AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 23

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 23
KJRNILUNDUR þróun sýningarsvœðis egar fólk kemur í fyrsta skipti inn í Fornalund, segir þaö oft aö hann sé hrein paradís ájöröu. Fallegur trjálund- ur umlykur garðinn. Hæstu trén í dag eru u.þ.b.10 m há. Þaö var um miöja öldina aö Jón Dungal, sem bjó á bæn- um Hvammi þar sem Fornilundur er nú, lagði grunn að trjálundinum. í Fornalundi er sýnt hvernig leysa má ýmis algeng vandamál í göröum og úti- vistarsvæðum á fjölbreyttan hátt. Þaö var áriö 1983 á iðnsýningu í Laugardalshöll aö samkeppni var haldin á vegum BM Vallá. Samkeppnin var um þaö hvernig hægt væri aö nota u-steina, sem þá voru nýjung í þeirra fram- leiöslu. Þessi samkeppni var öllum opin. Þeir sem unnu samkeppnina voru tveir nýútskrifaðir lands- lagsarkitektar. í framhaldi aö þessari samkeppni, voriö 1984, fékk BM Vallá annan þeirra til liðs viö sig til að vera meö ráðgjöf fyrir viðskiptavinina við útfærslur á t.d. innkeyrslum, gangstígum eöa ver- öndum. Hafa nokkrir landslagsarkitektar síöan veriö meö ráögjöf í stuttan tíma. Landslagsarkitekt hefur nú verið meö fasta ráögjöf í fimm sumur. Hönnun Fornalundar hefur veriö í höndunum á Guömundi Rafni Sigurðssyni landslagsarkitekt. Fyrsti áfangi var opnaöur í júlí 1991, annar áfangi í júlí 1994, þriöji áfangi í júlí 1995 og fjóröi og sá nýjasti var opnaður í maí síðastliðnum. SAMSTARF LANDSLAGSARKITEKTA VIÐ VÖRUÞRÓUN Síöan 1984 hefur BM Vallá haft samskipti við landslagsarkitekta í sambandi viö vöruþróun meö opnum kynningarfundum fyrir alla og ennfremur kynningu og umræöu fárra aðila. Landslagsarkitektar hafa ennfremur komið fram meö hugmyndir að nýjungum. Dæmi um þaö er t.d. aö þegar Standgatan í Hafnarfirði var hönnuö kom fram sú hugmynd frá hönnuöinum aö setja þar niður klakka. En þeir voru ekki framleiddir hér á landi en úr varð aö BM Vallá framleiddi þá. Klakkarnir eru framleiddir ennþá og úrvalið af þeim er orðiö fjölbreyttara. Annaö dæmi um hugmyndir landslagsarkitekta að nýjungum er aö þegar Seðlabankinn var í byggingu, þá var óskaö eftir því viö BM Vallá aö framleiöa hellur í stærðinni 300-900 mm. Enn í dag er verið aö framleiða hell- ur í þessari stærö. Síöustu 6-10 ár hefur úrvaliö af steinum og hellum aukist verulega. Árlega er boðið upp á nýjungar. Eftir aö ráðgjafaþjónusta fyrir almenning hófst og úrvalið af steinum jókst hefur allur frágangur lóöa breyst mikið til batnaöar. ■ PURIÐUR RAGNA STEFANSDOTTIR, LANDSLAGSARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.