AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 21
Mynd 5. Borg. Mynd 6. Hvalsnes. Mynd 7. Knappsstaðir, Skagafjarðarpr. Mynd 8. Búrfell, Grímsnespr. is kirkjugarða sé notað varanlegt og viðhaldslítið efni og kemur þá yfirleitt fyrst upp í hugann ís- lenskt grjót. Það grjót sem mest er notað til hleðslu hér á landi er holtagrjót og hraungrýti. Stundum er einnig notað sjávargrjót en það getur þó reynst erfitt að hlaða úr því. Það fer síðan eftir aðstæðum og hefðum á hverjum stað, hvaða hleðsluefni hentar, en þó má yfirleitt fullyrða að æskilegast sé að notast við það efni sem finna má í nágrenninu. Á síðustu fimm árum hafa verið endurnýjaðar girð- ingar kringum 84 kirkjugarða og í 61 tilvika hefur verið farið út í torf- eða grjóthleðslu að hluta eða öllu leyti. Að þessum verkum hafa starfað 22 hleðslumenn og lætur nærri að þeir séu búnir að hlaða samtals kringum 7500 fermetra. Þessar hleðslur hafa yfirleitt leyst af hólmi steypta veggi og vírnetsgirðingar. Við þessar framkvæmd- ir hefur verið kappkostað að standa faglega að verki. Notað hefur verið frostfrítt efni undir og bakvið hleðslurnar, jafnframt því sem fenginn er vanur hleðslumaður til að bera ábyrgð á verkinu. Þessar framkvæmdir eru yfirleitt unnar fyrir tilstyrk Kirkjugarðasjóðs og skipulagsnefndar kirkjugarða undir umsjón framkvæmdastjóra nefndarinnar. Vonandi verða í framtíðinni tryggðir nægir fjármun- ir til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið við að hlaða veggi umhverfis kirkjur og kirkjugarða víða um land, enda er hér um að ræða varanlega framkvæmd ef rétt er að verki staðið. Hér á landi finnast margir gamlir hlaðnir veggir sem staðist hafa tímans tönn og bera vott um hagleik og vandað handverk. Þetta ætti að vera okkur hvatning til að viðhalda þessari þjóðlegu byggingarhefð, því jafnvel þó að kostnaður í upphafi sé talsvert meiri en við einfaldar girðingar, þá skilar þetta sér margfalt aftur með minni umhirðu, lengri endingu og fallegra umhverfi. ■ 19

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.