AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 29
önguferðir eru orðnar fastur
þáttur í lífi fjölda fólks. Á síðari
árum hefur færst í vöxt að
áhugaverð landsvæði séu
skipulögð sérstaklega með
tilliti til gönguleiða. Eitt þessara
svæða er Hengilssvæðið.
Hengilssvæðið er fjalllendi milli Suðurlandsvegar
og Þingvallavatns, frá Mosfellsheiði og allt austur
að Grafningsfjöllum. Á svæðinu er flest það sem
prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag,
hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og
stöðuvötn. Hér er kjörið útivistarsvæði allan ársins
hring. Á síðari árum hefur verið unnið markvisst
að því að greiða götu útivistarfólks um svæðið
með samfelldu neti merktra gönguleiða, uppsetn-
ingu upplýsingataflna, byggingu gönguskála og
útgáfu göngukorts. Hitaveita Reykjavíkur hefur
haft veg og vanda af þessu starfi í samráði við
sveitarstjórnir og eigendur aðliggjandi jarða.
ORKA OG ÚTIVIST
Reykjavíkurborg og orkufyrirtæki hennar, Hita-
veitan og Rafmagnsveitan, hafa í gegnum tíðina
eignast nokkrar jarðir á Hengilssvæðinu í tengsl-
um við öflun jarðhita og vatnsréttinda. Þessar
jarðir eru Nesjavellir, Ölfusvatn og Kolviðarhóll
vegna jarðhita og Úlfljótsvatn vegna vatnsréttinda.
Jarðirnar hafa í seinni tíð verið skipulagðar og
nýttar til útivistar og er svo komið að Hengils-
svæðið er meðal vinsælustu göngusvæða lands-
ins. Þangað sækir margur þéttbýlisbúinn orku til
daglegra starfa sem ekki verður mæld í mega-
vöttum.
KORT VIÐ UPPHAF GÖNGULEIÐAR
Unnin hefur verið landnýtingaráætlun fyrir jarðir
Reykjavíkur í Grafningi og Ölfusi á vegum Borgar-
skipulags, Borgarverkfræðings, Hitaveitu og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Meginmarkmið þeirrar
vinnu var að samræma nýtingu jarðanna til orku-
vinnslu og útivistar, þannig að þær nýttust sem
best til gönguferða og annarrar útiveru. Unnið er
að samsvarandi skipulagi fyrir Hvammsvík í Kjós
sem einnig er í eigu Hitaveitu Reykjavíkur. Þá hef-
ur Hitaveitan nýlega gert kauptilboð í stór land-
svæði á Hellisheiði, sem hefur, auk orkuvinnslu-
möguleika, mikið gildi til útivistar sumar sem vetur.
SKIPULAG GÖNGULEIÐA STÍGAKERFI
Margar þjóðleiðir lágu um Hengilssvæðið fram
eftir öldinni. Hellisskarðsleið lá frá Kolviðarhóli
austur yfir Hellisheiði og niður hjá Reykjum í
Horft yfir Nesjavelli.
Kort viö upphaf gönguleiöar.
27
GÍSLI GÍSLASON, LANDSLAGSARKITEKT