AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Síða 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Síða 29
önguferðir eru orðnar fastur þáttur í lífi fjölda fólks. Á síðari árum hefur færst í vöxt að áhugaverð landsvæði séu skipulögð sérstaklega með tilliti til gönguleiða. Eitt þessara svæða er Hengilssvæðið. Hengilssvæðið er fjalllendi milli Suðurlandsvegar og Þingvallavatns, frá Mosfellsheiði og allt austur að Grafningsfjöllum. Á svæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn. Hér er kjörið útivistarsvæði allan ársins hring. Á síðari árum hefur verið unnið markvisst að því að greiða götu útivistarfólks um svæðið með samfelldu neti merktra gönguleiða, uppsetn- ingu upplýsingataflna, byggingu gönguskála og útgáfu göngukorts. Hitaveita Reykjavíkur hefur haft veg og vanda af þessu starfi í samráði við sveitarstjórnir og eigendur aðliggjandi jarða. ORKA OG ÚTIVIST Reykjavíkurborg og orkufyrirtæki hennar, Hita- veitan og Rafmagnsveitan, hafa í gegnum tíðina eignast nokkrar jarðir á Hengilssvæðinu í tengsl- um við öflun jarðhita og vatnsréttinda. Þessar jarðir eru Nesjavellir, Ölfusvatn og Kolviðarhóll vegna jarðhita og Úlfljótsvatn vegna vatnsréttinda. Jarðirnar hafa í seinni tíð verið skipulagðar og nýttar til útivistar og er svo komið að Hengils- svæðið er meðal vinsælustu göngusvæða lands- ins. Þangað sækir margur þéttbýlisbúinn orku til daglegra starfa sem ekki verður mæld í mega- vöttum. KORT VIÐ UPPHAF GÖNGULEIÐAR Unnin hefur verið landnýtingaráætlun fyrir jarðir Reykjavíkur í Grafningi og Ölfusi á vegum Borgar- skipulags, Borgarverkfræðings, Hitaveitu og Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Meginmarkmið þeirrar vinnu var að samræma nýtingu jarðanna til orku- vinnslu og útivistar, þannig að þær nýttust sem best til gönguferða og annarrar útiveru. Unnið er að samsvarandi skipulagi fyrir Hvammsvík í Kjós sem einnig er í eigu Hitaveitu Reykjavíkur. Þá hef- ur Hitaveitan nýlega gert kauptilboð í stór land- svæði á Hellisheiði, sem hefur, auk orkuvinnslu- möguleika, mikið gildi til útivistar sumar sem vetur. SKIPULAG GÖNGULEIÐA STÍGAKERFI Margar þjóðleiðir lágu um Hengilssvæðið fram eftir öldinni. Hellisskarðsleið lá frá Kolviðarhóli austur yfir Hellisheiði og niður hjá Reykjum í Horft yfir Nesjavelli. Kort viö upphaf gönguleiöar. 27 GÍSLI GÍSLASON, LANDSLAGSARKITEKT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.