svæðanna. Þessu er náð fram með gerð stofnstíga um borgina sem taka mið af almennum ferðakröfum og liggja þann- ig í landi að auðvelt er að ferðast eftir þeim, t.d. á milli heimila, skóla og vinnustaða. Þar sem stíg- arnir liggja um þétta byggð er lögð áhersla á gróð- ursetningu og gönguvænt umhverfi til að styrkja grænt yfirbragð þessara leiða. í þriðja lagi byggist skipulagið á því að samræma fjölbreytta notkun á einstökum útivistarsvæðum annars vegar og verndun viðkvæmrar náttúru hins vegar. Þannig þarf að búa í haginn fyrir fjölbreytta aðstöðu til útivistar samhliða því að vernda einstök náttúrufyrirbæri og mannvistarminjar sem eru ein- mitt hvað sýnilegastar á opnum svæðum. í fjórða lagi miðar skipulagið að því að tengja opin svæði innan byggðar við útmörk og heiðar borg- arinnar. Gott dæmi um slíka tengingu eru útivist- arsvæðin sem mynda samfellda landslagsheild á milli Skerjafjarðar og Heiðmerkur. Fleiri slíkar tengingar eru í borginni. Heiðarnar sem umlykja 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.