AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 35
VINNUHOPUR 3 hefur undir sínum hatti viðhald grænna svæða og umhirðu eftir að trjám hefur verið plantað, þar með talin notkun eiturefna og árangur aðgerða, áætl- anagerðir, mannafla o.s.frv. Borgarskógrækt tekur til skóglendis í og við þéttbýli, þar með talinn garða- og götutré. Fulltrúi íslands er Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyrarbæjar. Það má segja að fundirnir tveir sem hingað til hafa verið haldnir hafi fyrst og fremst farið í að skil- greina verkefnið sjálft og þá helst hvað hugtakið „borgarskógrækt11 þýðir. Skilgreiningarnar eru jafn margar þjóðlöndunum eða jafnvel fleiri, þar eð full- trúar landanna, sem eru frá mismunandi landshlut- um, eru ekki endilega sammála og engin ein skil- greining gildari eða yfir aðra hafin, þó svo að reynt sé að samræma „opinberar" skilgreiningar. Sem dæmi má nefna, að fulltrúi Slóvakíu skilgreindi borgarskógrækt sem „fólk“, en einn Þjóðverjanna líkti borgarskógrækt við „regnhlíf, sem verndaði þann eða það sem undir henni væri“. Fyrir mörgum þýðir borgarskógrækt útivist; skjól; fegurð og friðsæld; eitthvað sem hægt er að sner- ta. Fyrir öðrum sjónmengun; hávaða; hættu; óör- yggi- Vissulega er borgarskógrækt mismikil í þátttöku- löndum COST ACTION 12. Þannig mælist til dæmis Vínarborg með ríflega 50% ræktun innan borgarmarkanna, Helsinki um 25% og Amsterdam 12%. Ýmislegt annað umhugsunarvert hefur komið fram í inngangserindum í hinum þremur vinnuhópum, svo sem það að: I 98% Dana heimsækja skóginn a.m.k. einu sinni á ári Núna samkvæmt skoðanakönnunum, en heimsóknirnar eru styttri en fyrir 20 árum, enda samgöngur betri og vegalengdir styttri. I Á Ítalíu er mjög litlu fjármagni veitt í rannsóknir og kannanir á umhverfismálum, enda örar breyt- ingar í forystusveitum stjórnmálanna. I í Svíþjóð eru 200.000 ha skóglendis í þéttbýli í eigu sveitarfélaganna. Hinsvegar eru lítil samskipti milli landshluta og vita Suður-Svíar lítið hvað er að gerast fyrir norðan og vice versa. I í Bretlandi búa 90% íbúa í þéttbýli. Þar eru að fara í gang úttektir á borgarskógum sem plantað var samfara uppbyggingu svokallaðra „New Towns“, sem hófst 1903 með borginni Letchworth og Iauk fyrir 1990 í borginni Milton Keynes. Elstu borgarskógarnir eru því orðnir yfir 90 ára gamlir og athyglisvert er hve ólíkir þeir eru í útliti og upp- Fyrir hálfum öðrum áratug var hér „allt svart og mengað“- vegna gríðarlegar kola- og námuvinnslu. Nú hefur landið verið grætt upp og ætur fiskur veiðist jafnvel í ám og lækjum. Myndirnar hér að ofan eru teknar í útjaðri byggðar í Leeds á Englandi. byggingu og hve tískustraumar hverju sinni eru ríkjandi í tegundavali trjágróðurs. I í Leeds á Englandi eru götutré til á lager og eftir- lit með þeim 24 tíma á sólarhring. Ef tilkynnt er um skemmt tré einhversstaðar innan borgarinnar, hvort sem er á aðfangadagskvöld eða öðrum frí- dögum, er þeim skipt út innan nokkurra klukku- stunda. I Tvö þjóðarbrot í Belgíu gera það að verkum að heildarmynd borgaskógræktar í landinu skilar sér ekki nema að hluta til, þar sem fulltrúar Flæmingja eru aðeins þátttakendur í verkefninu. Næsti vinnufundur samstarfshópsins um borgar- skógrækt í Evrópu verður í Madrid í febrúar 1999 og án efa verður margt athyglisvert sem þar mun koma fram. Ráðgert er að hópurinn hittist síðan á íslandi árið 2000, ef „Kristnitökuhátíðir, „Landa- funda-karneval“ og „Menningarborga samstarf" leyfa. ■ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.